Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Qupperneq 52

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Qupperneq 52
52 Tímarit hjúkrunarfræðinga | 2. tbl. 98. árg. 2022 almennt ástand mála í þjóðfélaginu og einkalífi þátttakenda á þessum tíma af völdum bankahrunsins. Umönnunarstéttir sveitarfélaganna starfa jú ekki einungis í mikilli nálægð við skjólstæðingana, heldur oft og tíðum einnig við aðstandendur þeirra. Aukin streita og álag í þjóðfélaginu almennt getur því einnig komið fram í versnandi vinnutengdri líðan. Þessi rannsókn fjallar um þróun líðanar starfsfólks sem sinnti umönnunarstörfum á öldrunarstofnunum og sambýlum fyrir fatlaða og geðfatlaða á vegum sveitarfélaganna í kjölfar efnahagsþrenginganna sem fylgdu bankahruninu 2008. Í rannsókninni er ekki gerður greinarmunur á því hvort viðkomandi þátttakandi var hjúkrunarfræðingur, sjúkraliði, ófaglærður eða faglærður starfsmaður, en allir þátttakendur unnu við að sinna sjúklingum sem eru íbúar á þessum stofnunum. Þar sem erfiðara reyndist að fá netföng ófaglærðs starfsfólks en faglærðs, er líklegt að hlutfall faglærðs starfsfólks í rannsókninni hafi vegið þungt. Helsta framlag rannsóknarinnar er að hún sýnir að tilteknir heilsufarsþættir hjá starfsfólki í umönnunarstörfum þróuðust í neikvæða átt fyrstu árin eftir að efnahagskreppan 2008 skall á, einkum á þeim árum sem fjárhagslegur samdráttur var sem mestur hjá sveitarfélögunum. Mikilvægt er að horfa til og hagnýta þá þekkingu eins og kostur er nú þegar við stefnum í enn aðra efnahagskreppuna vegna COVID-19 faraldursins, sem meðal annars mun koma niður á fjárhag sveitarfélaga (Samband íslenskra sveitarfélaga, 2020). Styrkleiki rannsóknarinnar er að hún byggir á panel-gögnum, þar sem sömu einstaklingum er fylgt eftir í tíma, 2, 3, 5, 7 og 11 árum eftir bankahrunið 2008. Gagnabankar sem geta fylgt eftir einstaklingum eru fágætir, þar sem flestar spurningalistakannanir byggja á „punktstöðu“ þar sem svör hópa sem að nokkru leyti innihalda ólíka einstaklinga frá einni fyrirlögn til annarrar eru borin saman. Panel-gögnin gefa meiri áreiðanleika þegar lagt er mat á breytingar á líðan einstaklinga. Styrkur panel-gagnanna hefur þó í för með sér þann veikleika að svörin sem unnið er með yfir tímabilið verða færri fyrir vikið. Einnig er vert að benda á að svörin byggja á sjálfmetinni heilsu og þar með á minni einstaklinganna um eigin veikindi, læknisheimsóknir og veikindafjarvistir sl. 12 mánuði, en ekki á skráðum heilsufarsgögnum. Algengt er að stuðst sé við sjálfmetin heilsufarsgögn við rannsóknir á heilsu og líðan fólks og þykja slík gögn almennt áreiðanleg í samanburði við aðrar rannsóknaraðferðir (Crossley og Kennedy, 2002; Forsberg, 2020). Þess má jafnframt geta að þegar Ferrie og félagar (2005) báru saman sjálfmetna heilsu við skráð gögn varðandi veikindafjarvistir þá kom í ljós að fólk fremur vanmat en ofmat eigin veikindafjarvistir. Eigi það við hér, þá er líklegt að það hafi átt við um öll árin sem voru til rannsóknar. Við höfðum því miður ekki sambærileg gögn sem safnað var fyrir efnahagshrunið 2008 og engin opinber gögn eru til um veikindafjarvistir hjá þessum hópi fyrir það tímabil. Þrátt fyrir styrkleika gagnanna gefa þau einungis tilefni til að draga ályktanir um orsakir þess að líðan umrædds starfsfólks í þessum umönnunarstörfum versnaði á ýmsan hátt í kjölfar bankahrunsins, einkum fram til ársins 2013. Í anda erlendra Tilgangur rannsóknarinnar var að skoða þróun andlegra