Íslenska þjóðfélagið - 23.12.2021, Side 97

Íslenska þjóðfélagið - 23.12.2021, Side 97
Már Wolfgang Mixa, Kristín Loftsdóttir og Anna Lísa Rúnarsdóttir 97 .. 86% svarenda meðal fólks á leigumarkaði töldu óhagstætt að leigja íbúðarhúsnæði á Íslandi (Hús­ næðis­ og mannvirkjastofnun, 2020b, 7). Allir Íslendingarnir í rannsókninni okkar töldu leiguverð of hátt, jafnvel „fáránlega hátt,“ og greindu nokkrir þeirra frá því að hafa stundum átt erfitt með að standa skil á leigugreiðslum. Hluti erlendu viðmælendanna deildi þessu viðhorfi. Tæplega helmingur þeirra, eða sjö viðmælendur, lét þó í ljós þá skoðun sína að þó að verðið væri vissulega hátt, saman­ borið við leiguverð í heimalandi þeirra, teldu þeir leigu hér ekki of háa, með hliðsjón af þeim tekjum sem væru í boði. Hér var þó eingöngu um að ræða barnlausa karlmenn í vinnu sem allir leigðu í húsnæði sem þeir deildu að einhverju leyti með öðrum. Ljóst er að hærra leiguverð gerir erfiðara að spara fyrir fyrstu útborgun og komast af leigumarkaði. Þessi tilfinning er ekki úr lausu lofti gripin. Þó það hafi orðið dýrara að eiga húsnæði (Anac­ ker 2019), endurspegla grófir útreikningar að dýrara er að leigja. Hagfræðistofnun Háskóla Íslands (2011) reiknaði fórnarkostnað fyrir leigusala (bls. 42–44) en nota má aðferðafræði hennar sem grunn til að reikna gróflega kostnað við að leigja. Ef vaxtakostnaður sem fólk borgar við íbúðarkaup er notaður í stað fórnarvaxtakostnaðar er heildarkostnaður við að kaupa íbúð 4,6%1 af virði húsnæðis­ verðs. Sé litið til meðalkaupverðs á húsnæði í fjölbýli í Rimahverfi í Reykjavík, sem var 454.366 krónur á fermetra í lok árs 2019 og meðalflatarmál 94 fm (Þjóðskrá Íslands e.d.­b), þá væri kaup­ verðið 42,7 milljónir króna. Miðað við 4,6% árlegs kostnaðar væri mánaðarlegur kostnaður við að eiga hvern fermetra í slíkri íbúð (hér er ekki gert ráð fyrir að lán sé greitt niður) 1.741 króna. Mið­ gildi mánaðarlegs leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu er aftur á móti töluvert hærra, eða 2.700 krónur og 1.900 í nágrannasveitafélögum þess (Íbúðalánasjóður 2019b, 8). Töluleg gögn sýna að margir leigusalar eru einyrkjar, sem felur í sér hugsanlega slaka hagkvæmni, sem stærri félög gætu væntan­ lega aukið. Hér á landi ráða þó einkarekin leigufélög ekki háu hlutfalli af leigumarkaðnum eða innan við 20% (Íbúðalánasjóður 2018b, 4). Benda má á að víða annars staðar hefur fræðifólk varað við því sem litið hefur verið á sem fjármagns­ eða markaðsvæðingu húsnæðis (e. financialization, market- oriented), sem á þátt í að auka tvísýnleika tekjulægri hópa (Aalbers 2017; Wilde 2020, 2). Segja má að í slíku umhverfi séu lögmál markaðshyggjunnar allsráðandi, hvort sem litið er til kaups og sölu húsnæðis eða leiguhúsnæðis. Þó leiguverð væri í mörgum tilfellum tengt vísitölu greindu sumir viðmælenda frá hækkunum umfram vísitöluhækkanir. Ingibjörg, íslensk kona búsett á höfuðborgarsvæðinu með fjölskyldu sinni, sagði að þegar leigusamningur hennar væri endurnýjaður á 12 mánaða fresti væri leigan alltaf hækkuð aðeins meira en það sem hún taldi rétt miðað við vísitöluhækkun. Loubna hafði svipaða sögu að segja: „[Leigusalinn] er alltaf að gera leigu hærri og hærri og bæta við eftir áramót, hún er að segja að allt sé núna mjög dýrt á Íslandi, ég borga mjög hátt lán, svo hún bara hækkar leiguna hjá mér.“ Lukas, pólskur karlmaður, leigði herbergi í iðnaðarhverfi þar sem mörg herbergi voru til leigu. Hann greiddi einhverjum leigu en vissi í raun ekki hver eigandinn væri. Þegar nýr eigandi tók við voru þeir sem ekki greiddu leigu eða voru til vandræða reknir út, en þeir sem eftir sátu voru krafðir um helmingi hærri leigu. Verð fyrir lítið herbergi fór úr 40 þúsund í 80 þúsund. Hann sætti sig ekki við þessa framkomu og flutti út. Mjög mismunandi var hversu hátt hlutfall viðmælendur sögðust greiða í leigu af ráðstöfunar­ tekjum sínum og var það jafnvel mismunandi milli mánaða þegar tekjur voru breytilegar. Einn við­ mælandi sagðist ekki greiða nema um 5–10% af tekjum sínum í leigu, en fimm þeirra ráðstöfuðu um og yfir 50% í leigugreiðslur. Flestir, eða 15 viðmælendur, greiddu á bilinu 25–40% af ráðstöf­ unartekjum sínum í leigu. Einn viðmælenda, sem leigir kjallaraherbergi í húsi fyrir 40% af tekjum sínum, hafði áður leigt íbúð einn en greiddi þá um 70–75% af tekjum sínum í leigu, sem gekk ekki til lengdar. Samkvæmt könnun Íbúðalánasjóðs greiddu 46% leigjenda 39% eða minna af ráðstöfunar­ tekjum sínum í leigu, sem þýðir að tæplega 60% leigjenda greiða meira en 40% af ráðstöfunartekjum sínum í leigu (Íbúðalánasjóður, 2018b, 12). Í könnun Húsnæðis­ og mannvirkjastofnunar kom fram að 66% þeirra sem voru á leigumark­ aði töldu að núverandi húsnæði uppfyllti allar helstu þarfir þeirra, samanborið við 88% þeirra sem
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Íslenska þjóðfélagið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenska þjóðfélagið
https://timarit.is/publication/1165

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.