Heilbrigt líf - 01.12.1950, Side 13
þess að gera sér hugmynd um, hve mikil hætta er fólgin
í því að reykja sígarettur.
Þótt munurinn sé geysilega mikill, þá mega menn ekki
verða allt of hræddir við þessar tölur, því að þótt tala
krabbameinssjúklinganna sé há, þá er mikið eftir af
milljóninni.
Hvernig stendur þá á því, að ekki skuli jafnt ganga
yfir alla að þessu leyti? Menn eru ekki fæddir jafnir. Það
er ein af þeim mörgu stóru lygum, sem bornar hafa
verið á borð fyrir mannfólkið, að mennirnir sé fæddir
jafnir. Sannleikurinn er sá, að engir tveir menn eru
fæddir jafnir, nema ef vera skyldi eineggja tvíburar.
Menn eru mismunandi að öllu leyti og einnig að því,
hvernig þeim hættir mismikið til þess að fá krabbamein.
Og munurinn nær sennilega lengra, einnig til þess, hve
viðkvæmir þeir eru fyrir tóbaki. Mér er t. d. kunnugt
um mann, sem varð að hætta að vinna innan um tóbak,
þar sem geymt var rjól, blaðtóbak og vindlar, af því að
hann fékk nefstíflu, augnkláða og asthma af að vera
nálægt því. Næmleikinn fyrir tóbakinu er mismikill, og
svo virðist sem flestum stafi lítil hætta af að fá krabba-
mein af því en að viss hundraðshluti manna sé viðkvæmur
fyrir því og hætti við að fá krabbamein af því, ef þeir
eru útsettir fyrir það árum saman, og einstöku menn
svo næmir fyrir því, að krabbamein taki til að vaxa eftir
fáein ár frá því að þeir byrja að reykja.
Nú liggur næst að spyrja:
Hvað er þá það, sem er hættulegt í sígarettunum? Því
er engan veginn fljótsvarað. Sýnt hefur verið fram á,
að í tóbaki eru efni, sem geta framkallað krabbamein,
ef þeim er dælt í dýr. Sumir hafa jafnvel stungið upp
á því, að það væri brunninn pappír, sem væri hættu-
legur. Doll og Bradford Hill benda á þann möguleika, að
arsenikefnin, sem notuð eru til að verja tóbaksplöntuna
Heilbrigt líf
107