og líkamlegra heilsufarseinkenna, vinnuálags og veikindafjarvista starfsfólks í umönnunarstörfum á öldrunarstofnunum og sambýlum fyrir fatlaða og geðfatlaða hjá 12 íslenskum sveitarfélögum og á hvern hátt hún tengdist mögulega efnahagskreppunni 2008. Almennt má segja að niður- stöðurnar sýni að líðan starfsfólks í umönnunarstörfum hjá íslenskum sveitarfélögum hafi versnað í kjölfar efnahagskreppunnar 2008, þótt spurningarnar sýni ólíkar niðurstöður hvað það varðar. Versnunin var að mestu línuleg á milli áranna 2010 og 2019 þegar spurt var; „hefur þú leitað læknis vegna veikinda/heilsubrests sem þú rekur til aðstæðna í vinnunni síðastliðna 12 mánuði?“ og jókst úr 13,9% árið 2010 í 33,3% árið 2019. Hvað viðkemur öðrum spurningum kom í ljós að versnunin jókst fram til ársins 2013 en ástandið fór svo aftur batnandi eftir það. Átti það til dæmis við um að hafa aldrei mætt veik(ur) til vinnu vegna álags og að meta andlega og líkamlega heilsu sína verri en áður. Ef marka má t.d. rannsóknir Marmot og Bell (2009) þá er það trúlega engin tilviljun að samkvæmt okkar gögnum þá jókst vinnutengt álag og líðanin versnaði í kjölfar efnahagshrunsins á Íslandi 2008. Hins vegar batnaði líðanin á sama tíma og fjárhagsstaða sveitarfélaganna vænkaðist á ný eftir kreppuna (Hagstofa Íslands, e.d.a). Marmot og Bell (2009) eru meðal þeirra sem benda á að efnahagssamdráttur, ekki síst þegar hann á sér stað á heimsvísu, sé líklegur til að koma niður á heilsufari, ekki síður en efnahag fjölskyldna (Marmot og Bell, 2009). Það að líðan starfsfólks hafi versnað samkvæmt okkar gögnum á mun frekar við um andlega heilsu en líkamlega og er það í takt við niðurstöður yfirlitsgreinar Parmar o.fl. (2016) um líðan í kjölfar efnahagskreppunnar 2008. Okkar gögn sýndu marktæka versnun fram til ársins 2013 á sjálfmetinni líðan starfsfólks hvað varðar kvíða, depurð, svefnerfiðleika og þungar áhyggjur en það dró úr versnuninni eftir það. Athygli vekur að í öllum þessum tilfellum var algengi þessara einkenna þó meira árið 2019 en það var árið 2010 þegar fyrsta mælingin var gerð, að kvíðanum undanskildum. Á árunum 2010-2013 hafði talsverður samdráttur í fjármagni átt sér stað hjá sveitarfélögunum (Hagstofa Íslands, e.d.a) og reksturinn hafði að sama skapi orðið þyngri, án þess þó að lögbundnum verkefnum þeirra hefði fækkað. Það sama sjáum við nú gerast hjá sveitarfélögunum af völdum efnahagskreppunnar sem kórónuveirufaraldurinn hefur valdið (Samband íslenskra sveitarfélaga, 2020). Í kjölfar efnahagshrunsins 2008 þurftu mörg sveitarfélög að grípa til sparnaðaraðgerða sem meðal annars fólu í sér fækkun starfsfólksins (Samband íslenskra sveitarfélaga, 2011). Slíkt hefur að jafnaði í för með sér aukið álag á starfsfólk sem heldur starfi sínu, sem gæti skýrt þá versnandi líðan sem þessi gögn sýna. Þegar fjárhagur sveitarfélaganna fór hins vegar batnandi á ný eftir efnahagshrunið, þ.e. um og eftir árið 2015, þá sýna gögnin að það dró úr almennri aukningu á vanlíðan starfsfólks. Þótt við teljum eðlilegt að álykta að aukið álag, í kjölfar versnandi fjárhagsstöðu sveitarfélaganna, birtist á þennan hátt sem aukin vanlíðan meðal starfsfólksins, þá er mikilvægt að hafa hugfast að ekki er hægt að útiloka smitáhrif annarra þátta á líðan starfsfólksins en þeirra sem beinlínis hafa með fyrirkomulag vinnu að gera. Má þar til dæmis nefna UMRÆÐA Veikindi og veikindafjarvistir starfsfólks í umönnunarstörfum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.