Íslenska þjóðfélagið - 23.12.2021, Page 62

Íslenska þjóðfélagið - 23.12.2021, Page 62
Væntingar Íslendinga og hugmyndir innflytjenda um aðlögun innflytjenda að íslensku samfélagi 62 .. Væntingar Íslendinga til innflytjenda um aðlögun voru skoðaðar út frá kyni, aldri, mánaðartekjum, menntun, atvinnustöðu og því hvort að viðkomandi hafi sjálfur búið erlendis. Kvarðinn sem mældi samlögunar- og samþættingarvæntingar Íslendinga var þannig gerður að lægsta gildið var 1 og það hæsta var 13. Meðaltalið á kvarðanum var 7,91 (sf = 2,63), tíðasta gildið var 8 og miðgildið var einnig 8 (mynd 4). 1,2% 1,4% 2,3% 4,3% 8,0% 11,6% 15,6% 15,6% 12,5% 9,8% 8,0% 4,6% 5,1% 0 100 200 300 400 500 600 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 Mynd 4. Væntingar Íslendinga til aðlögunar Eins og sjá má í töflu 1 með því að skoða þar meðaltal væntinga, öryggisbil ásamt prófgildi og p-gildi, þá var tölfræðilega marktækur munur innan allra hópa sem þátttakendum var skipt upp í. Konur skora lægra á kvarðanum en karlar og hafa því ekki eins miklar samlögunarvæntingar. Sömu sögu má segja um þá sem eru með hærri tekjur og háskólapróf og eru í vinnu, og af þeim sem hafa sjálfir búið erlendis og hafa þar með reynslu af því að vera innflytjandi. Mest afgerandi er þegar aldurshóparnir eru bornir saman, en þar reyndust þeir eldri hafa ríkari samlögunarvæntingar til inn- flytjenda heldur en þeir sem yngri eru. Aldurshóparnir 18–25 og 26–40 ára hafa tölfræðilega mark- tækt minni samlögunarvæntingar (m.v. 95% vissu) en eldri aldurshópar. Í framhaldinu var gerð aðhvarfsgreining (sjá töflu 3) á tengslum breyta sem lýsa félagslegum bakgrunni Íslendinga við samlögunar- og samþættingarvæntingar mældar á samanlagðan kvarða fyrir væntingar til aðlögunar. Frumbreyturnar voru aldur, kyn, tekjur og atvinnustaða. Rannsakendur vildu einnig kanna hvort það tengdist viðhorfum þátttakenda að þeir hafi búið í útlöndum. Í fyrsta líkaninu voru tengslin könnuð út frá frumbreytunum aldur, kyn og menntun. Í líkani tvö bætast við breyturnar tekjur og atvinnustaða og í þriðja líkaninu var stjórnað fyrir búsetu. Niðurstöðurnar má sjá í töflu 3.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Íslenska þjóðfélagið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenska þjóðfélagið
https://timarit.is/publication/1165

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.