AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.04.2001, Qupperneq 17
Akureyri virðist því hafa hagnast á þeim breyting-
um sem orðið hafa í landbúnaði, og bærinn hefur
sterka stöðu í úrvinnslugreinum landbúnaðar.
Kaupfélagið hefur m.a. haldið uppi mikilli vinnslu á
mjólkur- og kjötafurðum.
Næst ber að telja fækkun starfa í fiskiðnaði.
Þegar útgerð hófst í einhverjum mæli hérlendis,
myndaðist þéttbýli vegna nauðsynlegrar nálægðar
við fiskimiðin. Með breyttum skipum og fram-
leiðsluháttum er þessi nauðsyn ekki lengurtil stað-
ar. Skipin geta siglt lengri leið en fyrr með aflann
án þess að hann skemmist, hluti hans er unninn
um borð, og landvinnslan byggist á stærri fram-
leiðslueiningum en fyrr. Akureyri virðist einnig hafa
hagnast á þessum breytingum. Þar starfa nú tvö af
öflugustu útgerðarfélögum landsins, Útgerðarfélag
Akureyrar og Samherji, sem eiga mikinn togara-
flota, m.a. marga frystitogara, og kvótastaða þeir-
ra er sterk. Eyjafjarðarsvæðið er meðal stærstu
bolfisklöndunarsvæða landsins, bæði hvað varðar
landað magn og einnig hvað varðar aflaverðmæti.
Þjónusta við sjávarútveginn er öflug, og sjá-
varútvegur í Eyjafirði sækir sína þjónustu til
Akureyrar.
Þekkingarsamfélagið
Þriðja orsök búseturöskunar er aukinn hluti
þekkingar í framleiðslunni. Þessi þekking liggur í
þeirri tækni, sem notuð er við framleiðsluna, vél-
um, verkþekkingu, markaðssetningu og fleiru þess
háttar. Þetta kemur meðal annars fram í aukinni
hagræðingu, sem leiðir til fækkunar starfa í beinni
framleiðslu. Þess í stað skapast störf í alls kyns
þekkingariðnaði tengdum framleiðslunni, tækni-
þróun, menntun, markaðsmálum o.þ.h. Nú ertalið
að í flestum framleiðslugreinum liggi einungis 10%
verðmætasköpunar í sjálfri framleiðslunni, en 90%
í þekkingariðnaði tengdum henni.
Akureyri hefur ekki farið varhluta af þessari
þróun. Um miðja síðustu öld risu miklar verksmiðj-
ur á Akureyri, og varð Akureyri þá öflugur iðnaðar-
bær. Ber þar helst að nefna fataiðnað, fiskiðnað og
skipasmíðar. Um miðjan áttunda áratug síðustu
aldar fór að halla undan fæti á Akureyri, og þar
gætti um tíma stöðnunar og jafnvel nokkurrar
hnignunar. Hinum miklu fataverksmiðjum var lok-
að, fyrirtæki eins og niðursuðuverksmiðja K. Jóns-
sonar lögðust niður, umfang Slippstöðvarinnar
minnkaði snarlega og störfum fækkaði í land-
vinnslu hjá Útgerðarfélagi Akureyrar. Þótt oft sé
talað um að störfin hverfi, er málið ekki svo einfalt.
Oft flytjast þau úr framleiðsluþættinum í
verksmiðjunni yfir í þekkingariðnaðinn. Þau störf
lenda í mestum mæli á höfuðborgarsvæðinu, en
þó hefur tekist að byggja upp nokkurn hluta þeirra
á Akureyri, þar sem nú starfa öflug fyrirtæki í
rannsóknarstarfsemi og upplýsingatækni, að hluta
til í samstarfi við Háskólann á Akureyri. Þessi
fyrirtæki og Háskólinn hafa orðið sú lyftistöng, sem
lyft hefur Akureyri úr þeirri lægð sem hún var
komin í og mun eflaust ráða framtíð bæjarins að
miklu leyti.
Undir lok níunda áratugarins fór hagur Akureyrar
að glæðast á ný, og munar þar mest um stofnsetn-
ingu Háskólans á Akureyri, auk uppgangs í há-
tæknigreinum. Háskólinn stundar m.a. rannsóknir
á sviði sjávarútvegs og fiskeldis, auk Þess sem
Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins og Hafrann-
sóknastofnun hafa þar útibú. Akureyri er miðstöð
þekkingar í sjávarútvegi, og góð þekking er hjá
fyrirtækjum eins og Útgerðarfélagi Akureyrar og
Samherja.
Akureyri á góða möguleika á fjar- og gagna-
vinnslu, og styrkur svæðisins hvað það varðar
felst í góðri almennri þekkingu fólks á tölvunotkun.
Samkvæmt skýrslu Atvinnuþróunarfélags Eyja-
fjarðar eru upplýsingamiðstöð á heilbrigðissviði og
miðlæg skráning á lyfjum fyrir fólk í heilbrigðisgeir-
anum meðal þeirra fjar- og gagnavinnsluverkefna
sem henta vel til vinnslu á svæðinu.
Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar hefur að undan-
förnu unnið að uppsetningu frumkvöðlaseturs á
Akureyri. Það verður í umsjá atvinnuþróunarfél-
agsins og í húsnæði Háskólans. Þessu til viðbótar
verður Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar þar til
húsa, svo og hugbúnaðarfyrirtækið Skrín sem er
dótturfyrirtæki Skýrr.
Akureyri hefur einnig sterka stöðu í fjölmiðlun,
þar er gefið út eitt af þremur dagblöðum landsins,
þar er sjónvarpsstöð og svæðisútvarp. Akureyri
var upphaflega verslunarbær og á sér langa hefð
sem sterkur verslunar- og þjónustukjarni. Akureyri
fékk kaupstaðarréttindi árið 1862 og árið 1886 var
þar stofnað kaupfélag, sem síðar varð sterkasta
kaupfélagið utan Reykjavíkur og eitt þeirra fáu
sem enn eru til. Akureyri var einnig þekkt fyrir veru
danskra kaupmanna, sem voru mjög áberandi í
bæjarlífinu.
Mikil uppbygging hefur nýlega orðið í verslunar-
og þjónustustörfum á Akureyri og nú hafa stórar
verslanakeðjur fest þar rætur. Akureyri er með yfir-
burðastöðu í uppbyggingu þjónustu á landsbyggð
15