AVS. Arkitektúr verktækni skipulag


AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.04.2001, Blaðsíða 53

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.04.2001, Blaðsíða 53
mál höfuðborgarsvæðisins væru í meginatriðum þríþætt; 1) byggðin væri of dreifð og ekki nægilega þétt, 2) sem kallaði á rýmisfrekt stofnbrautakerfi og 3) að skipulagið grundvallaðist á of mikilli sundur- greiningu á landnotkun sem skapaði mikla ferða- þörf. Skipulag byggðar og samgangna þarf að móta samkvæmt samræmdri stefnu. Bent var á að vandamál Reykjavíkur væru ekki einstök og að erlendir sérfræðingar svo sem breski ráðgjafahóp- urinn „Urban Task Force” bendi á margar leiðir til að gera borgir vistvænni, þéttari og mannvælegri. Reyndar stefndu öll borgarsvæði vestan hafs og austan að því í skipulagsáætlunum sínum að vinda ofan af þeirri dreifbyggðu útþenslu sem mikil einkabílanotkun hefði skapað frá stríðs- lokum. Það er því hægt að sækja margar hug- myndir um leiðir að vistvænni byggðar- og sam- göngustefnu frá borgum í nágrannalöndum. Hér að neðan er bent á nokkrar mikilvægar leiðir sem fram komu í vinnu hópsins. Þéttleiki byggðar Stefna ber að því marki til framtíðar að byggð í Reykjavík nái þeim þéttleika sem nauðsynlegur er til að blómlegt borgarlíf geti borið sig og góðar al- menningssamgöngur þrifist. Erlendar viðmiðanir eru um 35-50 íbúar á ha brúttó, en í dag eru um 25 íbúar á ha í Reykjavík í heild. Sú þétting þarf ekki að vera jafndreifð heldur má hugsa sér af- markaða kjarna með miklum þéttleika í tengslum við leiðir almenningsvagna og þjónustukjarna. Hæð húsa verði breytileg, 2-4 hæðir að jafnaði og hærri á einstökum stöðum. Leggja ber áherslu á samfellda byggð sem hefur sýnt sig að vera heppi- leg lausn við íslenskar aðstæður m.a. m.t.t. skjól- myndunar og landnýtingar, samanber byggð í eldri hverfum Reykjavíkur. Endurskoða ber núverandi stefnu um áfram- haldandi útþenslu dreifbyggðra úthverfa með lágu nýtingarhlutfalli. Endurnýjun 09 þétting byggðar Leggja ber áherslu á að styrkja miðborgina (innan Elliðaáa) með fjölgun íbúða, m.a. með því að taka vannýtt og úrelt svæði til endurnýtingar, fremur en að brjóta nýtt land undir byggð. Meta þarf endurnýtingu svæða, svo sem vannýttar iðn- aðarlóðir, opin svæði með takmarkað notagildi, fylla í skörð í gamla bænum, og flytja gömul timb- urhús til innan gamla bæjarins þannig að sam- stæðar heildir skapist. Setja ber markmið um jafn- vægi milli fjölda íbúa og framboðs atvinnutæki- færa á einstökum svæðum, þannig að draga megi úr ferðaþörf. Ekki er talið fýsilegt að fara með nýja byggð hærra yfir sjó en 120m sem verði markalína milli byggðar og útmarkar (græna trefilsins). Kjarnar 09 samgöngunet Skoða þarf sérstaklega hljóðvistarmál og hið mikla landrými sem fer til spillis í nágrenni við helstu umferðaræðar. Þá ber að þétta byggð um- hverfis meginþjónustuása borgarinnar svo sem ásinn frá Kvos meðfram Suðurlandsbraut austur á Ártúnshöfða, ekki síst til þess að styrkja almenn- ingssamgöngur. í því sambandi þarf borgin að ná eignarhaldi á Keldnalandi fyrir íbúðabyggð og atvinnustarfsemi, þekkingariðnað, til að nýta þetta miðlæga byggingarland sem fyrst. Skoða ber sér- staklega landnotkun umhverfis skurðpunkt Miklu- brautar-Vesturlandsvegar og Sundabrautar- Reykjanesbrautar sem verður miðpunktur höfuð- borgarsvæðisins í framtíðinni. Þá ber að setja stefnu og móta reglur um stærð og staðsetningu þjónustukjarna, ekki síst með hagsmuni miðborgarinnar í huga. Draga ber úr einhæfni mannlífs í úthverfum með auknu fram- boði atvinnutækifæra og þjónustu. Það er mikil- vægt að skapa samkennd fólks í hverfum borgar- innar og það er best gert með uppbyggingu öflug- ra þjónustukjarna í hverjum borgarhluta. Mikilvægt er að huga í tíma aðmenningar- og afþreyingar- möguleikum í úthverfum borgarinnar og eru Korp- úlfsstaðir kjörinn staður fyrir slíka starfsemi fyrir Grafarvogshverfin. Flugvöllur 09 landfyllingar Eitt besta tækifæri Reykjavíkur á nýrri öld felst í flutningi Reykjavíkurflugvallar og nýtingu þess svæðis undir nýja borgarbyggð sem tengdi saman miðborgina, starfsemi háskólans og gamla og nýja íbúðabyggð. Landfyllingar geta verið heppilegur kostur til skoðunar í framhaldi af endurnýtingu til- fallandi svæða, æskilegri leið en áframhaldandi útþynning byggðar. Vænlegasti kosturinn til land- fyllinga var talinn grunnsævið vestan Örfiriseyjar. Húsagcrðir Þróa þarf nýjar húsagerðir sem hæfa þéttri byggð á norðurslóðum. Rýmka þarf ýmsar reglu- gerðir til að auka fjölbreytni í gerð húsa. Þannig 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.