AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.2001, Blaðsíða 47

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.2001, Blaðsíða 47
Kárahnjúkavirkjun skref í rétta átt Fyrstur til að áætla nýtingu vatnsaflsins í Jökulsá á Dal og Jökulsá í Fljótsdal var Sigurður Thoroddsen (1954, 1962) verkfræðingur, sem gerði ráð fyrir að veita Jökulsá á Dal yfir í Fljótsdal og Jökulsá í Fljótsdal út Múla, milli Suður- og Norðurdals í Fljótsdal. Sigurður hafði því strax um miðja tuttugustu öldina komið auga á Fljótsdal sem besta stað fyrir stöðvarhús er þessar ár yrðu beislaðar. Orkustofnun tók upp þráðinn 1969 og setti fram nýjar hugmyndir um virkjun ánna og hóf undirbúningsrannsóknir á svæðinu; landmælingar og kortagerð, jarðfræðirannsóknir, og fljótlega ýmsar náttúrufarskannanir, auk þess sem vatna- mælingar voru auknar. Gefnar voru út 1978 (Al- menna verkfræðist. o.fl.) sex heildarskýrslur um virkjunarhugmyndir norðaustan Vatnajökuls. Mynd Mynd I. Mið- Austurland og hálendið norðaustan Vatnajökuls. Þarna er sýnd sú tilhögun virkjana að jökulsárnar eru virkjaðar í eigin farvegum niður Jökuldal og niður í Fljótsdal. Sjá stöpul 2 á mynd 3. 1 er landakort af svæðinu norðaustan Vatnajökuls og sýnir þá hugmynd að virkja Jökulsá á Dal í eigin farvegi, en ekki veita henni yfir til Fljótsdals. Fram að lagabreytingum 1983 hafði Lands- virkjun aðeins umboð til að virkja á Suðurlandi og brúaði því Rarik árabilið 1977-83 sem virkjunar- aðili Fljótsdalsvirkjunar fyrir Iðnaðarráðuneytið, sem útvegaði fjármagn í verkið á þessu tímabili. Árið 1981 voru samþykkt á Alþingi heimildarlög um Fljótsdalsvirkjun (Landsvirkjun 1999). Árið 1991 var gefið út virkjunarleyfi fyrir Fljótsdals- virkjun með miðlunarlóni á Eyjabökkum vegna fyrirhugaðs álvers á Vatnsleysuströnd, en hætt var við þær áætlanir fljótlega eftir það. Undir lok aldar- innar kom á dagskrá álver á Reyðarfirði og var gert ráð fyrir að orkan frá Fljótsdalsvirkjun rynni til þess. Snemma árs 2000 ákváðu þó viðkomandi fjárfestar að þeir vildu hefja rekstur versins með tvöfalt stærri byrjunaráfanga en áður hafði verið ráðgert. Þetta hæfði Kárahnjúkavirkjun og opnaði þann möguleika að sleppa miðlun á Eyjabökkum en stækka að sama skapi miðlunina í Hálslóni ofan Kárahnjúka. Það land sem fer undir vatn minnkar þá samtals um tæplega 40 km2 (Lands- virkjun 2001). Þréun hugmynda 1978-2001 Mismunandi tilhögun virkjunarkosta í Jökuls- ánum í Fljótsdal og á Dal skila frá 4900 til 5500 GWst á ári og er þá ekki gert ráð fyrir mögulegri fullnýtingu orku af vatnasviðinu milli Fljótsdals og Suðurfjarða. Fyrstu hugmyndir gerðu ráð fyrir að Mynd 2. Hugmynd að virkjun Jökulsár á Dal og Jökulsár í Fljótsdal frá 1978, sem var efst á baugi fram undir 1990. Sjá stöpul I á mynd 3. 45 BIRGIR JÓNSSON, DÓSENT UMHVERFIS-OG BYGGINGARVERKFRÆÐISKOR HÍ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.