AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.2001, Blaðsíða 15

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.2001, Blaðsíða 15
Kennaraháskóli íslands Til móts við nýja tíma Nð Kennaraháskóla Islands eru rannsóknir og rannsóknarbundið framhaldsnám í örum vexti og þar fer fram starfsmenntun æ fleiri fag- hópa á uppeldissviði. Skólinn er annar stærsti háskóli landsins og býður fram margar námsbrautir jafnt með hefð- bundnum hætti og í fjarnámi. Byggingu skólans við Stakkahlíð í Reykjavík þekkja flestir en færri vita að húsakynni skólans liggja víða. í nýlegu deiliskipulagi er svo gert ráð fyrir aukinni starfsemi og mörgum nýjum byggingum við aðalstöðvar skólans. Framkvæmdir við fyrstu bygginguna hóf- ust í vetur og þar er á ferðinni hús sem leiðir skól- ann til móts við nýja öld. Hús Kennaraháskóla íslands við Stakkahlíð eftir Steinar Guðmundsson arkitekt á vegum Harðar Bjarnasonar húsameistara ríkisins var tekið í notk- un árið 1962 og er ein þeirra opinberu bygginga í Reykjavík sem athygli vekja fyrir vandaðan arki- tektúr. Byggingin minnir um margt á byggingu háskólans í Árósum og einkennist af grönnum formum, lóðréttum línum og óvenju mikilli birtu. í stofum eru gluggar á tvo vegu, gluggaveggir prýða stigahús og stórir gluggar með endilangri jarðhæð setja svip á sali og súlnagöng. Miklu var kostað til á sínum tíma og um það bera vitni koparslegin þök, bogadregnar dyr úr tékki í kennslustofum, vélknúin myrkvunartjöld felld í glugga, mósaíkverk eftir Valtý Pétursson og málverk eftir Gunnlaug Scheving. Birta þessa húss, listrænn metnaður og svif í formum lyfta andanum og vekja enn hughrif um framsækna tíma. Af líkani og teikningum má sjá að meginhúsið átti að lengja í austurátt þegar tímar liðu fram. Að sunnanverðu skyldi rísa samkomusalur tígullaga að lögun. Þar sem tígullinn átti að rísa var hins vegar reist þriggja hæða bygging undir raun- greinastofur, bókasafn, gagnasmiðju, mötuneyti og fleira, tengd aðalbyggingunni með glergangi og tekin í notkun árið 1983. Þá byggingu teiknuðu þeir Helgi og Vilhjálmur Hjálmarssynir. Húsið er þyngra að yfirbragði en aðalbyggingin en kallast á við hana með lokuðum göflum, lóðréttum línum og bröttu þaki. Árið 1996 var samþykkt deiliskipulag fyrir Kenn- araháskólann og Sjómannaskóla íslands. Þar er gert ráð fyrir allmiklu háskólasvæði efst á Rauðarárholti og mörgum nýjum byggingum, bæði skólahúsnæði og stúdentagörðum. Við Bólstaðar- hlíð gegnt ísaksskóla hafa þegar risið náms- mannaíbúðir samkvæmt skipulaginu og hefur sú 13 TORFI HJARTARSON, LEKTOR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.