Heilbrigt líf - 01.12.1950, Page 32
Ekki er fátítt, að fávitar gerist brotlegir við landslög,
en tölur um þetta eru mjög misháar. Hinn þekkti danski
geðveikralæknir, Wimmer, athugaði 1212 afbrotamenn og
konur, og af þeim reyndust 366 fávitar, þ. e. 30,2 af
hundraði. Aschoffenborg (þýzkur læknir) rannsakaði 200
menn, sem framið höfðu kynferðisafbrot. Af þeim voru
36,5 af hundraði fávitar eða treggáfaðir. Danskur læknir,
Kemp, athugaði fjölda vændiskvenna, og voru 27 af
hundraði hverju fávitar.
Próf. Melveg, þekktur danskur geðveikralæknir, telur,
að af öllum afbrotamönnum í Danmörku sé fjórði hlut-
inn annaðhvort fávitar eða að greind þeirra sé undir
meðallagi. Hvernig ástatt er hér á landi, er órannsakað
mál, en gera má ráð fyrir, að eins sé ástatt hjá okkur í
þessum efnum, að minnsta kosti ekki betur, þar sem okkur
vantar fávitahæli, en þau hafa bjargað mörgum fávit-
anum frá lögbrotum.
Örvitar og hinir verr gefnu hálfvitar fremja sjaldnast
afbrot, og er það að vonum, þar sem þeir eru svo mjög
ósjálfbjarga, bæði andlega og líkamlega. Öðru máli gegnir
um hina betur gefnu hálfvita, sem hafa oftast lítt tak-
markað athafnafrelsi. Vanvitarnir breytast oft mikið á
gelgjuskeiðinu, eins og áður hefur verið að vikið, hjá
þeim gerast nú skapgerðarbreytingar. Ber oft á skap-
gerðarbrestum, sem áður höfðu ekki gert vart við sig,
auk þess verða þeir vanstilltir og æstir. Gelgjuskeið fávit-
anna er lengra en hjá öðru fólki, og nær það oft til tvítugs.
Þetta tímabil í ævi fávitanna er því hættuskeið. Fyrstu
afbrot þeirra byrja á þessu skeiði, og er því áríðandi, að
þeim sé komið á hæli, strax og þeir gerast brotlegir.
Reynslan hefur sannað, að hegning og hegningarhúsvist
skaðar þá aðeins. Þeir gerast brotlegir aftur, um leið og
þeim er sleppt úr hegningarhúsvistinni. Afbrotin verða
að vana hjá þeim. Sé tekið í taumana strax, og þeim komið
126
Heilbrigt líf