Íslenska þjóðfélagið - 23.12.2021, Síða 94

Íslenska þjóðfélagið - 23.12.2021, Síða 94
„Þú veist ekki hvaða húsnæði þú ferð í næst“ 94 .. blóðug, og [á mínum launum] nær maður ekki að leggja mikið fyrir.“ Þá voru dæmi um fólk sem upplifði að það ætti hvorki möguleika á láni né annarri aðstoð. Janina, 37 ára pólsk kona sem hefur verið búsett á Íslandi í yfir áratug, benti á þá klemmu sem hún væri í: „Við erum tvær manneskjur með tvö börn, svo ég get sagt að ég er of efnuð til að fá aðstoð frá stjórnvöldum en of fátæk til að taka lán, og það er ekki mögulegt vegna þess hversu há leigan er fyrir íbúðinni til að leggja til hliðar í sparnað. Þannig að ég er föst í leiguíbúð.“ Meðal þeirra Íslendinga sem tóku þátt í rannsókninni voru einstaklingar sem höfðu átt fasteign áður en höfðu annað hvort misst hana eða tekið ákvörðun um að selja í kjölfar efnahagshrunsins árið 2008. Hjá flestum þeim sem komnir voru yfir 35 ára aldur var þetta því almennt ekki val né að­ stæður sem fólk kaus, heldur taldi það sig ekki hafa um annað að velja. Könnun frá árinu 2018 sýnir að 64% aðspurðra voru leigjendur af nauðsyn og var sú prósenta í hærri kantinum miðað við fyrri kannanir. Einungis 8% leigjenda vildu vera á leigumarkaði, sem var lægsta hlutfallið af þeim fjórum könnunum sem Íbúðalánasjóður hafði framkvæmt. Þá voru 27% leigjendur tímabundið. Þetta hlut­ fall hefur haldist nokkuð stöðugt (Íbúðalánasjóður 2018b, 8). Þegar viðmælendur voru spurðir hvort þeir kysu að eiga húsnæði frekar en leigja, ef öryggið væri hið sama, sögðust flestir viðmælenda frekar vilja eiga. Þó vildi um þriðjungur frekar vera á leigumarkaði á þessum tíma í lífi sínu. Þessir einstaklingar áttu það sameiginlegt að vera barnlausir og voru margir í yngri kanti viðmælenda, flestir af erlendum uppruna. Þeir töldu að það byði upp á ákveðinn sveigjanleika og frelsi, þó öryggið væri ekki hið sama. Hér þarf að taka tillit til ólíkra aðstæðna fólks, en einnig hvernig ólík viðhorf til leigumarkaðar geta mótast í upprunalandi í takt við ábendingu Preece o.fl. (2020) um að hugmyndir um æskilegt húsnæðisfyrirkomulag mótist af samfélagslegum þáttum. Flestir erlendu viðmælendurnir komu til Íslands í atvinnuleit og við komu höfðu fæstir þeirra áform um að setjast hér að til frambúðar. Óvissa um framtíðarbúsetu hérlendis sem áhrifaþáttur í vali tengdu húsnæði er í takt við niðurstöður annarra rannsókna (Wojtynska 2012). Meðal þeirra sem höfðu flust til Íslands vegna vinnu voru nokkrir sem áttu fasteign í heimalandi sínu, sem gera má ráð fyrir að hafi aukið öryggi þeirra eitthvað á Íslandi, alla vega hvað varðar tekju­ möguleika. Kona frá Serbíu leigði út íbúðina sína, en tveir pólskir karlmenn sögðust eiga íbúðir sem væru eða hefðu ekki verið lengi í notkun. Annar þeirra sagðist leigja íbúð sína til vinar, en á lágu verði. Í leit að húsnæði – tengslanet Samkvæmt könnun Íbúðalánasjóðs árið 2018 fannst 45% leigjenda erfitt að verða sér úti um hús­ næði, sem var þó heldur lægra hlutfall en árið 2015 þegar 55% þeirra töldu það erfitt. Flestir, eða tæplega fjórðungur, fundu húsnæði í gegnum vini og kunningja og um 14% í gegnum ættingja (Íbúða lánasjóður 2018b, 5), eða samtals tæplega 40% í gegnum persónuleg sambönd, sem sýnir hversu mikilvægt tengslanet er leigjendum. Flestir viðmælenda okkar töldu það erfitt að finna hús­ næði. Eins og Adam, pólskur maður í Reykjavík, orðaði það: „Það er brjálæðislega erfitt hér á Ís­ landi.“ Þá skipti einnig máli að bregðast hratt við. Arndís, íslensk kona búsett í Garðabæ, sagði: „Það var svolítið erfitt sko. [...] maður þurfti bara að vera fljótur að, að sem sagt ná. Af því að það var bara tugir um hverja íbúð.“ Fleiri viðmælendur tóku í sama streng og var eftirspurnin klárlega meiri en framboðið. Ein kona bjó í fimm mánuði hjá vinkonu sinni vegna þess hversu langan tíma það tók að finna íbúð. Samkeppni um íbúðir er misjöfn og ekki hafa allir sömu möguleika á að verða fyrir valinu sem leigjendur. Erlendar rannsóknir erlendis sýna að fólk í húsnæðisleit upplifir margvíslega fordóma (Ahmed o.fl. 2010; Andersson o.fl. 2012; Baldini og Federici 2011) og hér á Íslandi hefur að sama skapi verið sýnt fram á fordóma gagnvart fólki af erlendum uppruna sem blandast kynþáttafordóm­ um (Kristín Loftsdóttir 2011). Rannsókn Guðbjargar Ottósdóttur (2019) fyrir Rauða kross Íslands sýndi að konur af erlendum uppruna voru sérlega berskjaldaðar fyrir mismunun á leigumarkaði.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Íslenska þjóðfélagið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenska þjóðfélagið
https://timarit.is/publication/1165

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.