Íslenska þjóðfélagið - 23.12.2021, Blaðsíða 92

Íslenska þjóðfélagið - 23.12.2021, Blaðsíða 92
„Þú veist ekki hvaða húsnæði þú ferð í næst“ 92 .. Hagstofunnar frá 2016 (2018) er stærsti hópur fólks á leigumarkaði einstæðir foreldrar, en rétt rúm­ lega helmingur þeirra býr í leiguhúsnæði, og einstaklingsheimili mynduðu næststærsta hópinn með rúm 40% þeirra á leigumarkaði. Hlutfall heimila á leigumarkaði hækkaði úr 17% árið 2007 í 28% árið 2012, og var mesta aukningin meðal fólks á aldrinum 25–34 ára, lágtekjufólks og einstæðra foreldra (Félagsmálaráðuneytið 2015). Samkvæmt nýjustu tölum Hagstofunnar (Hagstofa Íslands 2018) og Húsnæðis­ og mannvirkjastofnunar (Húsnæðis­ og mannvirkjastofnun 2020a) hefur hlut­ fallið haldist svipað. Hér má því telja að hátt hlutfall þessara hópa í leiguhúsnæði endurspegli að þeir hafa tvísýna stöðu í íslensku samfélagi, sem verður svo enn erfiðari vegna þess að þeir eru á leigu­ markaði. Ein skýring er að húsnæðisverð hefur hækkað umfram launavísitölu, meðal annars vegna áhrifa af Airbnb leigu (Már Wolfgang Mixa og Kristín Loftsdóttir 2021). Hlutfall einstaklinga á leigumarkaði hefur, samkvæmt flestum gögnum, verið töluvert lægra á Íslandi samanborið við Evrópu og Bandaríkin. Í Evrópu var hlutfall fólks á leigumarkaði árin fyrir efnahagskreppuna 2008 í kringum 27%. Það hlutfall hækkaði eftir kreppu upp í 30% og hefur haldist svipað síðan (Eurostat e.d.). Þessi þróun á hlutfalli heimila á leigumarkaðinum er svipuð og í Banda­ ríkjunum á sama tímabili (U.S. Census Bureau 2020), þar sem jaðarhópar hafi neyðst í auknum mæli út á leigumarkaðinn (Fry og Brown 2016). Hlutfall fólks í Bandaríkjunum á leigumarkaði hækkaði úr 31,2% árið 2006 í 36,6% árið 2016, sem var hæsta hlutfallið í 50 ár (Cilluffo o.fl. 2017). Tvísýni­ leiki margra þar í landi á leigumarkaði er töluverður. Fram kom í skoðanakönnun sem gerð var í mars 2021 að 14% leigjenda voru orðin of sein að greiða leigu og tæplega helmingur taldi það afar líklegt eða hugsanlegt að honum yrði vísað úr húsnæði sínu (HUD USER e.d.). Nýlegar tölur á Íslandi gefa til kynna að um það bil 2/3 leiguíbúða séu á almennum leigumarkaði en afgangurinn er að mestu leyti félagslegt húsnæði (30%) og svo íbúðir fyrir eldri borgara (4%) (Heimavellir 2018, 22). Þetta hlutfall var lægra árið 2016, en þá voru 57% leiguíbúða á almennum leigumarkaði (Húsnæðisáætlun Reykjavíkurborgar 2017, 18, 128), og hlutfall félagslegs húsnæðis því lægra. Þó leigja innan við 20% leigjenda hjá einkareknum leigufélögum (Íbúðalánasjóður 2018b, 4). Þetta háa hlutfall leiguíbúða á almennum markaði þýðir að á Íslandi er leigumarkaðurinn fyrst og fremst hagnaðardrifinn og færist enn frekar í þá áttina. Lítil hlutfallsleg aukning félagslegs húsnæðis á almennum leigumarkaði er í ósamræmi við opin­ bera stefnu síðustu áratugi (samkvæmt tölum að ofan er hún hlutfallslega að minnka). Í kjölfar hrunsins 2008 lagði starfshópur á vegum Reykjavíkurborgar áherslu á uppbyggingu leiguíbúða og búsetuíbúða sem stuðla að húsnæðisframboði í samræmi við þarfir (Reykjavíkurborg 2011, 2), með sérstaka áherslu á að tryggja húsnæði á vegum húsnæðissamvinnufélaga og félagasamtaka fyrir ungt og tekjulágt fólk á viðráðanlegum kjörum (Reykjavíkurborg 2011, 4). Vorið 2015 kynnti þá­ verandi ríkisstjórn áætlanir um fjölgun félagslegra íbúða til að styðja við leigumarkaðinn (Mbl.is 2015). Fjölgun íbúa á Íslandi frá miðbiki árs 2012 til miðbiks árs 2017 var 7,4% (Hagstofa Íslands e.d.­b) en fjölgun leiguíbúða sveitarfélaga jókst um aðeins 5,1% á sama tímabili. Reykjavíkurborg jók fjöldann um 13,6% á tímabilinu, en fjölgun íbúða á landinu átti sér nær eingöngu stað þar og í Kraganum á tímabilinu (Varasjóður húsnæðismála 2017, 7–8). Samkvæmt óbirtri skýrslu Varasjóðs húsnæðismála stóð fjöldi leiguíbúða í stað árin 2017–2018 ef almennar leiguíbúðir eru undanskildar. Með aukinni eftirspurn eftir leiguhúsnæði síðastliðin ár hafa einkafyrirtæki byggst upp í kringum rekstur leiguhúsnæðis í ríkari mæli en áður (Snorri Páll Gunnarsson 2017). Þrátt fyrir að margir virðist telja að leigufélög hafi keyrt upp leiguverð leigja töluvert færri í gegnum slík félög en fólk almennt telur (Anna Birna Ívarsdóttir og Jóhanna Andrea Hjartardóttir 2019, 47–48). Töluvert af leiguhúsnæði er þó í eigu einstaklinga. Markmið og fyrirkomulag þess eru fjölþætt, t.d. tímabundið á meðan beðið er eftir sölu á húsnæðinu, eða útleiga á hluta af eigin húsnæði eða húsnæði sem við­ komandi hefur fjárfest í gagngert til að hafa af því tekjur. Eftir mikla fjölgun heimila á leigumarkaði í kjölfar hrunsins 2008 væri eðlilegt að áætla að í skjóli mikils efnahagsvaxtar kæmust heimili aftur af leigumarkaði, en hlutfallið hefur, aftur á móti, lítið breyst síðastliðinn áratug.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Íslenska þjóðfélagið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenska þjóðfélagið
https://timarit.is/publication/1165

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.