Heilbrigt líf - 01.12.1950, Síða 17

Heilbrigt líf - 01.12.1950, Síða 17
hver að sjá um sjálfan sig, því að enginn hjálpar honum annar, nema hvað mönnum getur oft orðið stuðningur að því að vera í félagi um að hætta að reykja, t. d. ef hjónin taka ákvörðun um það samtímis. Ég vona, að ekki fari fyrir neinum, sem lesa þessa grein, eins og fyrir Ameríkumanni, sem var að lesa um reykingar og krabbamein. Honum líkaði svo illa lesn- ingin, að hann ákvað, að hann skyldi aldrei líta í bók eða blað framar. Ég hef orðið þess var, að sumum reykingamönnum er meinilla við að heyra minnzt á sambandið milli reykinga og krabbameins. En það þýðir ekki að loka augum né eyrum fyrir því og halda svo áfram að reykja. Mörgum manni væri nær að hugleiða, hvað reykingar hans kosta raunverulega. I fyrra kom til mín maður, sem kvartaði um, að hann gæti svo að segja ekkert gengið, því að eftir nokkurn spöl fengi hann óþolandi verk í fæturna, svo að hann yrði að nema staðar og hvíla sig. Þegar ég spurði hann, hve mikið hann reykti, svaraði hann: Fjóra pakka. Það eru 80 sígarettur á dag, en hann sagðist gefa mikið af því. Þótt gert sé ráð fyrir, að hann reyki aðeins 40 sígarettur á dag, þá er það langtum of mikið. Ef við athugum tímann, sem til þess fer, og reiknum tíu mín- útur fyrir hverja sígarettu, þá fara sex og hálfur klukku- tími á dag í þetta. Það liggur við, að maður verði að heimta styttri vinnutíma í jafnhættulegri atvinnu, að ekki sé minnzt á peningaeyðsluna. En tímaeyðslan er meiri en svo, að lítið sé úr henni gerandi, og sérstaklega hættuleg vegna þess, að mönnum finnst þeir vera eitt- hvað að gera, þegar þeir reykja, þótt þeir geri ekkert annað en að spilla andrúmsloftinu í kringum sig og óhreinka hibýli sín eða annarra. Hér á landi erum við, eins og ég tók fram áðan, enn sem komið er lausir við þá plágu, sem krabbamein í lung- Heilbrigt líf 111
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Heilbrigt líf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigt líf
https://timarit.is/publication/1835

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.