Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Side 21

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Side 21
2. tbl. 98. árg. 2022 | Tímarit hjúkrunarfræðinga 21 til Hollands þegar teymið var þróað því þar er meiri þekking og reynsla teyma á borð við okkar. Við kynntum okkur FACT-þjónustu og fylgdum módeli sem hefur verið prófað víðsvegar um heiminn, við gátum þannig nýtt okkur þekkingu sem hefur reynst vel annars staðar.“ Birna segir að þjónusta fyrir einstaklinga með alvarlega geðsjúkdóma og alvarlegan fíknivanda sé mjög aðkallandi og aðsóknin sé meiri en teymið hafi getað sinnt undanfarið. mæta skjólstæðingum þar sem þeir eru staddir hverju sinni og við leggjum mikla áherslu á að vera sveigjanleg. Það leiðir svo vonandi til þess að einstaklingar sem tilheyra þessum hópi nái betra jafnvægi og geti frekar nýtt sér geðheilbrigðisþjónustuna. Með okkar innkomu vonumst við til þess að skjólstæðingar okkar geti fengið aðstoð við að leita á rétta staði til þess að fá markvissari þjónustu.“ Birna segir að það sem sé helst einkennandi fyrir hópinn sem teymið þjónustar séu ótryggar félagslegar aðstæður. „Með því að eiga öruggt húsaskjól næst ákveðið jafnvægi og því skiptir það hópinn okkar miklu máli að við aðstoðum hann við að tengjast félagsráðgjöfum í þeirra nærumhverfi með það að markmiði að fá húsnæði við hæfi. Gagnkvæmt traust skiptir lykilmáli í þessum aðstæðum.“ Hver kallar eftir þjónustu teymisins? „Sá hópur sem núna er í þjónustu teymisins kom inn í það úr öðrum teymum á geðþjónustu Landspítala, út frá innvalsskilmerkjum, sem var þáttur í því að gera þjónustuna markvissari.“ Nýttuð þið ykkur þekkingu og reynslu frá öðrum löndum þegar teymið var þróað? „Samfélagshjúkrun og samfélagsteymi eru ekki ný af nálinni. Til að mynda hefur samfélagsgeðteymi verið starfandi á geðþjónustu Landspítala í langan tíma og fagaðilar Laufeyjar teymisins hafa meðal annars reynslu þaðan. Við horfðum helst Viðtal „Fordómar eru miklir gagnvart hópnum sem við sinnum, bæði innan heilbrigðiskerfisins og utan þess.“

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.