AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.2001, Blaðsíða 58

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.2001, Blaðsíða 58
Þessu atriði í skipulagstillögunum virðist hafa ver- ið ágætlega framfylgt í uppbyggingu þéttbýlisstað- anna. Guðmundur og Guðjón höfðu næmt auga fyrir hinu staðbundna, ekki síst varðandi náttúrufar og landslag og höfðu gjarnan náið samráð við heima- menn um skipulagsgerðina. Hver skipulagstillaga fékk sín sérkenni eftir staðháttum á hverjum stað. í tillögum sínum reyndu þeir að taka mið af mis- munandi stærð og vaxtarmöguleikum staðanna og jókst umfang og íburður tillagna með stærð stað- anna. Þrátt fyrir að þeir félagar hafi yfirleitt gefið sér góðan tíma í að kynna sér atvinnulíf staðanna virðist sem að almennt hafi þeir ofmetið vaxtar- möguleika staðanna og bolmagn samfélagsins til að reisa íburðarmiklar byggingar í miðbæjunum. í skipulagstillögu fyrir Neskaupstað frá 1930 var t.d. gert ráð fyrir 5000 manna byggð í Norðfirði á mun minna svæði en byggðin er á í dag. Hinsvegar verður að hafa það í huga að samkvæmt skipu- lagslögunum bar þeim að horfa til 50 ára við gerð skipulagsins og það skýrir að sumu leyti þetta of- mat á vexti staðanna. Það er auðvelt að vera vitur eftir á en í mörgum tilfellum virðist hafa skort á „nútímalega” fram- tíðarsýn í tillögum þeirra Guðmundar og Guðjóns. Það hefur eflaust stafað að hluta til af því að þeir voru fastheldnir á hugsjónir sínar og höfðu mjög ákveðnar skoðanir um þá mynd sem íslenskir bæir ættu að taka. Hugmyndir þeirra um þéttleika byggðar, samfelldar húsaraðir og sambyggingar fellu í raun illa að þeim kröfum sem einkabíllinn gerði síðar í íslensku þéttbýli. Öld einkabílsins var vart hafin á íslandi þegar þeir félagar mótuðu sínar skipulagstillögur og hugtakið bílastæði kom hvergi fyrir í tillögum þeirra. Hefðu þeir horft til þess sem var að gerast í Bandaríkjunum á 3. áratugnum, til skólahverfis Perrys og skipulags Radburns frá 1929,2 hefðu þeir ef til vill endurskoðað framtíðar- sýn sína. Þó er það ekki víst. Guðjón hafði glöggt auga fyrir heilsteyptu borgarumhverfi sem umgjörð mannlífs og hefur ef til vill séð fyrir neikvæð áhrif einkabílsins á uppbyggingu miðbæja.3 Áhrif starfa Skipulagsnefndarinn- ar 1911-1938 á skipulag íslenskra þéttbýlisstaða Sú bæjarmynd sem Guðmundur Hannesson og Guðjón Samúelsson reyndu að skapa með skipu- lagstillögum sínum, á tímabilinu 1924 til 1938, er vart greinanleg í ásýnd íslenskra bæja í dag. Þar með er ekki sagt að starf þeirra og Skipulags- nefndarinnar hafi verið árangurslaust. Skipulags- áætlanir eru margþættar og það átti einnig við um skipulagstillögur þeirra félaga.4 Auk skipulags gatna og landnotkunar voru nákvæmar tilskipanir í tillögum þeirra um húsaskipan, húsagerðir og nýtingarhlutfall enda voru uppdrættirnir í óvenju stórum mælikvarða. í dag eru slík ákvæði sett fram í deiliskipulagi en ekki heildarskipulagi. Fag- urfræðilegar áherslur skipulagsins fólust að stór- um hluta í þessum nákvæmu ákvæðum og fram- fylgd þeirra var forsenda þess að skapað yrði hið heilsteypta bæjaryfirbragð sem Guðjón og Guð- mundur sáu fyrir sér. í raun má segja að styrkleiki tillagna þeirra félaga hafi falist í þessum áherslum og fagurfræðinni en síður í starfhæfni gatnaskipu- Skilgreina má þrjú stig bæjarskipulags (i) gatnakerfi og skipting lands í byggingasvæði og reiti; (ii) land- notkun bygginarsvæða og reit; (iii) lóða- og húsaskip- an, húsagerðir og nýtingarhlutfail. Síðastnefna stigið má hugsa í þvívíðu rúmi en hin tvö í tvívíðu. Að fylgja eftir skipulagsáætlun á þriðja stiginu hefur ver- ið hvað mestum vandkvæðum bundið við fram- kvæmd skipulags hér á landi og þá einkum á miðbæj- arsvæðum þar sem gjarnan er lagður mestur metn- aður í skipulagið. Fjarvíddamynd af skipulagstillögu fyrir Bolungarvík frá 1924 þar sem uppbygging þorps- ins er sýnd í „þrívídd" og staðfestur skipulagsupp- dráttur frá 1934. I staðfesta skipulaginu er horfið að verulegu leyti frá hinni draumkenndu hugmynd frá 1924. 56
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.