Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Side 28

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Side 28
28 Tímarit hjúkrunarfræðinga | 2. tbl. 98. árg. 2022 Meistaranám í geðhjúkrun Nýtt meistaranám í geðhjúkrun Viltu bæta geðheilsu landsmanna og verða virkur þátttakandi í þróun geðheilbrigðisþjónustu til framtíðar? Á heimasíðu Háskóla Íslands tekur þessi setning á móti þeim sem vilja kynna sér þetta nýja meistaranám sem er vistað hjá Hjúkrunarfræðideild HÍ. Við spurðum dr. Helgu Sif Friðjónsdóttur aðeins út í meistaranámið en hún er sérfræðingur í geðhjúkrun og klínískur lektor við Hjúkrunarfræðideild HÍ, auk þess að starfa á göngudeild fíknigeðdeildar á geðþjónustu Landspítala. Hvers vegna var ákveðið að bjóða upp á meistaranám í geðhjúkrun? Geðheilbrigði og geðheilbrigðisþjónusta hefur verið mikið í umræðunni undanfarin misseri og ítrekað bent á að efla þurfi geðheilbrigðisþjónustu, á öllum stigum heilbrigðisþjónustu sem og í annarri velferðarþjónustu, og að öll þjónusta þurfi að vera notendamiðuð og valdeflandi. Samfélagsumræðan hefur leitt til þess að eðlilegt þykir nú að leita sér aðstoðar með geðrænar áskoranir og einskorðast sú aðstoð ekki við tiltekna fagstétt. Því hefur samhliða umræðunni verið þrýstingur frá hjúkrunarfræðingum og stofnunum sem veita geðheilbrigðisþjónustu á að skapa tækifæri til aukinnar menntunar og þjálfunar í geðhjúkrunarfræði. Meginmarkmið framhaldsnáms í geðhjúkrunarfræði er að mæta þörfum notenda og aðstandenda í sem víðasta samhengi, út frá batamiðaðri hugmyndafræði og valdeflingu. Viðfangsefnin eru og verða ærin til framtíðar í geðheilbrigðismálum og munu hjúkrunarfræðingar með framhaldsmenntun í geðhjúkrun gegna veigamiklu hlutverki í uppbyggingu geðheilbrigðis- þjónustu, bæði úti í samfélaginu og innan stofnana. Hvernig er námið uppbyggt? Meistaranám í geðhjúkrun er 120 einingar. Námið er fullt nám í tvö ár, með 60 ECTS á fyrra ári, sem er jafnframt launað starfsnám en 40 ECTS eru kenndar á seinna ári. 20 ECTS einingar geta fengist metnar. Námið er sveigjanlegt Viðtal og myndir: Sigríður Elín Ásmundsdóttir með reglulegum staðlotum á námstímanum við HÍ, HA, auk klínískra námskeiða á Landspítala. Hvaða tækifæri getur námið haft í för með sér? Að námi loknu opnast fjölbreytt tækifæri til að takast á við margvíslegar áskoranir til að bæta geðheilsu fólks á öllum aldri. Framsæknir hjúkrunarfræðingar geta stefnt að sérfræðiréttindum í geðhjúkrun, starfað í teymum Helga Sif Friðjónsdóttir stendur fremst á myndinni, þá Jóhanna Bernharðsdóttir, Eydís Kristín Sveinbjarnardóttir og Gísli Kort Kristófersson. Þetta er hópurinn sem kom meistaranámi í geðhjúkrun á koppinn. Stolt og spennt að taka á móti nemendum sem hefja nám í haust.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.