Íslenska þjóðfélagið - 23.12.2021, Síða 76

Íslenska þjóðfélagið - 23.12.2021, Síða 76
Fatlað fólk í hamförum 76 .. skýrslum og viðbragðsáætlunum. Fötlun hefur mikil áhrif á aðra félagspólitíska þætti á borð við stétt og kynja- og kynþáttafordóma sem verka á samfélagið samtímis og samhliða, taka frá og styðja hver annan og því er gagnlegt að beita kenningum um samtvinnun þegar greina á aðstæður fatlaðs fólks í samfélaginu (Annamma, o.fl., 2013). Þannig voru skýrslurnar greindar meðal annars út frá stétt, kyngervi, aldri og fötlun en sjónum fyrst og fremst beint að fötlun í viðbragðsáætlununum. Með því að beita samtvinnun sem fræðilegu verkfæri (Lykke, 2010) var mögulegt að greina og draga mark- visst fram hvernig mismunandi þættir eru samtvinnaðir og hafa áhrif á jaðarsetningu fatlaðs fólks. Niðurstöður Við skiptum niðurstöðunum í fjóra kafla. Fyrsti kaflinn inniheldur yfirlit yfir hamfarir af völdum náttúru, gerð er grein fyrir viðbrögðum við hamförum og þeim afleiðingum sem þær hafa á fatlað fólk. Í öðrum kafla er fjallað um hamfarir af mannavöldum og sjónum er beint að samspili náttúru og manna. Þriðji kaflinn fer yfir eftirmála hamfara og í síðasta kaflanum er greining á viðbragðsáætl- unum almannavarna og leiðbeiningum í hamförum með tilliti til aðstæðna fatlaðs fólks. Náttúruhamfarir Í íslenskum lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir (nr. 38/2018) er fötlun skilgreind sem „[a]fleiðing skerðinga og hindrana af ýmsum toga sem verða til í samspili fólks með skerðingar og umhverfis og viðhorfa sem hindra fulla og árangursríka samfélagsþátt- töku til jafns við aðra“ (2. grein). Samkvæmt lögunum er um langvarandi skerðingar að ræða sem geta verið líkamlegar, geðrænar, vitsmunalegar eða falið í sér skerta skynjun. Skilgreiningar og greiningar á skerðingum fatlaðs fólks eru í höndum heilbrigðisstarfsfólks en það er nýlunda að lögin skilgreini fötlun sem samspil skerðinga og umhverfis. Í stuttu máli þýðir það að umhverfið getur annaðhvort dregið úr afleiðingum skerðinganna eða aukið þær. Þegar litið er til þess náttúrulega og oft hættulega umhverfis sem Íslendingar búa við má sjá að fatlað fólk gæti staðið frammi fyrir verulegum hindrunum í jarðskjálftum, veðurofsa og snjóflóðum. Við embætti ríkislögreglustjóra er starfrækt almannavarnadeild sem hefur það hlutverk að meta þá hættu sem að íbúum stafar, bregðast við hamförum með björgun mannslífa, aðstoða við takmörkun eignatjóns, ásamt að taka þátt í enduruppbyggingu að hamförum loknum (Almannavarnir, 2016). Flest dauðaslys af völdum náttúruhamfara hér á landi hafa verið af völdum sjóslysa og drukkn- ana, óveðurs og snjóflóða (Tómas Jóhannesson, 2001). Ekki er til nýrri samantekt á dánarorsökum Íslendinga af völdum náttúruhamfara en í gagnagrunni Hagstofu Íslands (e.d.) er mögulegt að leita eftir dánarmeini út frá kyni og aldri 1996-2019 og virðist niðurstaðan vera sú sama, að sjóslys, drukknun, óveður og snjóflóð séu algengustu dauðaslysin af völdum náttúruhamfara. Flokkun Hag- stofunnar á dánarmeinum er samkvæmt ICD-10 sem er alþjóðleg tölfræðiflokkun sjúkdóma (Natio- nal Center for Health Statistics, e.d.). Samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar létust tveir Íslendingar á árunum 2002–2015 úr „svæsinni þroskaheftingu“ og fjórir einstaklingar úr Downs-heilkenni árið 2019 (Hagstofa Íslands, e.d.). Hvað svæsin þroskahefting er skal ósagt látið en nokkuð er ljóst að þroskahömlun, heilkenni eða þroskaraskanir á borð við Downs-heilkenni er ekki lífsógnandi og því eru rangar upplýsingar færðar inn í gagnagrunn Hagstofunnar. Það má velta því fyrir sér hvort hér sé um að ræða tölfræðilegan ableisma. Slíkar rangfærslur er einnig að finna erlendis, en borið hefur á því að dauðsföll sem rekja megi til COVID-19 sjúkdómsins séu ekki skráð ef um fólk með þroskahömlun er að ræða. Uppgefin dánarorsök verður þá þroskahömlun í stað COVID-19 eða fylgi- kvillar (Landes o.fl., 2020). Samkvæmt alþjóðlegum tölum er dánartíðni af völdum COVID-19 sjúkdómnum há meðal fólks með þroskahömlun. Þrátt fyrir þessar niðurstöður er erfitt að áætla áhrif sjúkdómsins á fatlað fólk almennt þar sem fötlun er sjaldan notuð sem bakgrunnsbreyta þegar greint er frá sjúkdómatíðni og andlátum (Landes o.fl,. 2020). Það gerir það að verkum að tölulegar upplýsingar eru ófullnægjandi hvað þetta varðar. Þar sem óeðlilega há dánartíðni ákveðinna samfélagshópa í hamförum og heims-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Íslenska þjóðfélagið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenska þjóðfélagið
https://timarit.is/publication/1165

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.