Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Qupperneq 43

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Qupperneq 43
2. tbl. 98. árg. 2022 | Tímarit hjúkrunarfræðinga 43 Í þessari rannsókn voru heilsutengd lífsgæði mæld meðal sjúklinga sem fóru í valkvæða mjaðmaaðgerð. Nýnæmi rannsóknarinnar felst í því að flestöllum sjúklingum á landinu sem undirgengust valfrjálsa mjaðmaskipaaðgerð á sex mánaða tímabili og sem fóru flestir í gegnum flýtibatameðferð var boðin þátttaka. Rannsóknin gefur því góða lýsingu á þessum sjúklingahópi. Legutími sjúklinga eftir þessar aðgerðir er stuttur og því mikilvægt að hjúkrunarfræðingar þekki vel hvað bataferlið felur í sér til að geta veitt sem besta útskriftarfræðslu og eftirfylgd. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að líkamleg og andleg heilsutengd lífsgæði sjúklinganna batna marktækt frá því á sjúkrahúsi þar til sex mánuðum síðar. Það á við um alla flokka og þætti mælitækisins utan þáttinn Almennt heilsufar sem breyttist ekki og gefur til kynna að þátttakendurnir telji ekki að almennt heilsufar breytist við aðgerðina. Þessar niðurstöður eru að mestu í samræmi við niðurstöður Sveinsdóttur og félaga (2020) sem mældu lífsgæði sjúklinga eftir hnéaðgerð með SF-36v2. Niðurstöðurnar voru frábrugðnar okkar rannsókn að því leyti að ekki var marktækur munur á undirþættinum Geðheilsa eftir tímabilum en marktækur munur á Almennu heilsufari. Þann mun má kannski rekja til þess að þetta eru mismunandi aðgerðir og sjúklingar iðulega lengur að ná sér eftir hnéaðgerðir. Niðurstöður Árúnar K. Sigurðardóttir og samverkamanna (2013), sem mældu lífsgæði íslenskra sjúklinga sem fara í mjaðmar- og hnéaðgerðir, með mælitækinu EQ-5D sýndu að lífsgæðin jukust. Erlendar rannsóknir sýna jafnframt sambærilegar niðurstöður (Füssenich o.fl., 2019; Neuprez o.fl., 2020). Klapwijk og félagar (2017) fundu að lífsgæði, mæld með EQ- 5D, sjúklinga eftir mjaðmarskipti með flýtibatameðferð, jukust fyrstu sex vikur eftir aðgerð. Neuprez og félagar (2020), sem notuðu SF-36v2, sýndu að heilsutengd lífsgæði sem höfðu náðst ári eftir aðgerð voru við það sama fimm árum síðar. Þessar niðurstöður, innlendar og erlendar, endurspegla góðan árangur liðskiptaaðgerða á mjöðm á lífsgæði sjúklinga. Að vera byrjaður að vinna sex vikum eftir aðgerð, og að greina frá minni verkjum þá og að hafa náð sér vel/mjög vel spáði fyrir um betra Líkamlegt heilsufar á þeim tíma en sex mánuðum eftir aðgerð var það einungs að hafa náð sér vel/ mjög vel sem spáði fyrir um betra Líkamlegt heilsufar. Þessi atriði eru öll merki um líkamlegan árangur aðgerðar, þ.e. verkjaleysi, að vera kominn aftur í vinnu og að hafa náð sér vel. Það er þó fjórðungur þátttakenda sem ekki hafði náð sér vel/mjög vel hálfu ári eftir aðgerð. Að vera án annarra sjúkdóma spáði fyrir um betra Andlegt heilsufar sex vikum eftir aðgerð, en hálfu ári síðar er það að hafa náð sér vel/mjög vel og að kynlíf og svefnleysi valdi lítilli/mjög lítilli vanlíðan. Um 35% til 49% þátttakenda telja kynlíf og svefnleysi hafa valdið vanlíðan hálfu ári eftir aðgerð. Þessar niðurstöður benda til þess að hafa ætti samband við sjúklinga þá og athuga hversu vel þeir hafa náð sér, hvaða einkenni þeir hafa og hvort eitthvað sé til ráða af hálfu heilbrigðisþjónustunnar. Bakgrunnur þátttakenda í rannsókninni er svipaður og í erlendum rannsóknum hvað varðar aldur