Íslenska þjóðfélagið - 23.12.2021, Síða 78

Íslenska þjóðfélagið - 23.12.2021, Síða 78
Fatlað fólk í hamförum 78 .. Samkvæmt upplýsingum frá UNICEF (e.d.) eru um 93 milljónir fatlaðra barna í heiminum og áætlað að um sjö milljónir þeirra upplifi hamfarir árlega (Peek og Stough, 2010). Eins og fram hefur komið fara hamfarirnar sjálfar ekki í manngreinarálit en erfiðar aðstæður fatlaðra barna magnast við hamfarir. Í því samhengi má nefna afleiðingar mikilla þurrka í Kenýa árið 2009. Uppskera brást, nautgripir drápust og milljónir manna þjáðust af hungri. Fólk þurfti að forgangsraða öflun matvæla fyrir fjölskyldur sínar til að halda lífi sem varð til þess að fötluð börn voru í mörgum tilfellum án menntunar og endurhæfingar á meðan ófötluð börn sem þurftu minni stuðning gátu haldið áfram eðlilegra lífi (Alexander, 2011). Þrátt fyrir að hamfarirnar séu ekki ableískar í sjálfu sér þá er ekki hægt að horfa fram hjá því hversu hátt hlutfall fatlaðra barna býr við fátækt eða hættulegar aðstæður líkt og sköpuðust í þurrkunum í Kenýa eða flóðunum í Suðaustur-Asíu. Þau búa í samfélögum þar sem ekki er gert ráð fyrir þeim og eru varnarlausari gagnvart hamförum og afleiðingum þeirra en ófatlað fólk. Fatlaðar konur eru annar hópur sem einnig er í viðkvæmri stöðu í hamförum. Því hefur verið lýst hvernig umönnun barna, heimilisstörf og atvinnuleysi eykst gjarnan meðal kvenna í hamförum auk þess að búast megi við auknu heimilisofbeldi við slíkar aðstæður (Enarson og Fordham, 2001). Rannsóknir hafa sýnt fram á að ofbeldi gegn fötluðum konum og börnum er algengt en oft ekki viðurkennt af hálfu aðstandenda eða þjónustu- og réttarkerfis (Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin og Alþjóðabankinn, 2011; Freyja Haraldsdóttir, 2017). Strax í fyrstu bylgju COVID-19 heimsfaraldurs- ins bárust fréttir um að tilkynningum um heimilisofbeldi hefði fjölgað á milli ára á Íslandi og brugð- ust stjórnvöld við með því að setja fjármagn í átak gegn heimilisofbeldi og ofbeldi gegn börnum. Það er sérstaklega erfitt fyrir fatlaðar konur að flýja ofbeldissambönd því þær geta verið háðari stuðningi maka, aðgengilegu húsnæði og fjárhagslegu öryggi en konur almennt. Fatlaðar konur eða mæður fatlaðra barna sem þurfa að flýja ofbeldissambönd geta fátt snúið sér. Kvennaathvarfið í Reykjavík hefur aldrei verið í aðgengilegu húsnæði og nýopnað athvarf á Akureyri er einnig óaðgengilegt fyrir fólk sem notar hjólastóla (Kvennaathvarf, e.d.). Þar af leiðandi eru engin húsnæðisúrræði sem henta fötluðum konum í ofbeldissamböndum. Engar tölur hafa verið birtar um tíðni ofbeldis meðal fatlaðra kvenna og barna á Íslandi í heimsfaraldrinum en UNICEF (e.d.) hefur varað við aukinni vanrækslu og ofbeldi á fötluðum börnum. Hamfarir á borð við COVID-19 heimsfaraldurinn ýkja flóknar félagslegar aðstæður fatlaðra kvenna og þá um leið barna þeirra. Fatlaðar konur og stúlkur eru einnig í sérstakri áhættu ef þær þurfa að dvelja í flóttamannabúðum eða neyðarskýlum. Eftir flóðin í Suðaustur-Asíu þurftu margar fatlaðar konur og stúlkur að dvelja í neyðarskýlum eða búðum og áttu í engin önnur hús að vernda. Talsvert var um kynferðislegt áreiti og ofbeldi í þessum búðum sem konurnar þögðu oft og tíðum yfir af hræðslu við stimplun (e. stigma- tization) og útskúfun. Þrátt fyrir að starfsfólk þessara búða vissi margt hvert af nauðgunum og of- beldi var almennt horft fram hjá því þar sem margar þolenda þekktu gerendur sína og voru jafnvel tengdar þeim fjölskylduböndum (Oxfam International 2005; Fisher, 2010). Aukið heimilisofbeldi í kjölfar hamfara er þekkt (Alþjóðasamband félaga Rauða krossins og Rauða hálfmánans, 2007 ) en þegar það snýr að fötluðum konum má sjá hvernig fötlun, kyngervi og stétt tvinnast saman og hefur áhrif hvað á annað. Fatlað fólk er líklegra til að upplifa fátækt heldur en ófatlað fólk og mun líklegra til að upplifa ofbeldi (Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin og Alþjóðabankinn, 2011). Þá eru fatlaðar konur og stúlkur útsettar fyrir fjölþættri mismunun og mun líklegri til að upplifa fátækt og ofbeldi heldur en ófatlað fólk og fatlaðir karlar (Sameinuðu þjóðirnar, e.d.). Félagspólitískir þættir hafa mikil áhrif á hvernig náttúruhamfarir og eftirmálar þeirra leika okkur, hvort sem er til hins betra eða verra, og ljóst er að umhverfið, bæði náttúran og manngerða um- hverfið, eykur yfirleitt afleiðingar hamfara á þennan hóp. Samspil náttúru og manna Hryðjuverk teljast til hamfara sem verða af mannavöldum. Í kjölfar árásanna á Tvíburaturnana í New York árið 2001 var hönnun turnanna gagnrýnd. Neyðarútgangar voru þröngir, gerðu slökkvi-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Íslenska þjóðfélagið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenska þjóðfélagið
https://timarit.is/publication/1165

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.