AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.2001, Blaðsíða 60

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.2001, Blaðsíða 60
aö þeim hefur aö stórum hluta veriö framfylgt hvaö varöar skipulag gatna og landnotkunar en miklu síöur hvaö varöar húsaskipan og húsagerðir.10Þar kemur einnig fram aö gatnaskipulagi áætlana frá umræddu tímabili er betur framfylgt en gatna- skipulagi áætlana frá tímabilinu 1938 til 1964. Miö- aö viö hversu stórhuga margar skipulagsáætlanir tímabilsins fyrir 1938 voru og í sumum tilfellum óraunsæjar, heföi mátt ætla aö framkvæmd þeirra yrði miklum erfiöleikum bundin, ekki síst meö tilliti til þess aö víöa ríkti stöðnunarskeið á fyrstu árum og áratugum eftir staðfestingu þeirra. Þrátt fyrir ýmsa misbresti í framfylgd tillagnanna má fullyröa aö allnokkur árangur hafi náöst, einkum varöandi gatna- og landnotkunarskipulag. Þá voru margar tillögur þeirra félaga vel ígrundaðar og sérstaklega er athyglisvert hversu mikið tillit þeir tóku til hættu af náttúruhamförum.11 Skynsamlegum tillögum þeirra um uppbyggingu þéttbýlis á svæöum þar sem var snjóflóðahætta, t.d. staðfest skipulag fyrir Neskaupstað frá 1930, var því miður ekki fylgt eftir í framkvæmd sem skyldi. Þaö þarf ekki aö koma á óvart aö þeim þáttum skipulagsáætlunar sem voru á valdi sveitarfélags- ins, t.d. gatnakerfi og lóöaúthlutun eftir starfsemi, hafi veriö betur framfylgt en þeim þáttum sem voru aö hluta til á valdi einstaklinga, þ.e. um fyrirkomu- lag bygginga á lóöum. Þessi staðreynd firrir þó ekki hreppsnefndir og Skipulagsnefndina ábyrgö á því af hverju skipulagi var ekki betur framfylgt því auðvitaö átti aö gefa byggingarleyfi í samræmi viö staðfestan skipulagsuppdrátt. Sú heilsteypta bæjarmynd, sem Guömundur Hannesson og Guðjón Samúelsson reyndu aö skapa fyrir helstu þéttbýlisstaöi landsins á árunum 1924-1938, molnar smám saman á eftirstríösárun- um. Ástæöur þess voru margar. Skipulagstillögur þeirra félaga voru um margt óraunsæjar þar sem vöxtur bæjanna var ofmetinn og bolmagn sveitar- stjórna og einstaklinga að byggja stórhýsi viö aðal- götur bæjanna. Einstaklingseðli var ríkt á þessum árum og vildi hver byggja eftir sínu höföi, smekk og þörfum og mátti vald hreppsnefnda og bæjar- stjórna oft sín lítils gagnvart framkvæmdagleöi at- hafnamanna. Auknar kröfur almennings um sérbýli og verndað einkalíf kipptu í mörgum tilfellum grundvellinum undan hugmynd þeirra um sam- byggingar og samfelldar húsaraöir. Það sama geröi tilkoma einkabílsins og aukin notkun hans. Þessar breyttu forsendur ýttu undir viljaleysi hreppsnefnda og byggingarnefnda til aö fylgja eftir staöfestu skipulagi og juku á óstaðfestu og stefnu- leysi þeirra í byggingarmálum. í mörgum tilvikum viröist Skipulagsnefnd hafa sýnt óþarfa linkind en ef til vill var fátt sem Skipulagsnefndin gat gert til aö sporna viö þessari þróun annað en aö fallast á breytingar á skipulaginu. Tilraun Guðmundar og Guöjóns til aö bæta ásýnd íslensks þéttbýlis var metnaðarfull og rík af hugsjónum og mun vart eiga sinn líka í sögu skipulagsgeröar á íslandi. Því miöur höföu þeir ekki erindi sem erfiöi og eflaust brygði þeim í brún fengju þeir tækifæri til að litast um í íslensku þét- tbýli í byrjun 21. aldarinnar. ■ 1. Skjalamappa fyrir Patreksfjörð/Skjalasafn Skipulagsstofn- unar. 2. Sjá Clarence Perry: „The neighborhood unit” í Neighbor- hood and community planning/The Regional Plan of New York and its environs, Vol. 3.; Clarence Stein: Toward new towns for America, 1958/ Edward Relph: The Modern Urban Landscape, 1987, bls. 62-65. 3. Þetta kemur fram í störfum hans með Skipulagsnefnd eftir 1938. Sjá Gerðabækur Skipulagsnefndarl 938-1950/ Skjalasafn Skipulagsstofnunar. 4. Sjá um þrískiptingu bæjarskipulags, Conzen, M.R.G.: „The Use of Town Plans in the Study of Urban History” í The Study of Urban History (H.J. Dyos, ed), 1968; Kostof, Spiro: „Cities and Turfs” í Design Book Review, 1986). 5. Sjá 22. grein laganna. Alþingistíðindi A, 1921, bls. 1427- 1428. 6. Stjórnartíðindi, 1926. 7. Skjalamappa fyrir Akranes/Skjalasafn Skipulagsstofnunar. 8. Gerðabók Skipulagsnefndar 1921-1938/ Skjalasafn Skipulagsstofnunar; Páll Líndal: Bæirnir byggjast, bls. 155. Sjá einnig viðtal við Guðmund Hannesson í Morgunblaðinu 1936. Guðjón Samúelsson: „Skipulag bæja”, Tímarit V.F.Í., 1928, bls. 15; „íslensk húsagerð og skipulag bæja”, Tímarit V.F.Í., 1930, bls. 5; Guðmundur Hannesson í Byggekunsten, 1. tbl. 1938. 9. Skjalamappa fyrir Keflavík/Skjalasafn Skipulagsstofnunar. 10. Haraldur Sigurðsson: Framkvæmd skipulagsáætlana 1927-1978, 1997 (óbirtar niðurstöður). Alls voru skoðaðar 14 staðfestar skipulagsáætlanir, af alls 17 staðfestum átímabilinu, og þær bornar saman við raunverulega uppbyggingu samkvæmt uppdráttum, loftmyndum og ýmsum skjölum. 11. Guðmundur Hannesson vann gjarnan mjög náið með heimamönnum við gerð skipulagsins, aflaði t.d. mikilvægra upplýsinga um snjóflóðahættu hjá staðkunnugum og dvaldi um hríð á staðnum þegar unnið var að skipulaginu. 58
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.