AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.04.2001, Page 30
smiðjusvæði við Glerá og svæði norðan Síðu-
hverfis.
í aðalskipulaginu er leitast við að tryggja helstu
þjónustu- og menntastofnunum bæjarins nægilegt
svigrúm til vaxtar og möguleika á aðlaðandi um-
hverfi og hafa því lóðir margra stofnana verið skil-
greindar á landnotkunaruppdrætti sem stofnana-
svæði með útivistargildi. Þannig er t.d. Háskólan-
um á Akureyri væntanlega tryggt nægilegt vaxtar-
rými þar sem hann er staðsettur nálægt miðju
bæjarins á svæði með mikilli náttúrufegurð, s.k.
Sólborgarsvæði, sem er verndunarsvæði að hluta.
Ætla má að á þessu svæði verði vaxtarbroddur í
mennta- og rannsóknastarfsemi á komandi árum
og vonandi áratugum.
í Naustahverfi er gert ráð fyrir þjónustustarfsemi
sem getur verið í nálægð og nánum tengslum við
íbúðabyggð og myndað kjarna hennar. Þannig er
afmarkað miðsvæði eftir endilöngu hverfinu og er
auk þess gefinn kostur á atvinnustarfsemi austast
í hverfinu, annaðhvort sem hluti af íbúðabyggð
eða aðskilinn frá henni.
Landnotkunaruppdráttur og sveit-
arfélagsuppdráttur
Uppdrættir aðalskipulagsins eru annars vegar
svokallaður sveitarfélagsuppdráttur sem er ný-
mæli og sýnir allt bæjarland Akureyrar í mkv.
1:35.000 og hins vegar hefðbundinn landnotkun-
aruppdráttur í mkv. 1:10.000 sem sýnir þéttbýlasta
hluta bæjarlandsins og fylgir sá uppdráttur
smækkaður með þessari grein.
Frá því að aðalskipulagið var samþykkt vorið
1998 hafa verið samþykktar þrjár breytingar á
landnotkunaruppdrætti. Stærsta breytingin er sú
að á austurhluta fyrrum verksmiðjusvæðis á Gler-
áreyrum hefur landnotkun verið breytt úr athafna-
svæði í verslunarsvæði og byggð þar um 10.000
m2 verslunarmiðstöð, Glerártorg. Hinar breyting-
arnar varða stækkun leikskólasvæðis á Oddeyri
og stækkun athafnasvæðis við Langholt í Glerár-
hverfi.
Endurskoðun aðalskripulagsins
Hafin er vinna við endurskoðun aðalskipulagsins
og hafa allar nefndir bæjarins, helstu samstarfs-
aðilar og nágrannasveitarfélög þegar átt þess kost
að hafa áhrif á markmiðssetningu í nýrri aðal-
skipulagstillögu. Gert er ráð fyrir að endurskoða
landnotkunarflokka og landnotkun, m.a. með hlið-
sjón af stefnu bæjaryfirvalda um að þétta byggð í
bænum og nýta betur byggingarland innan núver-
andi byggðarmarka. Loks verður gerð ný tillaga
um legu tengibrauta milli núverandi byggðar og
nýs hverfis sunnan hennar, Naustahverfis, en í
gildandi aðalskipulagi var skipulagi frestað á því
svæði þar sem umræddar tengibrautir gætu legið.
Gera má ráð fyrir að í endurskoðuninni verði í
auknum mæli hugað að hlutverki Akureyrar sem
langstærsta þéttbýlis utan Faxaflóasvæðisins, þét-
tbýlis sem býður upp á nauðsynlega fjölbreytni og
aðlaðandi umhverfi til þess að vera ákjósanlegur
staður til búsetu í nútímasamfélagi. ■
28