AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.04.2001, Síða 58
Hljóðvist í Grafarvogskirkju
II Ijóö í helgu rými hefur ákveðna merkingu
I í huga fólks. Merkingin ræöst aö nokkru af
I hljóðtæknilegum eiginleikum gömlu kirkn-
I anna þar sem endurómur hljóös var mjög
I langur, orgel- og kórtónlist hljómaöi vel en
erfitt var aö skilja talað mál. Einnig og ekki síður
markast merkingin nú á dögum af nýjum aðferðum til
aö stýra hljómburði í kirkjum þannig aö bæöi tónlist
og töluðu máli sé gert jafn hátt undir höföi.
Á síöustu öld jókst mjög skilningur á hljóðtæknileg-
um eiginleikum bygginga. Skilgreint hefur veriö
hversu langur endurómur og aðrir hljóötæknilegir
eiginleikar rýma henta fyrir hverja tegund tónlistar og
einnig hvernig hægt er samtímis aötryggja góðan
málskiljanleika.
Mikils viröi er aðbeita samþættri hljómburðar-
hönnun í stórum byggingum til þess að geta
tryggt góöan hljómburð fyrir þá gerö tónlistar sem
verður ríkjandi viö notkun viðkomandi rýmis og einnig
til aö geta tryggt góöan málskiljanleika í sama rými.
Frá upphafi var unnið aö hljóötæknilegri hönnun
Grafarvogskirkju ásamt arkitektum kirkjunnar og þá
miðað við samþættan hljómburö en meö því hugtaki
er átt viö samofna hönnun hljóötæknilegra eiginleika
byggingarinnar og hljóðkerfisins. Við tónlistarflutning
eru þaö beint hljóötæknilegir eiginleikar byggingar-
innar sjálfrar sem gera þaö að verkum aö tónlist fær
notiö sín. Við flutning talaðs máls kemur hljóökerfi til
sögunnar og tryggir góðan málskiljanleika. Hátalarar
til talflutnings sjást þó ekki. í hljóökerfinu er ákveðin
sjálfvirkni sem opnar og lokar hljóönemum, jafnar
styrk talaös máls og seinkar hljóöi í ákveöna hátalara.
í Evrópu er yfirleitt þessi háttur haföur á, náttúru-
legur hljómburöur fyrir tónlist og hljóðkerfi fyrir talaö
mál, sem gerir tónlist og töluöu máli jafn hátt undir
höföi. í Bandaríkjunum aftur á móti er endurómur
hljóös í nýjum kirkjum yfirleitt haföur stuttur og hljóö-
kerfið notaö bæöi fyrir flutning tónlistar og talaös
máls og er þaö ekki til eftirbreytni.
í anddyri Grafarvogskirkju upplifa kirkjugestir lítinn
enduróm hljóös. þegar gengið er inn eftir kirkju-
gólfinu á átt aö helgidómnum vex endurómurinn og
nær hámarki eins og Ijósiö viö hiö heilaga altari.
Til aö ná fram þessum eiginleikum eru viöarþiljur á
veggjum og í lofti kirkjunnar mikið gataöar viö and-
dyrið og síöan minna og minna eftir því sem nær
hegidómnum dregur. í sjálfu kirkjurýminu viö altar-
iöer hátt til lofts sem eykur enduróm hljóös. Loft
miðskips kirkjunnar einkennist af bogadregnum for-
mum sem valda hljóðdreifingu allt niöur á lága tóna.
Loftin eru ekki götuö nema rétt til aö koma hátölurum
fyrir bak við gataðar loftaplötur þannig að þeir sjáist
ekki. í hinum hallandi loftum hliðarskipa kirkjurým-
isins eru bogar sem virka eins og dreifandi hljóð-
speglar sem þjóna þeim tilgangi aö minnka bein
ákveöin endurköst og dreifa frekar hljóöendurkasti
frá flötunum í margar áttir, sem mildar og jafnar
hljómburöinn án þess að stytta enduróm rýmisins.
Hljód er okkar fa<r
• Víðtæk hljóðtækniráðgjöf, hljóðhönnun
og raftækniráðgjöf ■ yfir 30 ár
• Ráðgjöf með tengsl við raunveruleikann
• Notum háþróuð reiknilíkön þar sem það á við
VERKSVIÐ:
Hljóðtækniráðgjöf og hljóðhönnun
• Samþættur hljómburður
• Hönnun hljóðtæknilegra eiginleika bygginga
• Hönnun hljóðkerfa í samræmi við eiginleika bygginga
• Notkun reiknilíkana
• Hljóðtæknileg hönnun bygginga
• Útreikningur iðnaðarhávaða umhverfis verksmiðjur
• Útreikningur umferðarhávaða
• Raftækniráðgjöf og hönnun
• Hönnun hljóðkerfa
• Hverskonar raftæknileg ráðgjöf og hönnun
HELSTU VERKEFNI:
Verkefnin eru afar fjölbreytt. Sem dæmi má nefna:
• Hljómburður og hljóðkerfi í 30 kirkjum, þar á meðal
• Langholtskirkja
• Grensáskirkja
• Neskirkja
• Nýtt hljóðkerfi sem skiiar góðum málskiljanleika
í Hallgrímskirkju
• Hljómburður og hljóðkerfi í Perlunni, Flugstöð
Leifs Eiríkssonar, Kringlunni og á ótal fleiri
stöðum
• Stærsta hljóðkerfi á landinu hjá Álverinu í
Straumvík
• Hljóðtæknilegar rannsóknir varðandi fjöldamörg
umhverfismöt svo sem fyrir álver.
• Hljóðtæknilegar mælingar við alls konar aðstæður
Tæknilegar mælingar
• Hljóðtæknilegar mælingar
• Mælingar á truflunum í rafkerfum
• Fjölbreytilegar aðrar mælingar og rannsóknir
ÁLFABAKKA 12 • 109 REYKJAVÍK • SÍMI: 587-1822
MÆLITÆKI
Eigum stærsta safn hljóð- og titringsmælitækja
á íslandi
Hljóðvist ehf
hljóð- og raftækniráðgjöf
FAX: 587-1825 • GSM: 894 1100 • EMAIL: acusound@centrum.is