AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Saqqummersitaq pingaarneq:

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.04.2001, Qupperneq 33

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.04.2001, Qupperneq 33
og rétt í þessu hjarta. Bílnum er lagt og mönnum er gert að nýta líkamsorkuna, sem kemur sér vel á sumrin en ekki svo mjög á stórviðrisdögum vetrar- konungs. Oft státa Akureyringar sig af mikilli veð- urblíðu, sem skilar sér í sölu á rjómaís niðri á Torgi, en veturnir eru hins vegar ekki mjög mjúkir við vangann og því er staldrað stutt í Göngugöt- unni. Yfirbyggð þjónustu- og verslunarmiðstöð þykir því nauðsynleg gagnvart því mikla vetrarríki á Akureyri. Með því að hafa hana nálægt mið- bænum gæfist fólki kostur á að leggja bílum sínum, versla og sinna erindum sínum við hið opinbera og þannig að vinna að orkusparnaði og minni mengun í umhverfinu. Þó land sé hlutfalls- lega ódýrt á íslandi, á evrópskan mælikvarða, þá er kostnaður mikill í sambandi við orku og rekstur. Ef byggð er dreifð, og langt er til íbúðarhverfa, skóla og þjónustu, þá þeytist einkabíllinn fram og aftur. Landnýting þarf því að vera í fyrirrúmi, not á ónotuðum svæðum að vera meiri og hverfa- skipulag þéttara. La Galleria Vittorio Emanuele (1867), í hjarta Mílanóborgar á Ítalíu, er einstakt dæmi um hvern- ig mikilfengleg höll verslunar og viðskipta sam- einast skipulagi borgarinnar sjálfrar og tengir tvö mikilvægustu menningartákn borgarinnar - dóm- kirkjuna (Piazza del Duomo) og óperuhúsið La Scala (Piazza della Scala) og aðliggjandi torg þeir- ra. Yfirbyggð hvelfingin var einstök af sinni gerð á sínum tíma, úr járni og gleri. Borgarbúar voru mjög stoltir af þessu stórvirki sem var stærst sinnar tegundar í heiminum. Breiðstræti þess voru 200 metra og 100 metra löng og miðtorgið 170 x 130 að flatarmáli. Stærð þess og burðir voru tákn síns tíma um nútímatækni og endurspeglaði einstakt hugmyndaflug og vald byggingarlistar og iðnaðar. La Galleria er hluti af borgarmynstrinu, ekki aðeins í skipulagi sínu heldur ekki síður í því hvernig framhliðar bygginganna innan hennar endurspegla formlögun framhliða borgarinnar sjálfrar. Þegar gengið er inn í La Galleria, upphit- uð á köldum vetrum, er ekki verið að fara inn í annan heim heldur er hún áframhald af borginni, hluti af innra rými hennar. Glerþak þekur götur hennar sem verður þess valdandi að gangandi fólkið hefur tilfinningu fyrir tímanum þegar líða tekur á daginn. Hún er viðkomustaður þar sem fólk sinnir bæði verslun og viðskiptum, kemur skoð- unum sínum á framfæri í uppákomum eða spjallar við kunningjana, auk þess sem hún er hluti af gönguleiðinni um borgina á sunnudagsmorgnum Grunnmynd La Galleria sýnir hvernig hún virkar sem tengiliður ólíkra þátta innan borgarmynstursins. að sýna sig og að sjá aðra. Fyrirmynd og hugmyndir að verslunarmiðstöð geta komið frá ýmsum áttum, bæði að vestan frá Bandaríkjunum og austan úr Evrópu. Staðsetning verslunarmiðstöðvar í Bandaríkj- unum er almennt fyrir utan miðborgina, í útjaðri hennar og er komið að henni á bílum. Aðgangur greiður, næg bílastæði, stór rými, og innkaup auð- veld. Engin hætta er á umferðarteppu eða öng- þveiti. Hvað innra rými snertir þá er hún sniðin eftir skipulagi gamalla miðbæja: litlar götur, torg og gosbrunnar, kaffihús og litlar verslanir. Hún minnir á fjarlæg suðræn lönd við Miðjarðarhafið, lönd rík af menningu og sögu, en hér, í bandarískri svið- setningu, er umhverfinu stjórnað meira, auk þess Göngugatan á Akureyri, litir og mannlíf auðga hjarta bæjarins.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.