Heilbrigt líf - 01.12.1950, Qupperneq 14
fyrir alls konar sjúkdómum, geti verið sek að þessu leyti,
því að vitað er, að sum arsenikefni geta framkallað
krabbamein. Við getum ekkert sagt ákveðið um það,
hvaða efni það sé, sem hættuleg eru í sígarettunum,
heldur aðeins, að þau eru þar. Síðustu rannsóknir benda
til, að það sé hvorki pappírinn né skordýraeitrið, heldur
tóbakið sjálft, sem sökina eigi.
Hvernig er ástatt í þessum efnum hér á landi?
Hér á landi er mjög lítið um krabbamein í lungum,
samanborið við það, sem fundizt hefur í öðrum löndum
undanfarin ár. Á árunum 1932 til 1948, að báðum árum
meðtöldum, fundust hér við krufningar á 1939 manns
aðeins 12 tilfelli af krabbameini í lungum, eða i 0,6%
af öllum, sem krufnir voru. Alls fannst krabbamein í
337 manns, svo að ekki voru nema 3,5% af þeim í lung-
unum, sem er mjög lágt hlutfall samanborið við önnur
lönd. Af þessum 12 tilfellum voru aðeins þrjú í konum,
hin í karlmönnum. Yngsti sjúklingurinn dó 49 ára gamall,
en sá elzti 72 ára. Flestir voru á sextugsaldri.
Nú skulum við athuga tóbaksnotkunina hér á landi
og bera hana saman við tölur annars staðar frá. Árið 1913
er ekki flutt inn meira af sígarettum en svarar því, að
þrír hundruðustu hlutar úr ensku pundi komi á hvern
íbúa íslands. Þá er sígarettuneyzla í Bretlandi komin
upp í 71 hundraðshluta úr pundi, eða 23svar sinnurn
meiri en hér. í Þýzkalandi er sígarettuneyzla þá 40
hundraðshlutar úr pundi, en Finnland er hæst með 92
hundraðshluta úr pundi, þ. e. næstum eitt pund á mann.
Árið 1920 er sígarettuneyzlan í Bretlandi komin upp í
hálft annað pund á mann, í Finnlandi aðeins minna
(1,34), og í Þýzkalandi er hún þá 72 hundraðshlutar, eða
álíka og í Bretlandi 7 árum áður. En á íslandi er hún
enn ekki nema 14 hundraðshlutar úr pundi, þ. e. ekki
tíundi hluti þess, sem hún er í Bretlandi og rúmlega
Heilbrigt líf
108