Íslenska þjóðfélagið - 23.12.2021, Síða 88

Íslenska þjóðfélagið - 23.12.2021, Síða 88
„Þú veist ekki hvaða húsnæði þú ferð í næst“ 88 .. dic housing market, and the position of renters is often precarious in many respects. Keywords: Rental market – Precarity – Tenants – Home – Prejudice Þessi grein er skrifuð sem hluti af rannsóknarverkefninu Mobility and Transnational Iceland sem var styrkt af Rannsóknarsjóð Íslands (Rannís, verknúmer 207062­051) og Nýsköpunarsjóð námsmanna. Höfundar þakka ritrýnum og ritstjórn Íslenska þjóðfélagsins fyrir afar gagnlegar ábendingar við vinnslu þessarar greinar. Einnig er viðmælendum og öðrum sem tóku þátt þakkað fyrir sitt framlag til verkefnisins. Inngangur Tengsl húsnæðis og almenns efnahagslegs og félagslegs öryggis urðu miðlæg í Evrópu í kjölfar efnahagskreppunnar 2008, þegar fjöldi einstaklinga missti húsnæði sitt vegna skuldsetningar og gengisbreytinga (Kennett o.fl. 2013). Kostnaður við bæði leigu og kaup á húsnæði hefur í auknum mæli orðið íþyngjandi fyrir einstaklinga (Anacker 2019; Preece o.fl. 2020) eins og endurspeglast í umræðum fræðifólks um heimilismissi sem vaxandi vandamál víða í Evrópu og Bandaríkjunum (Davey 2019; Wilde 2020). Þessi grein fjallar um leigumarkaðinn á Íslandi. Rannsóknarspurning okkar er: Hver er upplifun einstaklinga af íslenskum leigumarkaði og telur fólk sig búa við öruggar aðstæður sem leigjendur á Íslandi? Í takt við erlendar rannsóknaniðurstöður skoðum við sérstaklega hvernig öryggi eða óöryggi birtist í frásögnum viðmælenda okkar og drögum ályktanir um hvort og þá hvernig leigumarkaður­ inn stuðlar að tvísýnni stöðu viðkomandi. Við leggjum áherslu á hugtakið tvísýnleiki (e. precarity) til þess að draga fram hvernig stefnumótun á leigumarkaði síðastliðna áratugi skapar aðstæður fyrir leigjendur sem einkennast af öryggi eða óöryggi. Nokkuð vandasamt er að þýða hugtakið precarity á íslensku, sem hefur verið þýtt í tengslum við vinnumarkaðinn sem „hark“ og precarious work sem „harkvinna“ (Unnur Dís Skaptadóttir og Anna Wojtynska 2019), en precariousness í öðru samhengi sem „viðkvæmni“ (Nanna Hlín Halldórsdóttir 2013). Í orðabókum má jafnframt sjá tengingu hug­ taksins við hugtök eins og „ótryggur“, „óvissa“, „hverfull“ og „tvísýnn“. Þessi hugtök hafa þó mun víðtækari merkingu og til að aðgreina hugtakið kenningalega, og vegna vöntunar á heppilegra hug­ taki, þýðum við það hér sem „tvísýnleiki“, sem dregur fram að einstaklingar búa við tvísýnt ástand. Rannsóknir sýna fram á aukna streitu í íslensku samfélagi síðastliðna áratugi, sem getur til að mynda valdið margvíslegu heilsutjóni og stuðlað að örorku (Andrea Hjálmsdóttir og Marta Einarsdóttir 2019), auk þess sem finna má vísbendingar um aukinn stéttamun og efnahagslega misskiptingu (Guðmundur Oddsson 2016, 465; 2021). Kannanir sýna að þeir sem eru á leigumarkaði vilja í lang­ flestum tilfellum búa í eigin húsnæði (Íbúðalánasjóður 2018a, 8) og niðurstöður okkar endurspegla að margir leigjendur búa við margs konar streitu sökum húsnæðisaðstæðna. Íslensk húsnæðisstefna miðar fyrst og fremst að því að sem flestir eigi húsnæðið sem þeir búa í (Sigurður Guðmundsson 2018, 8–10; Una Jónsdóttir 2015, 3). Líta má á nýleg lög um hlutdeildarlán sem dæmi um slíka stefnu, sem miðar að því að auka tækifæri efnalítils fólks til að kaupa sitt eigið húsnæði í stað þess að leigja (Lög um breytingu á lögum um húsnæðismál, nr. 44/1998). Fræðifólk hefur þó bent á að ekki sé sjálfgefið að fólk vilji eiga eigið húsnæði frekar en leigja (Ólafur Margeirs­ son 2018), og að horfa beri til þess hvernig væntingar fólks til húsnæðis verða til í samfélagslegu sam­ hengi (Preece o.fl. 2020). Í þessari grein leggjum við áherslu á aukin tvísýnleika, sem margir upplifa á leigumarkaði, sem einn þátt í því að gera eign á eigin húsnæði ákjósanlega og eftirsóknarverða. Eins og sjá má í sögulegu yfirliti hefur séreignastefna verið leiðandi stef hér á landi (Jón Rúnar Sveinsson 2005, 2010), sem útskýrir að hluta af hverju leigumarkaður er minni hérlendis en erlendis. Hugtakið tvísýnleiki má sjá í auknum mæli í skrifum fræðifólks síðastliðin 20 ár, svo sem í gagn­
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Íslenska þjóðfélagið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenska þjóðfélagið
https://timarit.is/publication/1165

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.