AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.04.2001, Page 27
VERSLUNARMIÐSTÖÐ Á AKUREYRI
Þrjár stórar verslanir, hver um 2500 m2, NETTÓ,
Rúmfatalagerinn og BYKO eru að vestanverðu við
göngugötuna. Auk þess eru 18 minni sérverslanir
og 3 veitingastaðir. Verslað er frá yfirbyggðu versl-
unargötunni en vörumóttökur og lager fyrir stóru
verslanirnar eru að vestanverðu í byggingunni.
Byggingin vestan verslunargötu er steinsteypt,
einangruð og klædd utan með láréttliggjandi grá-
málaðri báraðri málmklæðningu. Aðkomuhliðin er
staðsteypt sjónsteypa. Framan við aðkomuhlið er
skermur/skyggni sem mynda yfirbyggða gangstétt
næst húsinu. Burðarvirki skermsins er úr stáli og
klætt sedrusviðarklæðningu og gleri að ofan.
Gluggar eru efst á hliðarveggjum verslunargötu
sem gefa óbeina dagsbirtu niður í göngugötu.
Norður- og suðurendi göngugötu er úr gleri.
Göngugatan er flísalögð granitflísum, veggir hvít-
málaðir og loft með hvítum hljóðísogsplötum.
Heildarstærð verslunarmiðstöðvarinnar er um
10.500 m2. Allar áætlanir um framkvæmdatíma og
framkvæmdakostnað stóðust.
Verkkaupi: Smáratorg hf.
Arkitektar og aðalhönnuðir: Arkís ehf.
Lóðarhönnun: Landark ehf.
Verkfræðiþjónusta: Verkfræðistofa Sigurðar
Thoroddsen hf. Akureyri
Rafmagnshönnun: Raftákn ehf.
Brunatæknileg hönnun: Arkís ehf. og VST hf.
Verktaki: S S Byggir ehf.
Verkefnis- og byggingarstjórn: Verkfræðiþjón-
usta Magnúsar Bjarnasonar ehf., Verkfræðistofan
Opus ehf.
I NETTÓ /2 Rúmfatalagerinn /3 BYKO /4Tæknirými
/S Sportver, Rollingarnir /6 Búnaðarbankinn
/7 Pedrómyndir /8 Dótakassinn /9 Skart gullsmíða-
stofa /10 Úrsmíðaverkstæði Halldórs Ólafssonar /12
Starfsfólk, salerni.
I CaféTorg, veitingastaðir /2 CaféTorg, bókakaffi
/3 Penninn Bókval 14 Lyf og heilsa /5 ÍS-INN /6Djásnið
/7 Accessorize /8 Heilsuhornið /9 Skóverslun
Steinars Waage /10 Centro /II Hjá Marí /12
Dressmann /13 Parið /14 Rexín /15 Verslunargata. ■
25