Íslenska þjóðfélagið - 23.12.2021, Page 99

Íslenska þjóðfélagið - 23.12.2021, Page 99
Már Wolfgang Mixa, Kristín Loftsdóttir og Anna Lísa Rúnarsdóttir 99 .. að kaupa þér ný húsgögn því þú veist ekki í hvaða húsnæði þú ferð í næst. Og líka öll jólin að hugsa, hvar verð ég á næstu jólum?“ Aðgengi að öruggu húsnæði er eitthvað sem skiptir þá sem eru á leigumarkaði miklu máli. Í könnun Húsnæðis­ og mannvirkjastofnunar árið 2020 töldu 65% leigjenda sig búa við húsnæðis­ öryggi, en ári áður var þetta hlutfall eingöngu 51%. Fram kom í könnuninni að algengasta ástæðan var of hátt verð eða að fólk hafði ekki efni á leigu. Næstalgengustu orsakirnar tengdust tímabundn­ um leigusamningum og því að flutningar væru tíðir (Húsnæðis­ og mannvirkjastofnun 2020a, 3). Í könnun Íbúðalánasjóðs frá 2018 var greint frá því að 21% leigjenda töldu líkur á að þeir misstu húsnæði sitt (Íbúðalánasjóður 2018b, 7). Í þeirri samkeppni sem ríkir um leiguíbúðir virðist fólk til­ búið að sætta sig við slæmt ástand og óöryggi, af ótta við að missa það húsnæði sem það þó hefur. Umræða Á Íslandi hefur verið lagður meginþungi á að auka möguleika einstaklinga á að eiga eigið húsnæði með áherslu á séreign sem ráðandi stef í húsnæðisstefnu íslenskra yfirvalda frá upphafi 20. aldar (Jón Rúnar Sveinsson 2010). Rannsóknarspurning okkar var: Hver er upplifun einstaklinga af íslenskum leigumarkaði og telja einstaklingar sig búa við öruggar aðstæður sem leigjendur á Íslandi? Rann­ sóknin endurspeglar margvíslegar áskoranir fólks á leigumarkaði og niðurstöður sýna að fyrir flesta viðmælendur eykur vera á leigumarkaði tvísýnleika í lífi þeirra á margvíslegan hátt, sérstaklega ef fólk er í viðkvæmri aðstöðu fyrir, svo sem sökum uppruna, efnahags eða hjúskaparstöðu. Lítið fram­ boð leiguhúsnæðis og samkeppni um leiguíbúðir skapar kvíða fyrir því að standa uppi húsnæðislaus og almenna óöryggistilfinningu varðandi framtíðina. Tvísýn staða leigjenda minnkar einnig líkur á því að þeir kvarti ef húsnæði eða aðbúnaður er óviðunandi eða ef lögbundnum réttindum sem tiltekin eru í leigusamning er ekki fylgt eftir. Hér má undirstrika, eins og Davey (2019) bendir á í samhengi við Bretland, að leigusalar fá í raun vald sitt frá ríkinu, sem skapar ákveðna umgjörð um leigumarkað með setningu laga og reglugerða. Hér hefur áhrif að staða fólks er veikari vegna lítils framboðs af leiguhúsnæði þar sem stjórnvöld hafa lagt megináherslu á séreign í húsnæðisstefnu sinni. Í þessari rannsókn voru leigusamningar einyrkja ekki skoðaðir sérstaklega en raddir viðmæl­ enda okkar gefa til kynna að algjört valdaleysi einkenni oft samskipti leigjenda við leigusala, sem kallar á nánari skoðun á slíku. Há húsaleiga gerir fólki erfitt fyrir að leggja til hliðar fyrir útborgun í húsnæði og margir upplifa sig fasta á leigumarkaði. Margt sem Anacker (2019) talar um sem áhrifavalda við hækkun húsnæðis­ verðs almennt á Vesturlöndum á við hér á landi og má þá sérstaklega nefna áherslu á byggingu hús­ næðis fyrir tekjuhærri hópa eins og ferðamenn (Már Wolfgang Mixa og Kristín Loftsdóttir 2021). Rétt eins og Matt Wilde (2020) talar um í samhengi við London þarf að setja öra byggingu á dýru húsnæði fyrir tekjuhærri ferðamenn í samhengi við skort á leiguhúsnæði. Hér má benda á að breyt­ ingar á lögum um heimagistingu (Alþingi 2016) gerðu að mörgu leyti mjög hagstætt að leigja út sem Airbnb­íbúðir hluta ársins íbúðir sem áður höfðu verið á almennum leigumarkaði. Þetta er andstætt stefnu margra evrópskra borga, til dæmis í Berlín þar sem ströng lög varðandi Airbnb­leigu leiddu til 40% samdráttar í skráningu slíkra íbúða (Steinn Þorkelsson og Súsanna Edith Guðlaugsdóttir 2018, 36–37). Lög um heimagistingu hérlendis auka jafnframt líkur á því að leigusalar taki íbúðir af almennum markaði og leigi til ferðafólks, sem minnkar enn frekar framboð húsnæðis á leigu­ markaði og veikir samningsstöðu leigjanda gagnvart leigusala. Þessa þróun heimagistingar má setja í samhengi við fjármálavæðingu húsnæðis, þ.e. þá hugsun að húsnæði sé rétt eins og önnur markaðs­ vara (Wijburg 2020). Wijburg (2020) undirstrikar að stórtækar fjárfestingar í húsnæði byggja oft á notkun skattaskjóla og að mikilvægt sé að eigendur leiguhúsnæðis geti ekki komið sér undan að borga til samfélagsins (bls. 5). Með notkun hugtaksins tvísýnleiki hefur fræðifólk reynt að draga fram hvernig tvísýnleiki á vinnu­ og húsnæðismarkaði mótar daglegt líf einstaklinga á margvíslegan hátt (Millar 2014, 35). Þessi áhrif tvísýnleika á daglegt líf endurspeglast í rannsókninni, m.a. í því að mörgum finnst erfitt að skapa sér heimili í leiguhúsnæði.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Íslenska þjóðfélagið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenska þjóðfélagið
https://timarit.is/publication/1165

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.