Heilbrigt líf - 01.12.1950, Qupperneq 17
hver að sjá um sjálfan sig, því að enginn hjálpar honum
annar, nema hvað mönnum getur oft orðið stuðningur að
því að vera í félagi um að hætta að reykja, t. d. ef hjónin
taka ákvörðun um það samtímis.
Ég vona, að ekki fari fyrir neinum, sem lesa þessa
grein, eins og fyrir Ameríkumanni, sem var að lesa um
reykingar og krabbamein. Honum líkaði svo illa lesn-
ingin, að hann ákvað, að hann skyldi aldrei líta í bók eða
blað framar.
Ég hef orðið þess var, að sumum reykingamönnum er
meinilla við að heyra minnzt á sambandið milli reykinga
og krabbameins. En það þýðir ekki að loka augum né
eyrum fyrir því og halda svo áfram að reykja. Mörgum
manni væri nær að hugleiða, hvað reykingar hans kosta
raunverulega. I fyrra kom til mín maður, sem kvartaði
um, að hann gæti svo að segja ekkert gengið, því að eftir
nokkurn spöl fengi hann óþolandi verk í fæturna, svo að
hann yrði að nema staðar og hvíla sig. Þegar ég spurði
hann, hve mikið hann reykti, svaraði hann: Fjóra pakka.
Það eru 80 sígarettur á dag, en hann sagðist gefa mikið
af því. Þótt gert sé ráð fyrir, að hann reyki aðeins 40
sígarettur á dag, þá er það langtum of mikið. Ef við
athugum tímann, sem til þess fer, og reiknum tíu mín-
útur fyrir hverja sígarettu, þá fara sex og hálfur klukku-
tími á dag í þetta. Það liggur við, að maður verði að
heimta styttri vinnutíma í jafnhættulegri atvinnu, að
ekki sé minnzt á peningaeyðsluna. En tímaeyðslan er
meiri en svo, að lítið sé úr henni gerandi, og sérstaklega
hættuleg vegna þess, að mönnum finnst þeir vera eitt-
hvað að gera, þegar þeir reykja, þótt þeir geri ekkert
annað en að spilla andrúmsloftinu í kringum sig og
óhreinka hibýli sín eða annarra.
Hér á landi erum við, eins og ég tók fram áðan, enn
sem komið er lausir við þá plágu, sem krabbamein í lung-
Heilbrigt líf
111