AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.2001, Blaðsíða 53

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.2001, Blaðsíða 53
víkurborg (Borgarskipulag Reykjavíkur) auk eigin- framlags Dús, Batterísins og Teiknistofunnar Norðra. Ennfremur veitti Skipulagsstofnun styrkí til verkefnisins. Framlag opinberra samstarfsaðila hefur verið greitt af viðkomandi stofnun. Einstakir samstarfsaðilar hafa lagt verulega vinnu af mörkum og ber þar fyrst og fremst að nefna Veðurstofu íslands. Verkefnið var kynnt á vinnslustigi á ráðstefnunni „Byggð á norðurhjara” á Akureyri, á ráðstefnu um umhverfismál í Stokk- hólmi í Svíþjóð og á félagsfundi í Arkitektafélagi íslands. Við vinnslu verkefnisins hefur verið stuðst við erlendar grunnrannsóknir og reynslu eftir því sem tilefni hafa gefist en mjög lítið er til af praktískum dæmum í þeim mælikvarða sem hér um ræðir. Ásamt Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins keypti Dús vindhermi, sem þróaður hefur verið í Finnlandi, auk annars búnaðar til notkunar við vinnslu verkefnisins. Gjóla er tilraun til að kanna eina leið að því tak- marki að skipulagi og hönnun á íslandi verði hag- að til samræmis við það veðurfar sem hér ríkir. Án efa má finna aðrar leiðir að sama marki en það gerist ekki nema til komi frekari rannsóknir og vilji til að byggja í samræmi við þau markmið sem hér er byggt á. HUGHYNDAFRÆÐI Hugmyndafræðin að baki Gjólu er sú trú og vissa að skipulag og hönnun húsa á íslandi eigi að endurspegla sérstöðu íslands í náttúrufari - vindi og sólarhæð, slagregni og skafsnjó. Til mikils sé að vinna og margt hægt að gera. Forsenda þess er sú annars vegar að fyrir hendi sé vitneskja um eðli og eiginleika íslensks veðurfars og hins vegar að þekking sé fyrir hendi til að takast á við þá nei- kvæðu eiginleika sem bregðast þarf við. Með því að skapa skjól fyrir vindi á byggðasvæðum skap- ast betri skilyrði fyrir þægilegt mannlíf utan dyra, betri gróðurskilyrði, minna álag á mannvirki og þar með minna viðhald og orkunotkun. Ef forsendur skjólmyndunar eru byggðar inn í skipulag byggðar frá fyrstu stigum og þeim síðan fylgt eftir þar til kemur að húsahönnun eru góðar líkur á að ná megi verulegum árangri. En hugmyndafræðin nær líka til þess að skjól- virkin verði hluti af byggingarlistinni, gefi henni sérkenni og skapi þannig ímynd íslenskrar bygg- ingarlistar mótaða af íslenskum veruleika. MARKMIÐIN Markmiðin varðandi vindinn snerust um vellíðan og þægindi til útivistar, betri gróðurskilyrði, minni áraun á mannvirki og minna orkutap. Markmiðin varðandi snjóinn snerust um að koma í veg fyrir snjósöfnun á umferðargötum, við innganga, á svölum og sólpöllum - en einnig að stuðla að snjósöfnun til vetrarleikja. Markmiðin varðandi sólina snerust um viðmið varðandi sólar- birtu í íbúðum og útisvæðum. VEÐURFARIÐ Til að skapa mynd af staðbundnu veðurfari var leitað í smiðju Veðurstofu íslands sem hefur yfir að ráða miklu magni upplýsinga. Á svæðinu sjálfu hefur verið starfrækt veðurstöð í nokkur ár sem Vindrós Hamrahlíð vetur vindhr. >=6m/s Lesið í snjóinn 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.