Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Page 51

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Page 51
2. tbl. 98. árg. 2022 | Tímarit hjúkrunarfræðinga 51 * marktækt miðað við 95% öryggismörk Tafla 4. Einkenni eða verkir sem hafa truflað daglegt líf starfsfólks sveitarfélaga í umönnunarstörfum árin 2010, 2011, 2013, 2015 og 2019 Mynd 1. Breytingar á fjölda andlegra einkenna yfir tíma eftir því hvort starfsfólk í umönnunarstörfum upplifi álagið lítið eða mikið á vinnustaðnum að teknu tilliti til kyns, aldurs og uppsagna á vinnustað. Vikmörk miðast við 95% öryggismörk Mynd 2. Breytingar á fjölda líkamlegra einkenna yfir tíma eftir því hvort starfsfólk í umönnunarstörfum upplifði álagið lítið eða mikið á vinnustaðnum að teknu tilliti til kyns, aldurs og uppsagna á vinnustað. Vikmörk miðast við 95% öryggismörk Fyrirlögn 2010 N % Fyrirlögn 2011 N % Fyrirlögn 2013 N % Fyrirlögn 2015 N % Fyrirlögn 2019 N % Cochran‘s Q próf Verkir í baki/herðum 84 (77,8) 82 (75,9) 83 (76,9) 85 (78,7) 84 (77,8) 0,43 Vöðvabólga 82 (75,9) 84 (77,8) 85 (78,7) 80 (74,1) 78 (72,2) 2,47 Kvef/umgangspest 65 (60,2) 60 (55,6) 68 (63,0) 62 (57,4) 77 (71,3) 10,01* Kvíði 60 (55,6) 69 (63,9) 72 (66,7) 49 (45,4) 46 (42,6) 39,91* Svefnerfiðleikar 53 (49,1) 63 (58,3) 74 (68,5) 61 (56,5) 59 (54,6) 20,89* Þrekleysi 55 (50,9) 57 (52,8) 55 (50,9) 53 (49,1) 50 (46,3) 1,74 Tíðir höfuðverkir 39 (36,1) 46 (42,6) 43 (39,8) 41 (38,0) 43 (39,8) 2,0 Depurð 29 (26,9) 43 (39,8) 50 (46,3) 41 (38,0) 38 (35,8) 16,97* Þungar áhyggjur 27 (25,0) 38 (35,2) 44 (40,7) 40 (37,0) 37 (34,3) 13,57* Hækkaður blóðþrýstingur 19 (17,6) 28 (25,9) 25 (23,1) 28 (25,9) 24 (22,2) 5,37 Verkir í kvið 15 (13,9) 17 (15,7) 18 (16,7) 25 (23,1) 26 (24,1) 10,08* Hjartsláttartruflanir 13 (12,0) 19 (17,6) 17 (15,7) 22 (20,4) 27 (25,0) 11,46* Ristilkrampi 12 (11,1) 14 (13,0) 13 (12,0) 16 (14,8) 17 (15,7) 3,19 Andþyngsli 12 (11,1) 9 (8,3) 15 (13,9) 20 (18,5) 19 (17,6) 10,75* Ritrýnd grein | Peer review Algengi andlegra einkenna þ.e. kvíða, svefnerfiðleika, depurðar og þungra áhyggna, jókst verulega frá 2010 til 2013. Þótt hlutfallið hafi aftur lækkað árin 2015 og 2019 þá var það engu að síður hærra þau ár en árið 2010, að kvíðanum frátöldum. Verkir í kvið, hjartsláttartruflanir og andþyngsli jukust meira og minna jafnt og þétt á milli fyrirlagnanna, allt fram til ársins 2019. Dreifigreining fyrir endurteknar mælingar var gerð til að skoða áhrif kyns, aldurs, uppsagna og álags á vinnustað á breytingar á meðalfjölda andlegra og líkamlegra einkenna á rannsóknartímanum. Fjöldi andlegra einkenna umönnunarstarfsfólks breyttist marktækt á rannsóknar- tímanum, að teknu tilliti til annarra þátta í líkaninu (F(1,8, 171,6) ) = 4,97, p = 0,010). Þannig mældist meðalfjöldi einkenna 1,3 af 4,0 í fyrirlögninni 2010 og hækkaði í 1,9 í fyrirlögninni 2013, lækkaði í 1,5 í fyrirlögninni 2015, en hækkaði aftur í 1,6 í síðustu fyrirlögninni. Fram komu marktæk megináhrif álags á vinnustað á breytingu á fjölda andlegra einkenna á rannsóknartímanum (F(1, 96) = 5,67, p = 0,019) sem gefur til kynna að andleg einkenni trufli í meira mæli líf starfsfólks á vinnustöðum með miklu álagi en á vinnustöðum með litlu álagi (sjá mynd 1). Niðurstöðurnar sýna einnig (ekki sýnt á mynd) að hærri aldur hefur í för með sér fleiri andleg einkenni eftir því sem líður á rannsóknartímann (F(1,8, 171,6) = 5,02, p = 0,010). Þá voru meiri breytingar á andlegum einkennum kvenna en karla á rannsóknartímanum (F(1,8, 171,6) = 3,65, p = 0,033), sem bendir til þess að andleg heilsa hafi truflað meira daglegt líf kvenna en karla. Ekki kom fram marktækur munur á fjölda líkamlegra einkenna umönnunarstarfsfólks á rannsóknartímanum, að teknu tilliti til annarra þátta í líkaninu (F(2,3, 218,7) ) = 0,39, p = 0,703) en meðalfjöldi líkamlegra einkenna mældist um 3,3 af 10,0 í öllum fyrirlögnum nema þeirri síðustu, en þá hækkaði meðaltalið í 3,6. Niðurstöðurnar sýna einnig að breyting á fjölda líkamlegra einkenna truflaði líf starfsfólks á vinnustöðum með litlu og miklu álagi svipað mikið (F(1, 98) = 3,53, p = 0,063), þó að meðalfjöldinn sé hærri á vinnustöðum með miklu álagi í öllum fyrirlögnunum (sjá mynd 2). Niðurstöðurnar sýna einnig (ekki sýnt á mynd) að kyn, aldur og uppsagnir á vinnustað höfðu ekki marktæk áhrif á fjölda líkamlegra einkenna sem truflaði líf starfsfólksins á rannsóknartímanum (p > 0,05). 2010 20102011 20112013 20132015 20152019 2019 Áæ tla ð ja ða r m eð al ta l Áæ tla ð ja ða r m eð al ta l Mikið álag Mikið álagLítið álag Lítið álag 0 0 0,5 1 1 2 1,5 3 2 4 2,5 5 3 6

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.