AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.2001, Blaðsíða 15
Kennaraháskóli íslands
Til móts við nýja tíma
Nð Kennaraháskóla Islands eru
rannsóknir og rannsóknarbundið
framhaldsnám í örum vexti og þar
fer fram starfsmenntun æ fleiri fag-
hópa á uppeldissviði. Skólinn er
annar stærsti háskóli landsins og
býður fram margar námsbrautir jafnt með hefð-
bundnum hætti og í fjarnámi. Byggingu skólans
við Stakkahlíð í Reykjavík þekkja flestir en færri
vita að húsakynni skólans liggja víða. í nýlegu
deiliskipulagi er svo gert ráð fyrir aukinni starfsemi
og mörgum nýjum byggingum við aðalstöðvar
skólans. Framkvæmdir við fyrstu bygginguna hóf-
ust í vetur og þar er á ferðinni hús sem leiðir skól-
ann til móts við nýja öld.
Hús Kennaraháskóla íslands við Stakkahlíð eftir
Steinar Guðmundsson arkitekt á vegum Harðar
Bjarnasonar húsameistara ríkisins var tekið í notk-
un árið 1962 og er ein þeirra opinberu bygginga í
Reykjavík sem athygli vekja fyrir vandaðan arki-
tektúr. Byggingin minnir um margt á byggingu
háskólans í Árósum og einkennist af grönnum
formum, lóðréttum línum og óvenju mikilli birtu. í
stofum eru gluggar á tvo vegu, gluggaveggir prýða
stigahús og stórir gluggar með endilangri jarðhæð
setja svip á sali og súlnagöng. Miklu var kostað til
á sínum tíma og um það bera vitni koparslegin
þök, bogadregnar dyr úr tékki í kennslustofum,
vélknúin myrkvunartjöld felld í glugga, mósaíkverk
eftir Valtý Pétursson og málverk eftir Gunnlaug
Scheving. Birta þessa húss, listrænn metnaður og
svif í formum lyfta andanum og vekja enn hughrif
um framsækna tíma.
Af líkani og teikningum má sjá að meginhúsið
átti að lengja í austurátt þegar tímar liðu fram. Að
sunnanverðu skyldi rísa samkomusalur tígullaga
að lögun. Þar sem tígullinn átti að rísa var hins
vegar reist þriggja hæða bygging undir raun-
greinastofur, bókasafn, gagnasmiðju, mötuneyti
og fleira, tengd aðalbyggingunni með glergangi og
tekin í notkun árið 1983. Þá byggingu teiknuðu
þeir Helgi og Vilhjálmur Hjálmarssynir. Húsið er
þyngra að yfirbragði en aðalbyggingin en kallast á
við hana með lokuðum göflum, lóðréttum línum og
bröttu þaki.
Árið 1996 var samþykkt deiliskipulag fyrir Kenn-
araháskólann og Sjómannaskóla íslands. Þar er
gert ráð fyrir allmiklu háskólasvæði efst á
Rauðarárholti og mörgum nýjum byggingum, bæði
skólahúsnæði og stúdentagörðum. Við Bólstaðar-
hlíð gegnt ísaksskóla hafa þegar risið náms-
mannaíbúðir samkvæmt skipulaginu og hefur sú
13
TORFI HJARTARSON, LEKTOR