AVS. Arkitektúr verktækni skipulag


AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.04.2001, Side 41

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.04.2001, Side 41
Hugmynd fram míðbcer" á Akureyri komin hjá Arkitektur.is. Verkefnisstjóri Páll Tómasson, arkitekt. V A ikilvægast fyrir miöbæ er að \ / hann sé lifandi og þar blóms- \ / tri menningarlíf, verslun og \ / þjónusta. Þróun undanfar- \ / inna áratuga hefur fært stór- V an hluta daglegrar verslunar út í úthverfi og jaðar byggðar og breytt verslunar- umhverfi miðbæjarins talsvert. Nú er risin á Gler- ártorgi verslunarmiðstöð sem mun draga enn frek- ar til sín verslun frá miðbænum. Húsnæði í miðbænum er að mestu leyti verslun- ar- og þjónustuhúsnæði. Aðkoma að svæðinu er greið og mikið af bílastæðum. Tengsl við bílastæði eru góð en þykja helst til langt frá göngugötu. Mikilvægt er að styrkja þann hluta miðbæjarins sem liggur milli göngugötunnar og bílastæðanna við Skipagötu. Stór hluti bygginga milli Hafnarstrætis og Skipa- götu eru randbyggingar með portum (garðrýmum) á milli. Portin eru nýtt sem bílastæði og að ein- hverju leyti sem vöruaðkoma. Á tveimur stöðum eru stígar í gegnum randbyggingarnar milli Skipa- götu og Hafnarstrætis. Tillagan miðast við að byggja yfir öll portin og stígana með gleri. Gert er ráð fyrir að glerbygging- arnar yrðu u.þ.b. fjórir metrar að hæð og væru að mestu leyti lausar frá húsunum. Húseigendur byggja síðan útbyggingar inn undir glerþakið. Á þennan hátt er hægt að byggja eina samfellda verslunarmiðstöð milli Hafnarstrætis og Skipa- götu. Verslanir í þessum hluta miðbæjarins fá við það einstakan möguleika til að auka starfsemi sína með því að opna verslunarrými bæði inn í yfirbyggða verslunarmiðstöð og út í göngugötu, Skipagötu, Kaupvangsstræti og að Ráðhústorgi. Tillagan gerir ráð fyrir að „innigatan” verði með inngöngum frá göngugötu og Skipagötu auk þess sem inngangur yrði gerður frá Kaupvangsstræti. Frá bílastæðum við Skipagötu verður miðlægur inngangur við pósthúsið. Flatarmál verslunar og þjónustu á fyrstu hæð í þessum randbyggingum er u.þ.b. 5.500 m2. Flat- armál garðrýmanna er u.þ.b. 2.300 m2. Heildarflatarmál 1. hæðar nýrrar verslunarmið- stöðvar í miðbænum yrði því u.þ.b. 7.800 m2. ■ Göngugata, Skötagíl og Ráðhústorg á Akureyri Hugmyndatillaga unnin á Arkitektur.is. Verkefnisstjóri Páll Tómasson, arkitekt. Forsendur: Göngugatan í Hafnarstræti er ásamt Ráðhústorgi þungamiðja miðbæjar Akureyrar og mikilvægasta verslunarsvæði hans. Göngugatan er jafnframt óformlegur samkomustaður bæjarbúa og þjónar mikilvægu hlutverki sem útivistarsvæði bæði þegar veðrið er þokka- legt og við sérstaka viðburði og tyllidaga. Endur- bætur á göngugötunni eru liður í að styrkja stöðu miðbæjarins sem miðstöð verslunar og þjónustu á Norðurlandi. Útfærsla þarf einnig að miða við að stýra þeirri erindisumferð sem þar fer um með þeim hætti að hún nýtist komi til þess að almennri umferð verði hleypt á götuna síðar. Skátagil er órjúfanlegur hluti af miðbæ Akur- eyrar. Nauðsynlegt er að lagfæra Skátagil og taka í því sambandi tillit til gönguleiða og útivistarmögu- leika. Ráðhústorg hefur verið umdeilt frá upphafi og hefur mörgum þótt það grátt og drungalegt. Áherslur: Helstu áherslur í hugmyndatillögunni eru þær að akbraut er lögð gegnum göngugötuna um suður- hluta Ráðhústorgs og inn í Skipagötu. Akbrautin er lögð þannig að gangandi og akandi umferð fari sem best saman. Umferð gangandi er látin hafa nokkurn forgang fram yfir akandi umferð. Göngu- 39 PALL TOMASSON, ARKITEKT

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.