AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.2001, Blaðsíða 74
bókakynning
fyrra kom út bókin Nye Byrum (New City
Spaces í enskri útgáfu) eftir Jan Gehl og Lars
Gemsoe, en auk þeirra komu aö þessu verki
margir arkitektar og arkitektanemar viö arki-
tektúrdeild Konunglega listaháskólans í Kaup-
mannahöfn.
í þessari bók er komið víöa við. Þar er rakin
þróun í notkun borgarrýmis og fjallaö um hön-
nun þess í einstökum atriðum á fjölmörgum
sviöum. Lögö er áhersla á mikilvægi þess aö
gangandi fólki sé gert hærra undir höfði og aö
þaö fái nægilegt vel hannaö rými í borgum til
heföbundinna samskipta. Bókin er mjög vönduö
aö allri gerö, rösklega 260 blaðsíður, meö
fjölmörgum myndum og teikningum sem sýna þá
áherslu sem víöa um heim er lögð á aö mynda
hágæöa umhverfi fyrir fólk í þéttbýli og hvernig
það hefur veriö gert.
Þótt flest dæmi í þessari bók séu frá suölægum
löndum á hún samt sérstakt erindi til allra þeirra
sem fást viö skipulag og hönnun þéttbýlis hér á
landi.
Útgefandi er Arkitektens forlag, www.arkfo.dk.
Sjálfbær þróun
Ný stefna fyrir Norðurlönd
ýlega kom út skýrsla Norrænu
ráðherranefndarinnar sem ber
heitið Sjálfbær þróun - Ný stefna
fyrir Noröurlönd. í upphafi skýrsl-
unnar er fjallað um markmiö for-
sætisráöherra Norðurlandanna
um sjálfbæra þróun, en meö þau markmið aö
leiöarljósi var Norrænu ráðherranefndinni faliö að
móta áætlun um sjálfbæra þróun sem legði á-
herslu á þau sviö þar sem Norðurlöndin eiga sam-
eiginlega hagsmuni.
í meginatriðum snýst áætlunin um aö í sex
geirum veröi sjónarmiö umhverfisverndar og sjálf-
bærrar þróunar innbyggð í alla stefnumótun.
Þessir geirar eru orkumál, samgöngur, landbú-
naður, atvinnulíf, sjávarútvegur og nýting skóga.
Aðrir mikilvægir málaflokkar t.d. ferðamál, men-
ntun, þéttbýlis- og húsnæöismál voru ekki tekin
meö í þessari fyrstu norrænu áætlun um sjálfbæra
þróun.
í áætluninni er að finna tiltekin langtímamarkmiö
til ársins 2020 og markmið og verkefni til ársins
2004 og er gert ráö fyrir aö árangurinn af eftirfylgni
og framkvæmd veröi metinn aö fjórum árum
liðnum. Ríkisstjórnir Noröurlandanna bera megin-
ábyrgö á að fylgja markmiðum og verkefnum
áætlunarinnar eftir.
Þessi skýrsla gefur mjög gott yfirlit um stefnu
opinberra aöila á Norðurlöndum í þessum mála-
flokkum. Útgefandi er Norræna ráöherranefndin
(www.norden.org) en skýrslan er fáanleg hér á
landi hjá Máli og Menningu (verslun@mm.is).
72