og líkams- þyngdarstuðul, en ekki kyn en konur eru almennt ívið fleiri en karlar (Füssenich o.fl., 2019; Gonzalez Saenz de Tejada o.fl., 2014; Sveinsdóttir o.fl., 2020). UMRÆÐA Niðurstöður þessarar rannsóknar benda til að aðgerðin hafi náð því markmiði að draga úr verkjum og erfiðleikum með hreyfingu. Það er í samræmi við niðurstöður erlendra rannsókna (Füssenich o.fl., 2019; Klapwijk o.fl., 2017; Larsen o.fl., 2010; Neuprez o.fl., 2020). Þreyta og úthaldsleysi eru einkenni sem eru minna rannsökuð eftir liðskiptaaðgerðir en eru þó þekkt einkenni eftir aðgerðirnar og eru meðal helstu orsaka lengri sjúkrahússdvalar (Winther o.fl., 2015). Við skoðuðum líka mæði, hægðatregðu, erfiðleika í kynlífi og svefnleysi en þessi einkenni eru lítið rannsökuð hjá þessum sjúklingahópi. Betur þarf að rannsaka þessi einkenni og marktækan mun en áherslan í okkar rannsókn var ekki einkenni heldur lífsgæði. Rannsóknir hafa sýnt að þeir sem eru betur á sig komnir fyrir aðgerð, með betri heilsutengd lífsgæði, meiri hreyfanleika og minni verki ná meiri bata eftir aðgerð en þeir sem eru verr á sig komnir (Hofstede o.fl., 2018; Neuprez o.fl., 2020). Okkar niðurstöður voru að hluta til samhljóma þessum niðurstöðum en alltaf var marktækt samband á milli erfiðleika við hreyfingu og heilsutengdra lífsgæða á líkamlega þættinum (PCS) á þeim tímapunkti sem spurningalistanum var svarað. Styrkur og veikleikar rannsóknar Meginstyrkur þessarar rannsóknar er að heilsutengd lífsgæði voru mæld með vel rannsökuðu, réttmætu og áreiðanlegu mælitæki, SF-36v2. Hins vegar er SP-36v2 ekki sérhannað fyrir liðskiptasjúklinga sem hefði verið æskilegt. Þá voru þátttakendur frá tveimur stærstu sjúkrahúsunum á Íslandi þar sem yfir 90% liðskiptaaðgerða eru framkvæmdar. Það er vissulega styrkleiki að þýðið sé einsleitt en jafnframt veikleiki því það takmarkar yfirfærslugildi á niðurstöðum rannsóknarinnar á misleitari hóp. Annað veikleikamerki er að einungis 58% þeirra sem hófu rannsóknina svöruðu öllum spurningalistunum á tímapunktunum þremur og það veldur því að erfiðara er að yfirfæra niðurstöðurnar á þýðið. Þá var treyst á klínískt mat hjúkrunarfræðings á þátttökuhæfni þátttakenda sem getur stuðlað að huglægu mati hjúkrunarfræðingins. Að auki þá hófst flýtibatameðferð við upphaf árs 2016 líkt og getið er í inngangi. Við hönnun rannsóknarinnar var það ekki vitað og því ekki spurt um það en ljóst er að mikill hluti þátttakenda undirgekkst þá meðferð. Jafnframt er þekktur veikleiki notkun sjálfsmatsspurningalista sem m.a. tengist því að sumir hafa tilhneigingu til að ofmeta eða nota há tölugildi á meðan aðrir vanmeta eða nota lág tölugildi (Toomingas o.fl., 1997). Ályktanir Niðurstöður þessarar rannsóknar sýna að heilsutengd lífsgæði aukast eftir liðskiptaaðgerðir á mjöðm frá því á sjúkrahúsinu þar til sex mánuðum síðar. Jafnframt að það dregur úr verkjum, erfiðleikum með hreyfingu, þreytu og úthaldsleysi fyrstu sex vikurnar eftir aðgerð. Þá benda niðurstöður til að sjúklingar með aðra sjúkdóma sem og þeir sem eru ekki í vinnu þurfi sérstaka athygli í bataferlina og ættu þeir að fá ítarlega fræðslu hjúkrunarfræðings við útskrift. Þá er lagt til að hjúkrunarfræðingur veiti símaeftirfylgd sex vikum eftir aðgerð og leggi þar áherslu á svefn og mat sjúklingsins á eigin bata. Ritrýnd grein | Peer review
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.