AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.2001, Blaðsíða 33
syn þess aö efla menntun tengda búskap lands-
manna. Mönnum var Ijóst aö til þess aö geta nýtt
sér nýjungar í landbúnaði og geta byggt upp öflugt
atvinnulíf í sveitum landsins var menntun lykilat-
riöi. Norðlendingar tóku hér virkan þátt og var ein-
hugur um aö stofna búnaðarskóla að Hólum í
Hjaltadal 1882. Staöarvaliö kemur ekki á óvart þar
sem Norðlendingum er í blóö borið orötakiö „heim
að Hólurn" sem eignað er Jóni Ögmundssyni.
Fyrsti skólastjórinn var Jósep J. Björnsson. Nám-
skrá skólans var metnaðarfull og verknám og
bóknám spunnið saman á athyglisverðan hátt.
Skólastjórar og margir kennarar skólans sóttu
menntun sína yfirleitt til Noregs, Danmerkur eða
Þýskalands og stefndu hátt varðandi markmið og
mikilvægi Hólaskóla fyrir land og þjóð. Nýi Hóla-
skóli hefur starfað síðan og það eru ófáir búfræð-
ingarnir sem þaðan hafa útskrifast. Ljóst er að
upphaf og þróun búnaðarmenntunar skipar veiga-
mikinn sess í menntunarsögu þjóðarinnar og hefur
ekki einungis verið mikilvæg forsenda blómlegs
lífs í sveitum landsins, heldur einnig sönnun þess
hve máttur þekkingarinnar er mikill í samskiptum
okkar við landið og nýtingu auðlinda þess.
Hólar í dag
Á síðustu áratugum hefur skólinn borið nafnið
Bændaskólinn á Hólum, en árið 1999 voru sam-
þykkt ný lög um búnaðarfræðslu þar sem gamla
nafnið Hólaskóli var lögfest og skólanum veitt ný
tækifæri til þróunar á 21. öldinni, þar á meðal að
þróa starfsemi sína á háskólastigi. Þessi atburða-
rás er í anda nútímakrafa um menntun og rann-
sóknir í þjóðfélaginu. Aðdragandinn að þessum
breytingum fólst í markvissri uppbyggingu skólans
upp úr 1980 undir stjórn Jóns Bjarnasonar. Upp-
byggingin fólst annars vegar í sérhæfingu náms-
brauta og hins vegar uppbyggingu öflugs rannsók-
na- og þróunarstarfs. Samhliða þessu hefur
menntun kennara og sérfræðinga aukist og inn-
tökuskilyrði og námskröfur verið hertar. Markmið
skólans núna er að veita öfluga fagmenntun í
fiskeldi, hestamennsku og hrossarækt og ferða-
málum í dreifbýli. Áhersla er lögð á umhverfissjón-
armið og virka byggðastefnu. Á Hólum er rekin ein
stærsta opinbera rannsóknarmiðstöð á landsbyg-
gðinni og mikið samstarf er við bæði innlenda og
erlenda aðila. Námið er að þróast á háskólastig í
samstarfi við aðrar háskólastofnanir. Á Hólum
gefst líka tækifæri til að vinna að meistara- eða
doktorsverkefnum undir leiðsögn starfsmanna
í fjósinu er m.a. rannsóknarstofa, vatnalífssýning og
lítil íbúð. Frekari endurbætur þarf að gera á bygg-
ingunni og finna henni nýtt hlutverk. Hvað skal gert
við súrheysturnana?
Gagngerar endurbætur hafa verið gerðar á skóla-
húsinu.
Mynd af Hólum frá I924. Á myndinni sést m.a
skólahúsið sem brann og eldri hluti núverandi
skólahúss. Ljósm. P. Söraa.
skólans í samvinnu við aðrar háskólastofnanir.
Hólar eru með sanni að þróast sem þekkingar-
þorp á landsbyggðinni. Samgöngur við staðinn eru
góðar og aukin fjarskiptatækni hefur valdið bylt-
ingu í öllu starfinu, jafnt við stjórnun alþjóðlegra
31