AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Saqqummersitaq pingaarneq:

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.04.2001, Qupperneq 29

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.04.2001, Qupperneq 29
þrepum og stuðlar hvert markmið í einu þrepi að því að náð verði öðru í þreparöðinni þar fyrir ofan. Markmiðin verða sértækari eftir því sem neðar kemur í þreparöðinni. í efsta þrepinu er almennt, víðtækt markmið sem er framtíðarsýn bæjarfélagsins, eins konar leiðarljós. Á grundvelli þessa leiðarljóss eru sett fram þrjú yfirmarkmið sem eru almennt orðuð og er þeim ætlað að sameina hina ýmsu málaflokka, og þar með deildir bæjarins, undir einu merki. í þriðja þrepinu eru síðan meginmarkmið sem sett eru fram fyrir hvern málaflokk skipulagsins og sundurliða þau enn frekar þau viðfangsefni sem um er að ræða. Á grundvelli meginmarkmiðanna er síðan sett deilimarkmið fyrir einstök viðfangs- efni í hverjum málaflokki, þar sem það á við. Starfsmarkmið benda loks á verkefni eða beinar aðgerðir sem stuðla að deilimarkmiðunum. Stefnumótun í aðalskipulaginu erætlað að leggj- a áherslu á fjögur efstu þrepin og mynda þannig ramma fyrir nákvæmari markmiðssetningu og framkvæmdir í bænum. Nákvæm starfsmarkmið verða í flestum tilfellum skilgreind af hinum ýmsu stofnunum, deildum og nefndum bæjarins og eru þau verkefni sem eru á könnu hvers um sig. Sérhver nefnd í bæjarkerfinu hefur því hlutverki að gegna í að ná þeim yfir-, megin- og deilimark- miðum sem samþykkt er að setja fram í aðal- skipulaginu. Þessi nálgun byggist á þeirri hugsun að kerfis- bundin vinnubrögð og framsetning skili sér í betri ákvarðanatöku og betri árangri. Auðveldara ætti því að reynast að meta tillögur og léttara ætti að vera fyrir utanaðkomandi að setja sig inn í mál. En Ijóst er að meiri samræming þarf að vera á milli stefnu og ákvarðana í hinum ólíku málaflokkum ef ná á settum markmiðum. Þetta getur krafist breytt- ra aðferða við úrlausn verkefna og ákvarðantöku frá því sem nú er í bæjarfélaginu. Slíkt gerist ekki á skömmum tíma. Er hér um langtímaþróunar- verkefni að ræða. Því er gert ráð fyrir að þau sjón- armið og markmið, sem sett eru fram, sýni í gróf- um dráttum hvert bæjarfélagið vill stefna og að í framhaldi af þeirri stefnumörkun verði nánar unnið að útfærslu og framkvæmd stefnunnar í stjórnkerfi bæjarins. Leióarljos aðalskipulags Akureyrar 1998-1018 hljoðar svo: Efla skal Akureyri sem höfuðstað Norðurlands. Bærinn verði áfram miðstöð verslunar, þjónustu, menningarlífs og samgangna í landsfjórðungnum. Vinna skal að hagkvæmri uppbyggingu bæjar- félagsins og fallegu og vönduðu bæjarumhverfi. Gæta skal vistfræði- og náttúruverndarsjónarmiða þannig að stuðla megi að heilbrigði náttúrlegs umhverfis. Stuðla skal að fjölbreyttu og öflugu at- vinnulífi og bættum lífsgæðum og lífsskilyrðum bæjarbúa. ACvrinnuþróun Á undanförnum árum hefur samsetning atvinnu- lífsins á Akureyri breyst mikið og hefur helsta þróunin orðið sú, líkt og víða annars staðar, að hlutfall starfa í iðnaði og störfum tengdum frum- vinnslu hefur dregist saman en á móti hefur orðið aukning í störfum tengdum þjónustu og menntun. Hér má sérstaklega nefna Háskólann á Akureyri sem hefur vaxið mikið frá því hann var stofnaður árið 1987 og haft mikilvægu hlutverki að gegna fyrir uppbyggingu bæjarins á nýjum sviðum. Nýtt aðalskipulag Akureyrar tekur mið af þessari þróun. í aðalskipulaginu er í yfirmarkmiði fyrir atvinnu- og tæknimál lögð áhersla á að vandað bæjarum- hverfi, góð þjónusta, öflugt menningarstarf og möguleikar til menntunar og frístunda styrki efna- hagsstöðu bæjarins og atvinnulíf. Þróun í átt að auknu vægi þjónustugreina ásamt því markmiði aðalskipulagsins að Akureyri verði efld sem miðstöð menntunar, menningar, verslun- ar og þjónustu í landsfjórðungnum, sbr. leiðarljós- ið að ofan, kallar á að skipulag atvinnusvæða mið- ist í auknum mæli við þjónustugreinar. Einhver hluti þeirrar starfsemi á best heima í miðbæ eða á miðsvæðum og því lagt til að nýta þessa þróun til að styrkja miðbæinn og skapa bæjarhlutum sterka miðkjarna, t.d. í Naustahverfi sem er nýtt hverfi sunnan núverandi byggðar. Þetta má bæði sjá á landnotkunaruppdrætti aðalskipulagsins og rammaskipulagi hverfisins sem bæjarstjórn Akureyrar hefur nýlega samþykkt. Vöxtur í þjónustugreinum gæti ennfremur þýtt að gera megi ráð fyrir meiri blöndun íbúðabyggðar og atvinnustarfsemi en hefur verið gert síðustu ára- tugi, þar sem áhrif ýmiss konar þjónustustarfsemi á íbúðabyggð, s.s. hugbúnaðarfyrirtækja, eru ekki neikvæð á borð við áhrif dæmigerðrar iðnaðar- starfsemi. Á landnotkunaruppdrætti aðalskipulagsins voru skilgreind fleiri athafnasvæði fyrir blandaða at- vinnustarfsemi en áður þar sem þjónusta og léttur iðnaður getur farið saman, t.d. á fyrrum verk- 27
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.