AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.2001, Blaðsíða 78
svæði, og stóran hluta deili- og frágangsteikninga.
Arkís ehf. sá um gerð allra útboðsgagna, verklýs-
inga og kostnaðar- og magntalna, auk þjónustu
við verkkaupa á verktíma. Þá hélt Arkís ehf. utan
um alla útgáfu og samræmingu hönnunargagna
er lutu að hverju verki, og var tengliður við
aðalhönnuði Smáralindar, ASK arkitekta. Loks
veitti Arkís ehf. aðstoð við verkeftirlit á byggin-
garstað.
Sú heildarþjónusta sem Arkís ehf. veitti í þessu
tilviki er að nokkru leyti nýr vettvangur í starfi arki-
tekta- og ráðgjafafyrirtækja. Hér færist útgáfa allra
teikninga m.a. á einn aðila sem einnig sér um
samræmingu gagna. Þetta tryggir aukin gæði og
fækkar boðleiðum milli verkkaupa og hönnuða,
sem eykur hagræði á verkferlinu.
í samstarfi, þar sem fjöldi aðila, víða um heim,
kemur að sama verkefni er netið ómissandi þáttur.
Með notkun þess náðust í þessu tilviki skýr og
auðveld boðskipti þvert á land og láð, auk þess
sem öll afhending gagna var skráð og auðrekjan-
leg. Mikil þróun hefur átt sér stað á þessu sviði
innan fagsins síðustu árin, en fyrir nokkrum árum
hefði verkferli sem þetta verið óframkvæmanlegt,
þar sem samskipti hefðu reynst torveld og tíma-
frek. Hér eru því ný markaðssvæði að opnast fyrir
innlenda hönnuði sem geta í auknum mæli leitað
á alþjóðlegan markað. Þá er fyrirsjáanlegt að slík
þjónusta sem hér er lýst, muni færast meira á
hendur arkitekta á komandi árum, einkum í Ijósi
skýrra ákvæða byggingarreglugerðar frá 1998 um
samræmingarhlutverk aðalhönnuðar.
76