Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Page 22

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Page 22
22 Tímarit hjúkrunarfræðinga | 2. tbl. 98. árg. 2022 Viðtal Neysla ópíóða hefur færst í aukana á undan- förnum árum, hvernig birtist þessi vandi ykkur? ,,Í okkar hópi eru einhverjir að nota ópíóða og sem betur fer eru viðurkenndar aðferðir til að mæta þessum einstaklingum og aðstoða þá í þeim efnum, svo sem viðhaldsmeðferðir og neyðarlyfið naloxone. Okkur hefur reynst erfiðara að mæta þörfum þeirra sem nota örvandi vímuefni þar sem þau ýta undir versnun á til dæmis geðrofssjúkdómum og við erum því miður ekki með neina gagnreynda viðhaldsmeðferð til að mæta þörfum þeirra.“ Er tilgangurinn með svona þjónustu að bæta lífsgæði fólks eða er markmiðið að reyna að fá fólk til að vera virka samfélagsþegna? „Tilgangurinn er að bæta lífsgæði og að aðstoða skjólstæðinga teymisins við að ná markmiðum sínum. Einstaklingarnir sem þiggja þjónustu teymisins eru jafnmismunandi og þeir eru margir og því eru markmiðin misjöfn. Sem dæmi gæti einn í okkar þjónustu haft áhuga á því að fara út á vinnumarkaðinn á meðan annar hefur það markmið að ná lágmarksjafnvægi á sínum geðsjúkdómi. Við vinnum út frá batamiðaðri hugmyndafræði, bati eins er ekki sambærilegur bata annars. Það væri óraunhæft að ætla öllum sömu útkomu.“ Er það þín upplifun sem fagmanneskju í geðþjónustu á Íslandi að úrræðaleysi sé hindrun? ,,Úrræðaleysi er vissulega hindrun. Okkar fólk hefur takmörkuð úrræði og þarf oft að bíða lengi, fær til að mynda ekki sömu tækifæri til búsetu og aðrir svo eitthvað sé nefnt.“ Hvaðan kemur nafnið á teymið, LAUFEY? ,,Við vildum ekki hafa gildishlaðið nafn sem felur í sér eitthvað sem ýtir mögulega undir fordóma. Við ákváðum því að heiðra ömmuna í Grjótaþorpinu, Laufeyju Jakobsdóttur, með því að nefna teymið eftir henni. Laufey barðist ávallt fyrir rétti lítilmagnans, hún var þekkt fyrir störf sín í þágu unglinga í miðborg Reykjavíkur og stóð vörð um ungar konur sem leið áttu um Grjótaþorpið á síðkvöldum.“ Að endingu verður þú sem starfsmaður teymisins vör við fordóma gagnvart þeim hópi sem þú ert að sinna? „Já því miður er það raunin. Fordómar eru miklir gagnvart hópnum sem við sinnum, bæði innan heilbrigðiskerfisins og utan þess. Fordómar eru byggðir á vanþekkingu og því er það eitt mikilvægasta hlutverk þeirra sem vinna með hópnum að vera málsvari hans og veita fræðslu með það að markmiði að minnka fordóma. Að sjálfsögðu á ekki að mismuna einstaklingum út frá stöðu eða greiningum og því eiga einstaklingar með tvígreiningu að hafa jöfn tækifæri á við aðra,“ segir Birna að lokum og vonandi er þetta viðtal liður í því að minnka fordóma gagnvart þessum veikasta hópi samfélagsins. „Okkur hefur reynst erfiðara að mæta þörfum þeirra sem nota örvandi vímuefni þar sem þau ýta undir versnun á til dæmis geðrofssjúkdómum og við erum því miður ekki með neina gagnreynda viðhaldsmeðferð til að mæta þörfum þeirra.“

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.