Íslenska þjóðfélagið


Íslenska þjóðfélagið - 23.12.2021, Qupperneq 57

Íslenska þjóðfélagið - 23.12.2021, Qupperneq 57
Ómar Hjalti Sölvason, Þorlákur Axel Jónsson og Markus Hermann Meckl 57 .. Búsetuáform: Í könnuninni hjá innflytjendum voru búsetuáform á Íslandi mæld á raðkvarða með spurningunni: „Hversu lengi hyggst þú búa á Íslandi?“ Mælt var á sex punkta kvarða með svar- möguleikunum: 1=Minna en 1 ár; 2 = 1–2 ár; 3=3–5 ár; 4=6–10 ár; 5=11–20 ár og 6=Lengur en 20 ár. Í ljósi þess hvernig svörin dreifðust var ákveðið að sameina svör 1, 2, 3 og 4 og gera tveggja kosta breytu. Eftir það voru búsetuáform á Íslandi flokkuð með eftirfarandi hætti: 1=Til áratugar eða skemmri tíma og 2=Til lengri tíma. Reynsla af búsetu erlendis: Í könnuninni á meðal Íslendinga var reynsla af búsetu erlendis mæld á sjö punkta raðkvarða þar sem gefnir voru upp svarmöguleikarnir: 1=Aldrei; 2=Minna en 1 ár; 3=1–2 ár; 4=3–5 ár; 5=6–10 ár; 6=11–20 ár og 7=Meira en 20 ár. Hér voru svör dregin saman í tvo flokka, þar sem svarmöguleikar 2 til 7 voru sameinaðir. Í svarmöguleika 1 voru þá þeir sem enga reynslu höfðu af því að vera innflytjendur sjálfir og í svarmöguleika 2 þeir sem höfðu reynslu af því að búa í útlöndum. Væntingar: Til að mæla hugmyndir innflytjenda og væntingar Íslendinga til aðlögunar innflytjenda út frá grundvelli fyrirliggjandi gagna úr rannsóknarverkefninu „Samfélög án aðgreiningar?“ var búinn til kvarði sem mældi annars vegar viðhorf til aðlögunar innflytjenda hjá Íslendingum og hins vegar hugmyndir um aðlögun hjá innflytjendum. Við samsetningu kvarðans voru valdar spurningar sem komu fyrir í báðum könnununum. Í ljósi þess að notuð voru gögn sem þá þegar hafði verið safn- að var ekki hægt að breyta spurningum þannig að þær féllu að fyrirframgefnum mælikvarða fyrir samlögunar- eða samþættingarvæntingar. Þess í stað voru valdar fullyrðingar sem féllu að einhverju marki að hugmyndum Bourhis og fleiri (1997) um mælikvarða á aðlögunarhugmyndum. Væntingar Íslendinga og hugmyndir innflytjenda um aðlögun voru því mældar með því að leggja saman gildi viðbragða við þremur staðhæfingum: Ertu sammála eða ósammála eftirfarandi fullyrðingum um útlendinga sem koma til að búa í sam- félaginu þar sem þú býrð núna: • Útlendingar sem koma til að búa í sveitarfélaginu okkar verða að læra íslensku. • Útlendingar sem koma til að búa í sveitarfélaginu okkar verða að taka upp siði og venjur þeirra sem búa hér. • Útlendingar ættu að tala íslensku við börnin sín. Gefnir voru upp svarmöguleikarnir: 1=Mjög ósammála; 2=Frekar ósammála; 3=Hvorki ósammála né sammála; 4=Frekar sammála; 5=Mjög sammála. Til að gera niðurstöður læsilegri var skalanum snúið við og gildi dregin saman á 13 punkta kvarða. Það þýðir að eftir því sem gildið á kvarðanum lækkar, þeim mun meira vísar það í átt til samlög- unarhugmynda. Sé hins vegar gildið á kvarðanum hærra vísar það í átt til samþættingarhugmynda. Áreiðanleiki kvarðans sem mældi væntingar Íslendinga um aðlögun innflytjenda reyndist miðlungs- góður eða Cronbach alfa = 0,61 og mean inter-item correlation var 0,35. Áreiðanleiki kvarðans fyrir innflytjendur reyndist lágur eða Cronbach alfa = 0,48 en mean inter-item correlation náði viðmiði og var 0,24 (Field, 2015). Þó áreiðanleiki skalanna sé einungis miðlungsgóður og lágur hafa þeir þó þann styrk að vera byggðir á fáum breytum og er styrkur skalanna því ekki orsakaður af miklum fjölda breyta. Krafa um áreiðanleika fer eftir því hvaða ályktanir á að draga af skalanum; því minni mun sem stefnt er að því að álykta um, því meiri þarf áreiðanleikinn að vera (Cortina, 1993; Field, 2015). Í þessari rannsókn er verið að álykta um stefnu fremur en magn og því teljum við viðmiðunarmörkin vera viðunandi. Athugað var vegna aðhvarfsgreiningar hvort sjálffylgni væri á milli bakgrunnsbreyta og ekki reyndist vera um mikla fylgni að ræða á milli villuliða (Durbin-Watson=2). Þá voru gerðar athuganir á því hvort vandamál væri til staðar sökum samfylgni frumbreyta (e. multicollinearity) eða hvort línuleg fylgni væri á milli bakgrunnsbreyta. Hægt er að leggja mat á það með því að skoða mæli-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Íslenska þjóðfélagið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenska þjóðfélagið
https://timarit.is/publication/1165

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.