AVS. Arkitektúr verktækni skipulag


AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.04.2001, Page 76

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.04.2001, Page 76
GSKIRKJA Frá öndverðu og fram undir miðja síðustu öld voru kirkjur í aðalatriðum eins. Þær sneru í austur/vestur, með kór í öðrum enda og kirkjuturn við inn- ganginn. Grunnmyndir, sneiðingar og útlit voru í flestum tilfellum svipuð. í þessum gömlu kirkjum var aðeins eitt rými sem ætlað var til kirkjulegra athafna. Þetta rými sem vígt var í nafni föðurins, sonarins og hins heilaga anda var heilagt og verndað frá skarkala daglegs lífs. Útlit kirkjanna og form var afleiðing af því hvernig kirjurýmið var hannað. Allt var hefðbund- ið og allir vissu að um kirkju var að ræða þegar hana bar við augu. Nú á dögum er þessu öðruvísi farið. Nú er starf innan kirkjunnar miklu flóknara og margþættara en áður var. Þetta hefur kallað á nýja hugsun við hönnun kirkjubygginga. Arkitektar hafa þurft að glíma við þá staðreynd að einungis 20% af bygg- ingunni er hið gamla heilaga kirkjurými, sam- kvæmt fyrri skilgreiningu, þar sem fram fara guð- þjónustur, útfarir og brúðkaup. Þau 80% af flatar- málinu sem eftir standa er fyrir aðra starfssemi. Þar fer fram margvíslegt starf í þágu aldraðra, unglinga, foreldra, barna og fleiri. Þessi glíma arkitektanna hefur haft í för með sér vissa upplausn í formfræði kirkjubygginga síðustu 50 árin. Á norðurlöndum eru nútímakirkjur kallaðar, hversdagskirkja eða vinnukirkja. Segja má að Neskirkja eftir Ágúst Pálsson arkitekt sé fyrsta I 74

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.