AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.2001, Blaðsíða 54

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.2001, Blaðsíða 54
\ M mælir hita, vindhraöa og vindáttir. Veðurstofan út- bjó vindrósir eftir óskum og braut þær niður með ýmsum hætti: Vetur og sumar, sumardag og -nótt, < og > 6 metra á sek. o.s.frv. Vindurinn er sá þátt- ur veðurfarsins sem þyngst vegur í verkefninu enda ræður kæling af völdum vinds úrslitum um vellíðan við útiveru í sól og við þokkalegt hitastig - hvað þá ef ekki nýtur sólar og hitastig er lágt. Ýmsar aðferðir voru notaðar til að skapa mynd af vindafari svæðisins: Með vettvangsskoðun þar sem lesin voru ummerki vinds og snævar í landi og gróðri, vindrósir frá Veðurstofunni gaumgæfð- ar; tilraunir gerðar með vindhermi, fokefni og líkani af svæðinu; vindmælingar gerðar á svæðinu með 5 færanlegum veðurstöðvum og útreikningar gerð- ir í tölvuvindhermi Veðurstofunnar. Einnig voru gerð skuggakort af svæðinu. Ennfremur var saf- Ríkjandi vindáttir í Hamrahlíð nað saman ýmsum öðrum veðurfarsupplýsingum og þær túlkaðar. Gerð voru og hallakort af svæð- inu, mat var lagt á verndun gróðurfars á grundvelli gróðurfarsúttektar. SKIPULAGSTILLOCUR Gerðar voru tillögur að annars vegar ramma- skipulagi svæðisins og hins vegar að deiliskipulagi ákveðins reits innan þess. í rammaskipulaginu var byggt á forsendum veðurfarsathugananna og byg- gðarmynstur valið í samræmi við þær. Mynstrið ræðst af kerfi stofnskjólbelta sem skýlir gegn rík- jandi vindáttum og sem um leið afmarkar útlínur byggðarflekanna. í tillögunni eru tekin frá allt að 100 metra breið svæði milli byggðarflekanna þar sem skjólbeltum er komið fyrir auk ýmissar annarr- ar þjónustu eins og skólum og leiksvæðum er komið fyrir. Gert er ráð fyrir að skjólbeltin geti orðið 10-12 metra há og dragi úr vindi á landi allt að 20 - faldri hæð þeirra. Skjólbeltunum austast í byggð- inni er jafnframt ætlað að safna sem mestu af því mikla magni af foksnjó sem búast má við á svæð- inu. í deiliskipulagstillögunni var unnið með minni skjólbelti og húsagerðir þar sem meginforsendurn- ar voru þéttleiki, sólarbirta og skjól. Annars vegar voru skoðuð fjölbýlishús sem formuð voru m.t.t. vinds og sólar - þ.e. sveigð og með hallandi „bak- vegg” og lægri til endanna. Skjóláhrif voru könnuð í líkani 1:200 með hjálp vindhermis, fyrst án frekari skjólaðgerða en síðan einnig með skjólvirkjum sem ætlað var að draga úr vindhraðanum þar sem hann er mestur, þ.e., fyrir enda húsanna og yfir þau. Einnig voru gerðar tilraunir með hálfopna skerma utan á bakveggnum. Þessar aðgerðir ásamt sérstakri mótun húsanna gerði það að verk- um að mun meira skjól náðist milli húsanna og skjólvirkin gerðu mögulegt að auka bilið milli þeir- ra þannig að betri sólarskilyrði náðust. Hins vegar voru skoðuð sérbýlishús (n.k. par- hús) á litlum lóðum (ca. 600 fm) á tveimur hæðum. Lóðanýting er mjög há eða 0.9. Lögð var áhersla á að tryggja sól og skjól eins og áður segir og þar sem lóðastærðin var lítil var sólarbirtan leyst með skjólsælum þaksvölum (-görðum). Með ákveðnum skjólaðgerðum tókst að mynda skjólsæla byggð sem einnig naut vel sólar. HIÐURSTOÐUR Niðurstöður verkefnisins verða ekki sannreyndar nema í verki. Það er þó mat Batterísins að með 52
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.