AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.2001, Blaðsíða 43
framboð hefur alltaf miðast við að uppfylla kröfur
atvinnulífsins og jafnframt snúist um þarfir nem-
enda. Megnið af nemendum skólans kemur beint
úr atvinnulífinu með margvíslega reynslu og þekk-
ingu, til áframhaldandi náms á þeim sviðum sem
þjóðfélagið þarfnast mest. Gerðar eru margvísleg-
ar ráðstafanir til þess að auðvelda nemendum að
byrja í námi á nýjan leik, en það á við um stóran
hluta nýnema við Tækniskólann að vera ekki að
koma beint úr öðru námi. Á fyrsta degi fá nýnemar
kynningu á þeirri þjónustu sem skólinn býður
þeim, svo sem hjá reiknistofu, bóksölu, skrifstofu,
námsráðgjöf, alþjóðaskrifstofu, mötuneyti og
fleirum. Einnig eru nemar upplýstir um þá ábyrgð
og skyldur sem á þeim hvíla. Þær snúa m.a. að
skráningu þeirra í áfanga og próf og ábyrgð er
fylgir aðgengi að húsnæði skólans og öllum bún-
aði. Þá býðst öllum nýnemum að taka námskeið í
nýjum og bættum vinnubrögðum við upphaf náms,
þeim að kostnaðarlausu auk annarra námskeiða á
námstímanum.
Kennsludeildir skólans nú eru frumgreinadeild,
byggingadeild, rafmagnsdeild, véladeild, rekstrar-
deild, iðnaðartæknifræði og heilbrigðisdeild.
Diplomanám í iðnfræði er í boði í byggingadeild,
rafmagnsdeild og véladeild og iðnfræðingar geta
tekið framhaldsnám. Tæknifræðinám til B.Sc.
gráðu er nú í boði í byggingadeild, rafmagnsdeild,
véladeild og iðnaðartæknifræði. Iðnrekstrarfræði
er fjögurra anna nám í rekstrardeild og útskrifast
nemendur af rekstrar- eða markaðssviði. Einnig er
í boði framhaldsnám til B.Sc. gráðu fyrir rekstrar-
fræðinga annars vegar í vörustjórnun og hins
vegar í alþjóðamarkaðsfræði. ( heilbrigðisdeild eru
tvær námsbrautir, meinatækni og geislafræði. Um
er að ræða 4 ára nám sem lýkur með B.Sc. gráðu.
41