Íslenska þjóðfélagið - 23.12.2021, Síða 89

Íslenska þjóðfélagið - 23.12.2021, Síða 89
Már Wolfgang Mixa, Kristín Loftsdóttir og Anna Lísa Rúnarsdóttir 89 .. rýnum skrifum um nýfrjálshyggju og vinnumarkað, þrátt fyrir að það eigi sér eldri rætur, m.a. í hug­ myndum Pierre Bourdieau (Deshingkar 2019; Paret og Gleeson 2016). Hugtakið hefur einnig verið notað á síðustu árum til að vísa til viðkvæmrar stöðu einstaklinga á leigumarkaði (t.d. Davey 2019). Í sumum tilfellum er talað um hugtakið í tengslum við tilkomu sérstakrar stéttar, harkarastéttar, sem er þýðing á precariat (samsett úr precarity og proletariat) (Standing 2014, 969; Unnur Dís Skapta­ dóttir og Anna Wojtynska 2019, 17). Guy Standing (2014) notar hugtakið „harkarastétt“ yfir þá sem hafa lítil réttindi og veika samningstöðu, meðal annars vegna þess að það hefur ekki borgararéttindi í þeim löndum sem það vinnur í. Á meðan sumir hafa fyrst og fremst tengt hugtakið tvísýnleiki við nýfrjálshyggju síðustu áratuga, hefur annað fræðifólk lagt áherslu á gagnsemi hugtaksins til að undirstrika að viðkvæm staða einstaklinga verður til innan samfélaga og hnattrænna kerfa burtséð frá sögulegu tímabili (Deshingkar 2019; Paret og Gleeson 2016). Paret og Gleeson (2016) segja hug­ takið gagnlegt til að draga athygli að samtvinnun heildar­ (e. macro) og eindarþátta (e. micro), og til að skilja óörugga stöðu í víðu sögulegu og staðbundnu samhengi (bls. 277). Precarity er þannig ekki bundið við ákveðna tegund einstaklinga eða samfélaga, heldur hefur með það að gera að vera manneskja, þar sem formgerðir samfélagsins og sögulegar aðstæður gera stöðu sumra einstaklinga viðkvæmari en annarra (Deshingkar 2019). Við lítum á leigumarkað síðustu ár sem einn áhrifaþátt í almennu óöryggi ákveðins hóps einstaklinga sem búa á Íslandi. Rétt eins og Paret og Gleeson (2016) leggja áherslu á varðandi hugtakið tvísýnleika, hefur erlent fræðifólk dregið athygli að því að húsnæði þurfi að skoða út frá bæði heildar­ (e. macro) og eindar­ þáttum (e. micro) (Hann 1998). Í öllum samfélögum hafa réttindi einstaklinga til eignar á húsnæði og á leigumarkaði að gera með lagalegt umhverfi og ákvarðanir stjórnvalda sem líta má á sem hluta af heildarsamhenginu (Bridgman 2018, 39; Hann 1998, 2). Þetta umhverfi mótar einnig samskipti aðila á húsnæðismarkaði; t.d. leigjenda og eigenda húsnæðis og leigufélaga við viðskiptavini sína (Bridg­ man 2018). Alþjóðlega hefur verið talað um „fjármálavæðingu húsnæðis“ (e. housing financializa- tion) sem opið hugtak til að ná utan um hvernig húsnæði er í hugmyndafræði nýfrjálshyggju hluti af lánastarfsemi og fjárfestingum fjármálastofnana (Wijburg 2020). Ákvarðanir og stefnumótun hvað varðar efnahagsmál almennt geta því skapað aukinn tvísýnleika fyrir þá sem eru á leigumarkaði. Markmið ákveðinnar stefnumótunar þarf þó ekki að vera að skapa viðkvæmar aðstæður, enda hafa mannfræðingar bent á að stefnumótun hefur oft haft þversagnakennd áhrif, sum ófyrirséð (Shore og Wright 2011). Líta má á raddir og upplifun leigjenda sem hluta af eindarþáttum, en þrátt fyrir að töluvert sé til af könnunum og megindlegum greiningum er lítið til um upplifun leigjenda af stefnu­ mörkun stjórnvalda. Greining okkar byggir aðallega á eigindlegum gögnum. Eigindlegar aðferðir kalla fram sjónar­ horn og reynslu einstaklinga (Strauss og Corbin 1998) og eru einkar heppilegar til að fá dýpri skiln­ ing á hvernig stefnumótun og ytri aðstæður móta líf einstaklinga. Benda má á að viðmælendur rannsóknarinnar eru fjölbreyttur hópur og er annars vegar um að ræða „innfædda“ Íslendinga og hins vegar einstaklinga sem fæddust og ólust upp erlendis en búa nú á Íslandi. Þessi áhersla rann­ sóknarinnar undirstrikar að íslenskur vinnumarkaður og íslenskt samfélag hefur nú um töluverða hríð einkennst af blöndu innlends og erlends starfsfólks, sem er oft á leigumarkaði, en innflytjendur eru í miklu meiri mæli á leigumarkaðinum samanborið við innlenda aðila (Hagstofa Íslands e.d.­a) og húsnæðisstaða þeirra er almennt viðkvæmari en hjá innlendum aðilum (Guðbjörg Ottósdóttir 2019; Unnur Dís Skaptadóttir og Kristín Loftsdóttir 2019, 41–44). Samkvæmt tölum Hagstofunnar frá árinu 2016 er hlutfall innflytjendakvenna á leigumarkaðinum tæplega tvöfalt hlutfall innlendra kvenna og samsvarandi hlutfall karla er næstum því þrefalt hærra. Þetta er í takt við umræðu um tvísýnleika í tengslum við innflytjendur þar sem bent hefur verið á að staða þeirra sem innflytjendur getur aukið á tvísýnleika þeirra (Paret og Gleeson 2016, 281). Við drögum þó hér ekki sérstaklega fram viðkvæma stöðu ólíkra hópa af erlendum uppruna, heldur beinum fyrst og fremst athygli að þessum hópi sem hluta af íslenskum leigumarkaði. Í fyrsta hluta greinarinnar gerum við ítarlegri grein fyrir áherslum fræðifólks á húsnæðismál sem og einkennum íslensks leigumarkaðar. Þar verður horft til helstu atriða er skýra sögulega húsnæðis­
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Íslenska þjóðfélagið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenska þjóðfélagið
https://timarit.is/publication/1165

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.