Íslenska þjóðfélagið - 23.12.2021, Blaðsíða 62
Væntingar Íslendinga og hugmyndir innflytjenda um aðlögun innflytjenda að íslensku samfélagi
62 ..
Væntingar Íslendinga til innflytjenda um aðlögun voru skoðaðar út frá kyni, aldri, mánaðartekjum,
menntun, atvinnustöðu og því hvort að viðkomandi hafi sjálfur búið erlendis. Kvarðinn sem mældi
samlögunar- og samþættingarvæntingar Íslendinga var þannig gerður að lægsta gildið var 1 og það
hæsta var 13. Meðaltalið á kvarðanum var 7,91 (sf = 2,63), tíðasta gildið var 8 og miðgildið var
einnig 8 (mynd 4).
1,2% 1,4%
2,3%
4,3%
8,0%
11,6%
15,6% 15,6%
12,5%
9,8%
8,0%
4,6% 5,1%
0
100
200
300
400
500
600
1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13
Mynd 4. Væntingar Íslendinga til aðlögunar
Eins og sjá má í töflu 1 með því að skoða þar meðaltal væntinga, öryggisbil ásamt prófgildi og
p-gildi, þá var tölfræðilega marktækur munur innan allra hópa sem þátttakendum var skipt upp í.
Konur skora lægra á kvarðanum en karlar og hafa því ekki eins miklar samlögunarvæntingar. Sömu
sögu má segja um þá sem eru með hærri tekjur og háskólapróf og eru í vinnu, og af þeim sem hafa
sjálfir búið erlendis og hafa þar með reynslu af því að vera innflytjandi. Mest afgerandi er þegar
aldurshóparnir eru bornir saman, en þar reyndust þeir eldri hafa ríkari samlögunarvæntingar til inn-
flytjenda heldur en þeir sem yngri eru. Aldurshóparnir 18–25 og 26–40 ára hafa tölfræðilega mark-
tækt minni samlögunarvæntingar (m.v. 95% vissu) en eldri aldurshópar.
Í framhaldinu var gerð aðhvarfsgreining (sjá töflu 3) á tengslum breyta sem lýsa félagslegum
bakgrunni Íslendinga við samlögunar- og samþættingarvæntingar mældar á samanlagðan kvarða
fyrir væntingar til aðlögunar. Frumbreyturnar voru aldur, kyn, tekjur og atvinnustaða. Rannsakendur
vildu einnig kanna hvort það tengdist viðhorfum þátttakenda að þeir hafi búið í útlöndum. Í fyrsta
líkaninu voru tengslin könnuð út frá frumbreytunum aldur, kyn og menntun. Í líkani tvö bætast við
breyturnar tekjur og atvinnustaða og í þriðja líkaninu var stjórnað fyrir búsetu. Niðurstöðurnar má
sjá í töflu 3.