Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Síða 53

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Síða 53
rannsókna (sjá t.d. Karanikolos og fl. 2016; Marmot og Bell, 2009; Odone og fl. 2018) lítum við hins vegar svo á að það sé ekki tilviljun að versnunin hafi haldist að nokkru leyti í hendur við þann fjárhagslega samdrátt sem átti sér stað hjá sveitarfélögum á árunum 2010-2013, heldur endurspegli það aukið álag og óvissu sem slíkt ástand skapar innan vinnustaðanna sem utan. Rannsóknin sýnir að veikindi og veikindafjarvistir hjá starfsfólki í umönnunarstörfum á öldrunarstofnunum og sambýlum fyrir fatlaða og geðfatlaða einstaklinga jukust í kjölfar efnahagskreppunnar 2008, einkum fyrstu árin eftir að kreppan reið yfir landið, þrátt fyrir að dregið hafi úr aukningunni eftir árið 2015, í takt við bætta fjárhagsstöðu sveitarfélaganna. Engu að síður var tíðni þessara þátta hærri í 10 af 14 heilsufarsþáttum sem spurt var um árið 2019, 11 árum eftir bankahrunið, en árið 2010 þegar fyrstu mælingar hófust. Þetta er áhyggjuefni, því um það leyti sem heilsufarsástandið er farið að batna á ný, samkvæmt gögnunum, þá stöndum við mögulega frammi fyrir enn dýpri kreppu en þeirri sem fylgdi í kjölfar efnahagshrunsins 2008, nú vegna COVID-19 heimsfaraldursins. Það er því full ástæða til að brýna hjúkrunarfræðinga og önnur þau sem fást við hjúkrun og starfsmannaheilsuvernd; heilbrigðisstarfsfólk, stjórnendur og aðra sem bera ábyrgð á framkvæmd hjúkrunar að vera mjög vel vakandi gagnvart vinnutengdri líðan starfsfólks vegna þeirra neikvæðu áhrifa sem efnahagskreppan af völdum COVID-19 faraldursins getur haft, samkvæmt þessum niðurstöðum. Vinnutengd vellíðan er ein forsenda þess að starfsfólk geti sinnt hjúkrun svo vel sé. Í því samhengi er mikilvægt að skipuleggja eflingu frum- og síðforvarna til að vinna gegn áhrifum kreppunnar á heilsu starfsfólks, ekki einungis næstu misserin heldur einnig þegar horft er til lengri tíma. Þótt rannsóknin hafi verið framkvæmd meðal þeirra sem sinna umönnun íbúa á öldrunarstofnunum og sambýlum fyrir fatlaða og geðfatlaða hjá sveitarfélögunum, lítum við svo á að niðurstöðurnar megi heimfæra á starfsfólk sem sinnir hjúkrun á sambærilegum stofnunum utan sveitarfélaganna og jafnvel heilbrigðisstofnunum, þar sem ekki er alltaf um eðlisólík störf að ræða. LOKAORÐ
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.