Íslenska þjóðfélagið - 23.12.2021, Page 79

Íslenska þjóðfélagið - 23.12.2021, Page 79
Kristín Björnsdóttir og Ásta Jóhannsdóttir 79 .. liðsmönnum erfitt fyrir og hindruðu hundruð manna í að komast út úr brennandi byggingunum sem að lokum hrundu til jarðar (Wisner, 2002). Þetta var reyndar ekki fyrsta tilraunin til að eyðileggja turnana því reynt var að sprengja þá árið 1993. Sex manns létust og um 1000 slösuðust og í kjöl- farið voru settir sérstakir björgunarstólar á hverja hæð sem áttu að auðvelda björgun fatlaðs fólks og slasaðra ef upp kæmi eldur í byggingunum. Það sem vekur hins vegar athygli er að í árásinni 2001 voru þessir stólar ekki notaðir, hvorki af starfsfólki né björgunaraðilum þar sem enginn virtist upp- lýstur um að þeir væru til. Talið er að tæplega 3000 manns hafi látið lífið í árásunum og var hlutfall fatlaðs fólks hátt en ekki mikið um það fjallað í fjölmiðlum. Því hefur verið haldið fram að fötluð fórnarlömb árásanna hafi fallið í gleymsku eða umræða um þau verið þögguð (The Center for Indep- endence of the Disabled in New York, 2004). Hryðjuverkasamtökin sem stóðu fyrir árásinni voru ekki að reyna að ná sérstaklega til fatlaðs fólks og samstarfsfólkið skildi það ekki eftir af ásetningi. Það var húsnæðið og aðstæðurnar sem sköpuðust við árásina sem urðu til þess að fatlað fólk átti erfiðara með að komast út úr byggingunum en aðrir. Það má færa rök fyrir því að arkitektúr og borgarskipulag Manhattan séu ableísk en þar hafði eftirspurn eftir húsnæði í viðskiptahverfi New York mikil áhrif. Fyrirtæki og fjármálastofnanir vilja vera nálægt hvert öðru á sama svæðinu. Til að mæta eftirspurninni eru byggingarnar háar og þröngar en slíkt umhverfi þolir illa hryðjuverk, jarð- skjálfta eða stórbruna. Fullnægjandi og öruggt húsnæði fyrir alla er ellefta heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna (Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi, 2018). Miðað við mörg önnur ríki heims búa Íslendingar við öryggi þegar kemur að húsbyggingum sem að einhverju leyti skýrir af hverju jarðskjálftar hafa ekki valdið meiri mannskaða og eyðileggingu hér á landi en raun ber vitni. Í íslenskri byggingarreglugerð frá árinu 2012 er sérstaklega kveðið á um aðgengi fyrir alla þar sem sjónarmið algildrar hönnunar séu höfð að leiðarljósi við hönnun bygginga og umhverfis þeirra (Byggingareglugerð nr. 112/2012). Markmið algildrar hönnunar er að allir geti nýtt sér vöruna eða þjónustuna sem í boði er (Centre for Excellence in Universal Design, e.d.). Gott dæmi um algilda hönnun eru stillanlegir skrifborðsstólar. Ólíkt fólk getur keypt sama stólinn og stillt svo hæð, setu og arma til að laga að líkamsbyggingu sinni og þörfum. Algild hönnun krefst þess að húsnæði sé byggt með breiðari hurðum og göngum í þeim tilgangi að allir geti auðveldlega komist á milli herbergja og inn og út úr byggingunni. Algild hönnun eykur þar af leiðandi öryggi allra þegar kemur að rýmingu húsnæðis og auðveldar til að mynda björgunarfólki að athafna sig. Það er ekki eingöngu aukið öryggi fyrir fatlað fólk heldur alla sem gætu þurft aðstoð við að yfirgefa byggingar á hættustund. Þrátt fyrir að byggingarreglugerðinni sé ætlað að stemma stigu við ableisma í arkitektúr og skipulagi þá veitir Mannvirkjastofnun heimild til að víkja frá kröfu um algilda hönnun í atvinnuhúsnæði með þeim rökum að þar geti farið fram starfsemi sem er þess eðlis að hún „hentar augljóslega ekki fötluðum“ (Mannvirkjastofnun, 2018). Það vekur þá spurningu hvers konar atvinnustarfsemi hentar augljóslega ekki fötluðu fólki. Þessi undanþága endurspeglar þau ableísku viðhorf að fatlað fólk sé ekki fullgildir þátttakendur í sam- félaginu. Yfirleitt er greinarmunur gerður á hamförum af náttúru- og mannavöldum en þrátt fyrir það veldur samspil náttúru og manna oft á tíðum mestu tjóni. Árið 2011 varð stór jarðskjálfti í Japan. Hann kom af stað flóðbylgju sem skall á eyjunni Honshu og olli mikilli eyðileggingu. Á eyjunni var kjarnorkuver sem skemmdist í flóðbylgjunni og tugir þúsunda manna létu lífið vegna kjarnorku- geislunar. Eins og í þeim hamförum sem lýst hefur verið hér að ofan var hlutfall fatlaðs fólks hátt meðal þeirra sem létu lífið. Samtök fatlaðs fólks í Japan hafa haldið því fram að þetta háa hlutfall hafi fyrst og fremst verið af mannavöldum þar sem aðbúnaður fatlaðs fólks á svæðinu hafi verið slæmur, stuðningur ekki viðeigandi og ekki hafi verið gert ráð fyrir fötluðu fólki í neyðarviðbrögðum yfir- valda (Fujii, e.d.). Aðstæðurnar sem fatlað fólk bjó við á Honshu eru lýsandi dæmi um hvernig staða fólks í samfélaginu getur haft áhrif á hversu alvarlegar afleiðingar hamfara verða. Auk þess virðist vera alþjóðleg tilhneiging til að gera ekki ráð fyrir fötluðu fólki í viðbragðsáætlunum og neyðarvið- brögðum.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Íslenska þjóðfélagið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenska þjóðfélagið
https://timarit.is/publication/1165

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.