Íslenska þjóðfélagið - 23.12.2021, Side 93

Íslenska þjóðfélagið - 23.12.2021, Side 93
Már Wolfgang Mixa, Kristín Loftsdóttir og Anna Lísa Rúnarsdóttir 93 .. Aðferðir Til þess að skilja upplifun leigjenda af íslenskum leigumarkaði og öryggi var í rannsókninni stuðst við eigindlegar og megindlegar aðferðir. Tekin voru viðtöl við 26 einstaklinga á aldrinum 24–70 ára sem búsettir voru á höfuðborgarsvæðinu (fyrir utan einn viðmælanda á Norðurlandi), 12 konur og 14 karla. Sérstaklega voru tveir hópar skoðaðir til að fá breiðari yfirsýn: Íslendingar (sem margir áttu húsnæði áður en þeir fóru á leigumarkaðinn) og fólk af erlendum uppruna/innflytjendur á leigumark­ aði. Hóp Íslendinganna fylltu sjö konur og fjórir karlar á aldrinum 24–70 ára (miðgildi 44 ára), en í hópi fólksins af erlendum uppruna voru fimm konur og 10 karlar á aldrinum 26–49 ára (miðgildi 35 ára). Hér skilgreinum við einstakling af erlendum uppruna sem einstakling sem er fæddur erlendis og flutti til Íslands á fullorðinsárum. Einstaklingar af erlendum uppruna geta haft íslenskt ríkisfang eða ekki (og því einnig verið Íslendingar) en það sem skiptir meginmáli við að aðgreina hópinn með þessum hætti er ólíkt aðgengi að tengslaneti á Íslandi og möguleg reynsla af íslenskum húsnæðis­ markaði. Einnig var rætt við tvo starfsmenn hjálparsamtaka sem starfa í þágu viðkvæmra hópa. Meðallengd viðtalanna var tæpar 35 mínútur. Viðtölin fóru fram á íslensku eða ensku, eftir því hvort hentaði viðmælendum. Tungumálakunnátta takmarkaði þátttöku í rannsókninni, þar sem ekki voru tekin viðtöl við þá sem hvorki tala íslensku né ensku. Hluti viðtalanna fór fram í gegnum netið eftir að kórónuveirufaraldur breiddist út árið 2020. Stuðst var við spurningaramma sem tók á nokkrum þemum, en hér höfum við valið úr þemu sem tengjast upplifun einstaklinga af íslenska húsnæðismarkaðnum. Viðtölin voru afrituð og viðmælendur auðkenndir með dulnefni. Viðtölin voru greind með aðstoð ATLAS.ti, forrits fyrir eigindlega gagnagreiningu sem styður m.a. við kóðun viðtala og úrvinnslu (Paulus og Lester 2016). Viðtalsramminn var endurskoðaður í ljósi þeirra upplýsinga sem fram komu við rannsóknina. Einnig var unnið út frá fyrirliggjandi megindlegum gögnum um íslenska leigumarkaðinn. Viðmælendur af erlendum uppruna voru frá Palestínu, Póllandi, Rúmeníu, Serbíu, Tékklandi og Þýskalandi og höfðu dvalið á Íslandi á bilinu 1–13 ár (meðaltal 6, miðgildi 8). Meðal þeirra sem eru af erlendum uppruna voru níu einhleypir, þrír í sambúð með maka og þrír með maka og barni/ börnum. Rúmlega helmingur Íslendinganna sem tóku þátt í rannsókninni var einhleypur, en hinir voru fjölskyldufólk, í sambúð með maka eða áttu barn/börn sem bjuggu á heimilinu. Flestir viðmæl­ enda voru í vinnu og aðeins þrír voru atvinnulausir, þó örfáir hafi greint frá því að hafa áður verið atvinnulausir á tímabili. Þrír viðmælenda voru námsmenn og einn á eftirlaunum. Þrátt fyrir að meiri­ hluti viðmælenda væri einhleypur bjuggu eingöngu fjórir þeirra einir. Hinir deildu allir húsnæði að einhverju leyti með öðrum leigjendum. Ástæður fyrir því að vera á leigumarkaði Flestir viðmælendur vildu frekar búa í eigin húsnæði en leigja en höfðu af ýmsum ástæðum ekki getað keypt húsnæði. Einhverjir stefndu markvisst að því og söfnuðu fyrir útborgun. Ekki höfðu allir svigrúm til þess, sem endurspeglar margþættan tvísýnleika, þar sem úrræði í húsnæðismálum verða m.a. færri vegna hjúskaparstöðu og atvinnu. Ragnhildur, einstæð móðir í verkamannavinnu, sagði: „Ég frekar bara hugsa um að veita börnunum mínum fæði og klæði skilurðu, [...] það var aldrei svig­ rúm til að leggja til hliðar.“ Meirihluti viðmælenda gat lagt hluta launa sinna til hliðar í sparnað, þó það væri ekki í öllum tilfellum ætlað fyrir íbúð. Alls gátu 17 viðmælendur safnað sparifé, þar af níu af erlendum uppruna. Níu gátu ekki lagt neitt í sparnað, þar af fjórir af erlendum uppruna. Telja má að fyrir suma viðmælendur sé mjög erfitt að safna fyrir fyrstu útborgun á íbúð. Sumir viðmælendur höfðu þannig áhyggjur af því að standast ekki greiðslumat, þó svo að þeir teldu sig sjálfa færa um að standa í skilum með afborganir. Einhverjir bentu á að mánaðarlegar greiðslur af húsnæðisláni væru líklega töluvert lægri en leigugreiðslur sem þeir borguðu nú þegar. Gréta, 42 ára íslensk kona, sagði: „Ég get alveg staðið undir öllu … það er bara útborgunin sem mér finnst svo
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Íslenska þjóðfélagið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenska þjóðfélagið
https://timarit.is/publication/1165

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.