Íslenska þjóðfélagið - 23.12.2021, Side 75

Íslenska þjóðfélagið - 23.12.2021, Side 75
Kristín Björnsdóttir og Ásta Jóhannsdóttir 75 .. geta til dæmis verið skái yfir tröppur eða lyfta á milli hæða en slíkar framkvæmdir geta bæði verið kostnaðarsamar og hættulegar. Þegar fatlað fólk þarf að nota bakdyr, vörulyftur og bílakjallara til að komast í almenningsrými opinberast jaðarsetning þeirra. Ef samfélagið væri skipulagt þannig að tekið væri tillit til þarfa allra þá væri ekki þörf á að gera slíkar breytingar og upplifun fatlaðs fólks af samfélagslegri þátttöku væri önnur en raun ber vitni (Goodley, 2014). Þessar hugmyndir hafa einnig áhrif á hvernig samfélög búa sig undir hamfarir og hvernig hópum er forgangsraðað varðandi aðstoð þegar hættu- og neyðarstigi almannavarna er lýst yfir. Framkvæmd og gagnaöflun Í fyrri hluta niðurstöðukaflans er lýsing á hamförum sem hafa átt sér stað á síðastliðnum áratugum og þeim afleiðingum sem þær höfðu á fatlað fólk. Við gagnaöflun var skilgreining almannavarna notuð en í henni er enska hugtakið disaster þýtt sem hamfarir: Alvarlegur atburður sem setur samfélagið úr skorðum, og dregur úr hæfni þess til að virka eðlilega og hefur alvarleg áhrif á fólk, umhverfi og eignir. Stórir atburðir geta leitt til þess að samfélagið þurfi utanaðkomandi hjálp/aðstoð við að koma virkni aftur á réttan kjöl. (Almannavarnir, e.d.-a) Upplýsingar um stærstu hamfarir undanfarinna áratuga má finna víða á internetinu (Centre for Rese- arch on the Epidemiology of Disasters, e.d.) og völdum við að fjalla annars vegar um náttúruham- farir og hins vegar hamfarir af mannavöldum. Náttúruhamfarir valda árlega mikilli eyðileggingu og að meðaltali dauða 60 þúsund einstaklinga á heimsvísu sem er um 0,1% dauðsfalla í heiminum (Our World in Data, e.d.-a). Heimsfaraldur af völdum COVID-19 mun breyta þessu meðaltali talsvert því á fyrstu 12 mánuðum faraldursins létust um tvær og hálf milljón einstaklinga úr sjúkdómnum (Our World in Data, e.d.-b). Afleiðingar hamfara eru misalvarlegar og tíðni há þannig að ekki verður í þessari grein sagt frá öllum þeim alvarlegu atburðum sem hafa haft áhrif á líf fatlaðs fólks. Þess í stað voru valdir atburðir sem voru alvarlegir hvað varðar eyðileggingu og líkamstjón, áttu sér stað víðsvegar um heiminn og á löngu tímabili (32 ár), og verða áhrif þeirra og afleiðingar túlkuð sam- kvæmt gagnrýnni fötlunarfræði. Þeir atburðir sem fjallað verður um eru eftirfarandi: Fellibylurinn Húgó í Bandaríkjunum 1989, hryðjuverkaárásir í New York 1993 og 2001, flóðbylgjan (e. tsunami) í Suðaustur-Asíu 2004, þurrkar í Kenýa 2009, jarðskjálfti og kjarnorkuslys í Japan 2011, aurskriður á Seyðisfirði 2020 og jarðskjálftar og eldgos á Reykjanesskaga 2021. Íslensku atburðunum er ætlað að tengja alþjóðlega umfjöllun íslenskum veruleika og samtíma. Einnig verða tekin dæmi um af- leiðingar COVID-19 fyrir fatlað fólk en vert að taka fram að hér er ekki um að ræða ítarlega eða tæmandi umfjöllun um heimsfaraldurinn. Gagna var aflað úr skýrslusöfnum þeirra alþjóðlegu stofnana sem hafa það meðal annars að mark- miði að afla upplýsinga um áhrif og afleiðingar hamfara: Sameinuðu þjóðirnar (UNDRR, UNESCO, UNICEF), Alþjóða heilbrigðismálastofnunin (WHO), Alþjóðabankinn (The World Bank Group) og Alþjóðasamband félaga Rauða krossins og Rauða hálfmánans (ICFR). Einnig var farið yfir skýrslur sem samtök fatlaðs fólks í viðkomandi löndum og borgum höfðu gefið út í kjölfar atburðanna. Leitað var eftir fræðilegu efni um fötlun og hamfarir (e. disability and disasters) í eftirfarandi gagna- grunnum: EBSCO, ProQuest, Google Scholar og Leitir. Gögn almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra sem skoðuð voru fyrir þessa grein vörðuðu leið- beiningar um viðbrögð við almannavá og áhættu annars vegar og viðbragðsáætlanir hins vegar. Sjónum var sérstaklega beint að aurskriðum, eldgosum, fárviðri, ofsaveðri og kulda, flóðum, flóð- bylgjum, hraunrennsli, hryðjuverkum og váverkum af mannavöldum, jarðskjálftum, jökulhlaupum, sjávarflóðum og snjóflóðum (Almannavarnir, e.d.-b). Bæði voru skoðaðar viðbragðsáætlanir sem taka til atburða sem hafa áhrif á landið allt og almennar áætlanir sem afmarkast landfræðilega af umdæmum lögreglustjóra (Almannavarnir, e.d.-c). Notuð var innihaldsgreining þar sem mið var tekið af umfangi umfjöllunar um fatlað fólk í
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Íslenska þjóðfélagið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenska þjóðfélagið
https://timarit.is/publication/1165

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.