Heilbrigt líf - 01.12.1950, Qupperneq 16
sem nú er, þá verðum við að gera ráð fyrir því, að krabba-
mein í lungum verði stórum algengara á næsta tug ald-
arinnar heldur en það hefur nokkurn tíma verið áður á
fslandi.
Það, sem hér hefur gerzt, er það, að við höfum verið
eftirbátar annarra þjóða um sígarettureykingar undan-
farna áratugi, og vegna þess höfum við sloppið við þá
miklu aukningu á krabbameini í lungum, sem nú gerir
alstaðar vart við sig.
Því miður er lítt hægt að hughreysta menn með því,
að unnt sé að lækna krabbameinið í lungum, eftir að
það er farið að gera vart við sig. Að vísu tekst stundum
að losna við það með því að taka lungað eða verulegan
hluta þess. En það er mikil aðgerð og engan veginn
hættulaus. Og oft finnst meinsemdin ekki fyrr en of seint
er orðið að hugsa til að nema hana á brott.
Það sýnist máske ekki vera mikið, þótt rúm 8000 manns
deyi af milljón manns, sem eru á lífi. En ef 8000 manns
deyja á hverju ári af hverri milljón manna, fer að saxast
á milljónina, þegar árin líða. Og þegar svo er komið, að
krabbamein í lungum er orðið næstum eins algeng dánar-
orsök og krabbamein í maga, þá fer þess sannarlega að
verða vart í þjóðfélaginu. Þá fara menn að tala um,
hve óskaplega krabbamein sé orðin algeng og hve margir
deyi nú úr lungnakrabba. Og satt að segja er nóg til af
öðrum sjúkdómum til að deyja úr heldur en krabbameini
í lungunum. Margir mundu með réttu heldur kjósa sér
annan dauðdaga. En í stað þess að tala um það eftir tíu
ár, væri vissara að gera sínar ráðstafanir núna. Við
getum ekki vænzt hjálpar gjaldeyrisyfirvaldanna, sem
annars hjálpa okkur til að vanta svo margt, því að þótt
ekki sé unnt að flytja inn erlenda ávexti, að ekki sé
nefndar erlendar bækur, þá er dyggilega séð um, að aldrei
verði skortur á sígarettum né brennivíni. Hér verður
110
Heilbrígt líf