AVS. Arkitektúr verktækni skipulag


AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.04.2001, Síða 22

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.04.2001, Síða 22
gjarnan fram sú spurning hvort hún stangist ekki á viö ýmsa þætti sem þegar eru í umhverfi okkar auk þeirra sem viö kunna aö bætast. Þá liggur fyrir spurningin um jafnvægi athafna og ósnortinnar náttúru. Dæmi um óæskilega mengun sem nú eru talin ómissandi eru samgöngutæki sem nýta jarö- olíu. Torfbærinn féll að margra mati betur að land- slagi í íslenskum sveitum heldur en byggingar sem nú eru reistar. Hraöi og ýmis þægindi flokk- ast nú undir meiri verðmæti heldur en áður var en þessir þættir kosta vissa fórn. Landnotkun Ákvarðanir um skilgreinda landnotkun utan þétt- býlissvæða eru tiltölulega takmarkaðar í skiplags- tillögu þessari. Eftirfarandi atriði eru þó staðfest á Eyjafjarðarsvæðinu: 1. Frístundabyggðir (sumar- og orlofshúsabyggðir) á Eyjafjarðarsvæðinu. 2. Stóriðjulóð sunnan Dysness. 3. Áætlaðar háspennulínur. 4. Lóð á Árskógssandi fyrir landfrekan iðnað. 5. Athafna- og/eða iðnaðarsvæði verði á eftirtöld- um stöðum: Svæði í landi Hrísa í Dalvíkurbyggð, neðan við Samtún í Hörgárbyggð, og um 10 ha svæði sunnan Grenivíkur í Grýtubakkahreppi. 6. Vegna samgöngumála: Jarðgöng; Ólafsfjörður- Siglufjörður og meginreiðleiðir. 7. Ljósleiðari er sýndur, en önnur fjarskiptamann- virki eru ekki ákvörðuð. 8. Umhverfis- og verndunarmál eru ákvörðuð með eftirfarandi hætti: ■ Umhverfismatsskyldar efnisnámur sem eru fjórar talsins. ■ Sjávarstrendur í verndunarflokki I eru sýndar. ■ Friðuð svæði, hverfisverndarsvæði og svæði sem eru á náttúruminjaskrá. ■ Þinglýstar fornminjar. 9. íbúðarsvæði sem eru ákvörðuð: ■ í Eyjafjarðarsveit hefur verið ákveðið að heimila íbúðarsvæði á þremur stöðum. Ennfremur áform- ar sveitarfélagið að láta skipuleggja svæði fyrir svokölluð smábýli. ■ í Svalbarðsstrandarhreppi verða heimiluð íbúðarsvæði á þremur stöðum. 10. Þjónustustofnanir eru sýndar. 11. Útivistarsvæði sem eru opin almenningi eru sýnd og ákvörðuð. Eins og sést á listanum hér á undan eru það ekki mörg atriði sem ákvörðuð eru og samstaða hefur náðst um. Þetta er þó í nokkru samræmi við það sem almennt gerist í svæðisskipulagstillögu sem þessari. Niðurstöður Telja verður að þorri íbúa á Eyjafjarðarsvæðinu óski eftir framförum á öllum sviðum og geri ráð fyrir aukinni velsæld og bættum hag. Frá þessu virðast þó vera nokkrar undantekningar meðal manna, þar sem ber á tilhneigingu þeirra til þess að snúa hjóli tímans í öfuga átt. Þess gætir í tengslum við afstöðu til nútíma atvinnuþróunar. í frumvinnslugreinum, þ.e. í landbúnaði, fiskveiðum og -vinnslu, fækkar störfum óðfluga. Eignarkvóta- kerfið takmarkar einnig eða útilokar alla nýliðun innan þeirra greina. Þess vegna þurfa ný störf og atvinnugreinar að koma til. Breiddin þarf að vera sem mest og þess vegna hefur samvinnunefnd um svæðisskipulag Eyjafjarðar lagt til að öll svið atvinnulífs verði skoðuð m.t.t. aukinnar sóknar. Eftirfylgni þeirrar stefnumótunar sem hér er lögð fram er að mestu verkefni sveitarstjórnarmanna á svæðinu og Ijóst er að beita þarf ítrustu lagni til þess að koma öllum helstu markmiðum í fram- kvæmd. Ef vænta skal jákvæðrar íbúaþróunar á Eyjafjarðarsvæðinu er það frumforsenda að góð samstaða náist um öll helstu markmið. gamræmd- ur undirbúningur sveitarstjórna á svæðinu varð- andi meginstefnu mun án vafa skila meiri árangri heldur en sérálit sem leiða í ýmsar áttir. Kynnring trillögunar Nú hefur þessi tillaga að svæðisskipulagi verið kynnt íbúum Eyjafjarðarsvæðisins svo sem lög gera ráð fyrir. Sá Ijóður var þó á að fundarsókn var lítil. Mætti af því ráða að áhugi manna fyrir svæð- isskipulagi sé fremur takmarkaður, hugsanlega telja íbúar að hagsmunir þeirra séu ekki í húfi og einnig mætti álykta sem svo að almenningur telji að skipulagsgerð sem þessi breyti litlu um þróun mála. Fleiri skýringar dræmrar fundarsóknar mætti eflaust nefna, s.s. fjarlægð þessa viðfangsefnis frá daglegum þankagangi almennings og framand- leika hugtaka sem fram koma í umfjöllun um skipulagsmál. Stefnt er að því að tillaga þessi verði kynnt á ný og auglýst, innan skamms, og þá gefist almenn- ingi kostur á að skila inn athugasemdum til sam- vinnunefndar. ■
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.