AVS. Arkitektúr verktækni skipulag


AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.04.2001, Page 46

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.04.2001, Page 46
BJARNI SNÆBJORNSSON, VINNUEFTIRLITSMAÐUR vinnuvernd í verki VinnuVGfnC / hönnun stæöa þess aö ég sting niöur „penna” og tengi saman vinnu- vernd og hönnun er reynsla mín undanfarin tíu ár viö almennt eftirlit á vinnustööum, sem er fólgið í því aö vinnustaðir uppfylli lög nr. 46/ 1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi. Jafn- framt að farið sé aö reglum sem settar hafa verið á grundvelli laganna. Hvað scgja lög eg reglur? í 93. gr. laganna segir m.a.: Sérhver sá sem ætl- ar aö hefja rekstur fyrirtækis eöa breyta rekstri eldra fyrirtækis skal leita umsagnar Vinnueftirlits- ins um þaö hvort hin fyrirhugaða starfsemi sé í samræmi viö lög þessi og reglugerðir settar sam- kvæmt þeim. í því skyni skal viðkomandi láta stofnuninni í té sundurliðaða greinargerð með nægilegum uppdráttum yfir húsakynni og fyrir- komulag véla, tækja og annars búnaðar og öðrum upplýsingum sem máli kunna að skipta. í 95. grein laganna segir ennfremur að hver sá, sem hefur með höndum starfsemi, sem lögin gilda um skuli hafa sérstakt starfsleyfi Vinnueftirlits ríkisins. f reglum nr. 581/1995 um húsnæði vinnustaða er að finna nánari ákvæði um hvaða kröfur eru gerðar til atvinnuhúsnæðis. Reynsla af vettvangi Svo virðist sem sumum atvinnurekendum og hönnuðum húsnæðis og innréttinga sé ekki full- kunnugt um þessi ákvæði laga og reglna, sem stundum hefur leitt til þess að vandamál hafa skapast í vinnuumhverfinu. Það sem getur verið áfátt er t.d. að starfsmannaaðstaða er ekki sam- kvæmt reglum, Ijósgjafar eru rangt staðsettir, hönnun og uppröðun vinnustöðva óheppileg með tilliti til líkamsbeitingar, dagsbirtu og loftræstingar o.fl. Sem dæmi má nefna skrifstofuhúsnæði, þar sem fyrst og fremst virðist hafa verið hugsað um það sem grípur auga viðskiptavinarins. Of oft er skrifstofubúnaður valinn án þess að hugað sé að þörfum notandans og því hvaða verkefni er verið að vinna. Einnig ber stundum á því að búnaðurinn passi ekki inn í vinnurýmið og því hætta á að upp- röðun búnaðarins verði röng með tilliti til lýsingar og birtu frá gluggum. Lýsingu getur nefnilega verið verulega áfátt þó birtumagnið sé nægjanlegt. Stundum er staðsetning prentara, Ijósritunarvéla og pappírslagers óheppileg. Vinnuaðstaða hefur áhrif á afköst og líðan starfsmanna. 44

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.