Íslenska þjóðfélagið


Íslenska þjóðfélagið - 23.12.2021, Qupperneq 77

Íslenska þjóðfélagið - 23.12.2021, Qupperneq 77
Kristín Björnsdóttir og Ásta Jóhannsdóttir 77 .. faraldri er afhjúpandi fyrir samfélögin má velta fyrir sér hvort rangar skráningar og tölfræðilegur ableismi þjóni þeim tilgangi að fegra ástandið eða þagga vandamálið. Ekki hefur verið haldið utan um tölulegar upplýsingar varðandi dauðsföll fatlaðs fólks í ham- förum á Íslandi en vert er að hafa ákveðinn fyrirvara hvað það varðar þar sem augljóslega er mis- brestur á skráningum í gagnagrunn Hagstofunnar. Á hinn bóginn eru engar aðrar vísbendingar sem benda til hlutfallslega hærri tíðni dauðsfalla í hamförum heldur en hjá ófötluðu fólki. Því er öðruvísi farið víða erlendis þar sem fatlað fólk er í áhættuhópi fyrir alvarlegum afleiðingum hamfara. Það á jafnt við um náttúruhamfarir sem hamfarir af mannavöldum (Alexander, 2011). Flóðbylgja í Suðaustur-Asíu í kjölfar jarðskjálfta í desember 2004 er dæmi um náttúruhamfarir sem afhjúpa slæmar aðstæður fatlaðs fólks. Um 275 þúsund manns fórust í flóðbylgjunni í ellefu löndum. Þrátt fyrir að fólk úr öllum samfélagshópum hafi farist í flóðbylgjunni þá var óeðlilega hátt hlutfall fatlaðs fólks meðal látinna. Því hefur verið haldið fram að mögulega hefði verið hægt að bjarga fleirum ef neyðaráætlanir hefðu tekið mið af þörfum fatlaðs fólks (Alexander, 2011; Priestley og Hemingway, 2007). Á Sri Lanka lést ríflega helmingur íbúa á stofnun fyrir fatlað fólk af því að ekki tókst að rýma húsnæðið áður en flóðbylgjan skall á því. Það gekk illa að koma íbúum í skilning um hættuna og rúmlega sextíu íbúar voru skildir eftir á stofnuninni (Alþjóðasamband félaga Rauða krossins og Rauða hálfmánans, 2007). Á Indlandi fórust 700 hreyfihamlaðir íbúar sem einnig bjuggu á stofnun fyrir fatlað fólk en það festist inni á stofnuninni þegar aðrir íbúar borgarinnar forðuðu sér upp í nærliggjandi fjallshlíðar. Það komst ekki út af stofnuninni og enga aðstoð var að fá (Center for International Rehabilitation, 2005). Hér tvinnast saman fötlun og stétt en algengt er að fatlað fólk í þessum heimshluta búi við erfiðar félagslegar og efnahagslegar aðstæður og hafi þann einan kost að dvelja á stofnunum þar sem aðbúnaður er oft og tíðum bágborinn. Þegar þetta fólk var skilið eftir afhjúpaðist abelismi samfélagsins en ekki var gert ráð fyrir að bjarga þyrfti fötluðu fólki. Sá búnaður og verkferlar sem almennt eru notaðir til björgunarstarfa hentar oft ekki þörfum og aðstæðum fatlaðs fólks. Til að mynda er algengt að þau ökutæki sem notuð eru til björgunarstarfa séu óaðgengileg fötluðu fólki sem notar hjólastóla eða önnur hjálpatæki þar sem slíkum farartækjum er ætlað að ferja marga einstaklinga í einu og í þeim er yfirleitt ekki pláss eða festingar fyrir hjólastóla (Alexander, 2011). Í björgunaraðgerðunum í flóðbylgunni í Suðaustur-Asíu þurfti að skilja hjálpar- tæki eftir og í mörgum tilfellum hreif flóðið þau með sér. Það varð til þess að í kjölfar hamfaranna var margt fatlað fólk án hjálpartækja og illa gekk að útvega því ný. Hér er að verkum samspil þeirrar miklu neyðar sem skapaðist í löndunum sem urðu fyrir flóðbylgjunni og forgangsröðun yfirvalda þar sem hjálpartæki fyrir fatlað fólk voru ekki ofarlega á lista (Center for International Rehabilitation, 2005). Það má velta fyrir sér hvort það að vera án hjálpartækja lengi ekki neyð fólks og geti gert það að verkum að það þurfi að dvelja lengur í neyðarathvarfi eða við óásættanlegar aðstæður eins og að vera til lengri tíma vistað á stofnun gegn vilja sínum. Flest dauðsföll af völdum flóðbylgjunnar urðu í Indónesíu, nánar til tekið í Aceh héraði þar sem um 167 þúsund einstaklingar fórust. Talið er að dánartíðni fatlaðs fólks hafi verið tvöfalt hærri en ófatlaðra þar í landi og þá sérstaklega meðal fatlaðra barna (Center for International Rehabilitation, 2005). Fatlaðir nemendur í Indónesíu hafa takmarkað aðgengi að menntun og flestir almennir skólar neita þeim um skólavist. Almennir grunnskólar eru gjaldfrjálsir en fatlaðir nemendur sækja sérskóla, sekolah luar biasa, sem eru einkareknir og kallast – í beinni þýðingu – óvenjulegir skólar. Áætlað er að innan við 10% of fötluðum börnum hljóti formlega menntun í Indónesíu enda ekki allir sem hafa efni á að sækja einkaskóla. Nemendur sem sækja þessa einkareknu sérskóla greiða skólagjöld en aðbúnaður er mjög misjafn og fer eftir fjárhagslegri stöðu skólanna. Í flestum þessara sérskóla er fjárhagsstaðan slæm og þeir eru starfræktir af litlum efnum í óöruggu húsnæði sem þolir síður nátt- úruvá (Coulson, 2018). Í flóðbylgjunni fórust 145 nemendur í tveimur sérskólum fyrir fötluð börn í Aceh héraði en fötluð börn eru í sérstaklega viðkvæmri stöðu þegar kemur að hamförum (Alexander, 2011; Priestley og Hemingway, 2007). Þau eru líklegri en önnur börn til að búa við fátækt og óviðun- andi aðstæður (Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin og Alþjóðabankinn, 2011).
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Íslenska þjóðfélagið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenska þjóðfélagið
https://timarit.is/publication/1165

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.